Þjóðólfur - 23.04.1909, Blaðsíða 3
rjOÐOLFUR.
67
c. Þeir, sem sæta hegningarvinnu.
d. Þeir, sem hafa tryggt sér fé til
framfærslu eptir 60 ára aldur, að
upphæð 150 kr. á ári að minnsta
kosti.
3. gr. Hver gjaldskyldur karlmaður
greiðir 1 styrktarsjóðinn 1 kr. 50 a. á
ári, en kvennmaður 75 aura.
4. gr. í ellistyrktarsjóð rennur gjald
fyrir leyfisbréf til lausamennsku samkv. í.
gr. í lögum nr. 3, 2. febr. 1894 um breyt-
ing á tilskipun uui lausamenn og hús-
menn á íslandi 26. mal 1863 ogviðauka
við hana.
5. gr. Hreppsnefndir skulu fyrir lok
janúarmánaðar ár hvert semja skrá um
alla þá, er gjaldskyldir eru í hreppnum
til styrktarsjóðsins. I kaupstöðum semja
3 menn, er bæjarstjórnin kýs úr sínum
flokki, skýrslur þessar. A skrána skulu
þeir settir, er lögheimili hafa 1 kaupstaðn-
um eða hreppnum hinn 1. janúar; sé
vafi um heimilisfang manns, skal hann
settur á skrá f þeim kaupstað eða hreppi,
þar sem hann dvelur um áramótin. A
skrána skulu þeir settir, sem eru fullra 18
ára hinn 1. janúar, og sömuleiðis þeir,
sem ekki eru fullra 60 ára hinn sama
dag. Skráin skal rituð á prentuð eyðublöð,
stjórnarráðið útbýtir.
Lögreglustjórinn 1 Reykjavík og hver
prestur, að því er prestakall hans snertir,
er skyldur til að láta nefndum þessum f
té skýrslur þær, er nauðsyn krefur, úr
manntalsskýrslunum í Reykjavík og sálna-
registrunum annarsstaðar.
6. gr. Auk þess, sem gjaldendur eiga
að greiða gjöld sín til ellistyrktarsjóðsins
hver fyrir sig, þá eru menn og skyldir til
að leggja fram gjöldin fyrir aðra svo sem
nú segir:
a. Kvongaðir menn eiga að inna af
hendi styrktarsjóðsgjald fyrir konur
sínar, meðan hjónabandinu er ekki
slitið með lögum, enda séu þau til
heimilis i sama hreppi.
b. Foreldrar og fósturforeldrar eiga að
inna af hendi styrktarsjóðsgjald fyrir
börn sín og uppeldisbörn, sem vinna
hjá þeim, eru á þeirra vegum eða
þeir kosta til náms.
c. Húsbændur eiga að greiða styrktar-
sjóðsgjald fyrir hjú sín og annað
þjónustufólk sitt.
d. Iðnaðarmenn eiga að greiða styrktar-
sjóðsgjald fyrir starfsmenn (iðnnema
og sveina) sína.
e. Kaupmenn, verzlunarstjórar og aðrir
verkveitendur eiga að greiða styrkt-
arsjóðsgjald fyrir þá, sem eru f fastri
þjónustu hjá þeim, ef þeir ekki sjálf-
ir eiga heimili forstöðu að veita.
f. Húsráðendur eiga að greiða styrkt-
arsjóðsgjald fyrir lausamenn og lausa-
konur, sem hjá þeim hafa lögheim-
ili síðasta vistarár, svo og fyrir hús-
menn, sem ekki hafa húsnæði út af
fyrir sig.
Nú eru þessir menn öreigar að áliti
hreppsnefndar eða bæjarstjórnar, og fellur
þá niður skylda þeirra til að greiða styrkt-
sjóðsgjöld fyrir aðra, sem þá skulu sjálfir
greiða gjaldið. Þeir, sem greiða styrkt-
arsjóðsgjöld fyrir aðra, hafa rétt til þess,
að telja þau þeim til skuldar, sem gjald-
skyldir eru, svo og til að halda gjaldinu
eptir af kaupi þeirra eða launum.
9' gr. 1 kaupstöðum skulu bæjarfóget-
ar, en í sveitum sýslumenn, innheimta
gjaldið á manntalsþingum og koma því á
vöxtu í aðaldeild Söfnunarsjóðsins. Inn-
heimtumenn fá 2°/0 fyrir innheimtuna.
10. gr. í kaupstöðum skulu bæjarfó-
getar, en í hreppum sýslumenn, hafa á
hendi reikningshald sjóðanna og geyma
eignarskilríki þeirra. Reikningar sjóðanna
fyrir hvert ár skulu fyrir lok janúarmán-
aðar sendir hlutaðeigandi bæjarstjórn eða
sýslunefnd og kýs bæjarstjórnin eða sýslu-
nefndin 2 menn til að endurskoða þá, en
bæjarstjórnin eða sýslunefndin úrskurðar
reikningana. í kaupstöðum sendir bæjar-
stjórnin stjórnarráðinu árlega skýrslu um
hag ellistyrktarsjóðanna; samskonarskýrslu
sendir sýslunefndin stjórnarráðinu. I stjórn-
artíðindunum skal árlega birta skýrslu um
hag styrktarsjóðanna í hverjum kaupstað
og hverri sýslu.
11. gr. Árgjöld til ellistyrktarsjóðanna
má taka lögtaki samkvæmt lögum 16.
desbr. 1885 um lögtak eða fjárnám án
undanfarins dóms eða sáttar, og hafa
styrktarsjóðsgjöld sama forgangsrétt í
dánar- eða þrotabúi gjaldenda, eins og
skattar eða gjöld til landssjóðs.
12. gr. I hverjum kaupstað og hreppi
skal á ári hverju að jafnaði, ef verðugir
umsækjendur hafa gefið sig fram, úthluta
2/3 hlutum af gjaldi því, er það ár ber að
greiða til ellistyrktarsjóðsins í kaupstaðn-
um eða hreppnum, og ennfremur hálfum
styrk þeim, er lagður er til styrktarsjóðs-
ins úr landssjóði á árinu, svo og hálfum
vöxtunum af styrktarsjóðnum fyrir næsta
ár á undan.
13- gr- Sýslumaður skal fyrir lok júlí-
mánaðar ár hvert skýra hreppsnefndunum
frá því, hve mikil upphæð komi til út-
hlutunar á árinu úr styrktarsjóðum hrepp-
anna, og hin sama skylda hvílir á bæjar-
fógetanum gagnvart bæjarstjórn, en hrepps-
nefndir og bæjarstjórnir skulu sfðan birta
þetta í hreppnum eða kaupstaðnum á
venjulegan hátt fyrir lok ágústmánaðar.
14. gr. Styrk þann, er árlega skal út-
hluta, veita bæjarstjórnir og hreppsnefndir
ellihrumum fátæklingum, sem eru fullra
60 ára að aldri eða þar yfir, og heima
eiga í hreppnum eða kaupstaðnum, án
tillits til þess, hvar þeir eru sveitlægir, svo
framarlega sem umsækjandi á framfærslu-
rétt hér á landi og hefir ekki þegið
sveitarstyrk 5 síðustu árin; þó er sveitar-
stjórn heimilt að veita konu, er skilið
hefur við mann sinn að borði og sæng
eða að lögum eða orðið ekkja, ellistyrk,
þótt maður hennar hafi þegið sveitarstyrk
meðan þau voru saman og eigi séu liðin
5 ár frá því hann þáði af sveit.
Þegar sérstakar, knýjandi ástæður eru
fyrir hendi, er sveitarstjórn enn fremur
heimilt að veita styrk þann, er hér um
ræðir, heilsubiluðum fátæklingum, þótt
ekki séu þeir orðnir sextugir að aldri.
Styrkur til lækninga, borgun fyrir með-
ul, sjúkrahúsvist, umbúðir og slíkt, telst
eigi sveitarstyrkur, þá er um ellistyrk er
að ræða.
Við úthlutun styrksins skal einkum hafa
fyrir augum, hve mikil og brýn þörf um-
sækjanda er og hvort hann er reglusamur
og vandaður maður.
15. gr. Þeir, er vilja fá styrk úr elli-
styrktarsjóði, skulu fyrir lok september-
mánaðar ár hvert senda skriflega beiðni
um styrkinn til hlutaðeigandi bæjarstjórn-
ar eða hreppsnefndar, og á umsóknar-
bréfið að fela í sér þær upplýsingar, sem
með þart til þess að geta dæmt um verð-
leika umsækjanda.
Beiðninni skulu fylgja vottorð einhvers
málsmetandi manns um það, að upplýs-
ingar þær, er í beiðninni standa, séu
sannar.
16. gr. Styrkurinn veitist fyrir lok
októbermánaðar. Hann veitist fyrir eitt
ár í senn, og má ekki vera undir 20 krón-
um og ekki yfir 200 kr.
Landsstjórnin setur nánari reglur um
úthlutun styrksins.
17. gr. Ef engin umsókn um styrk úr
ellistyrktarsjóði berst til bæjarstjórnareða
hreppsnefndar eða aðrar gildar ástæður
valda þvf, að eigi þykir rétt að úthluta
öllu því fé, sem um er rætt í 11. gr., skal
það, sem afgangs verður, lagt við inn-
stæðu sjóðsins.
18. Lög þessi öðlast gildi i.jan. 1910
og ber að innheimta ellistyrktarsjóðsgjöld
samkvæmt þeim 1 fyrsta skipti á mann-
talsþingum 1910.
19. gr. Lög um styrktarsjóði handa
alþýðufólki 11. júlí 1890 og lög um breyt-
ing á lögum um styrktarsjóði handa al-
þýðufólki 18. desbr. 1897 eru úr lögum
numin.
€rlenð símskeyti
til Pjóðólfs.
Kaupmannahöfn 16. apríl.
Stjórnarbyltingin i Miklagardi.
Ungtyrkir aflstola. Dómsmátaráð-
herrann myrtur. Apturhaldsmenn
komnir að völdum.
21. april.
Ungtyrkjum hefur borizt herhjálp
frá skattlöndunum; sitja um Mikla-
garð. Sigur vís. Heimta soldán af-
settan og upphlaupsmönnum hegnt.
Enn frá dr. Berlin.
Berlin getur þess, að sitji hann 1 sam-
bandslaganefnd einhverntíma síðarmeir,
mundi hann getað hugsað til að samþykkja
stórum meira sjálfstæði til handa íslandi,
en gert sé í Uppkastinu og jafnvel fullan
skilnað.
*
* *
Fréttimar frá Miklagarði eru mjög í-
skyggilegar, því að stjórnarbylting þessi
getur hæglega orðið ægilegt ófriðartund-
ur hér í Norðurálfu. Talið eflaust að sol-
dán muni hafa verið í vitorði um allt
þetta og lagt ráðin á. Abdul Hamid er
alræmdur undirhyggjumaður og ekki hjart-
veikislega vandur að meðulum. Eptir síð-
ara skeytinu að dæma er svo að sjá, sem
völdum soldáns sé hætta búin og að Ung-
tyrkjar beri hærra hlut.
Ummæli dr. Berlins, séu þau rétt höfð
eptir honum, verða aðeins að skoðast sem
marklaust gaspur, sem ekkert verður
byggt á.
Drukknun.
Einar Einarsson, frá Skildinganesi, skip-
stjóri á »Sigurfaranum«, eign H. P. Duss-
verslunar o. fl., tók út 21. þ. m. fram und-
an Selvogsbanka, og drukknaði. Hann
var 27 ára að aldri, ókvæntur.
Dálnn
er hér í hænum að kveldi 20. þ. m.
Sigurður Jónsson fyrv. fangavörður,
rúmlega sjötugur að aldri, fæddur 31. jan.
1839 á Kirkjubæjarklaustri, sonur Jóns
Guðmundssonar sfðar ritstj. Þjóðólfs og
Hólmfríðar Þorvaldsdóttur próf. í Holti
Böðvarssonar.
Sigurður nam fyrst beykisiðn og rak þá
atvinnu hér í bænum um hríð, en gerð-
ist fangavörður 1873 er hegningarhúsið
var reist, og hélt þeim starfa til 1. sept.
1907 og veitti alþingi 1907 honum 800
kr. í eptirlaun.
• Hann var tvíkvæntur, og var fyrri kona
hans Þuríður Guðmundsdóttir, og er einka-
dóttir þeirra Hólmfríður gipt Maríasi
Guðmundssyni íshúsverði á Isafirði. —
Síðari kona Sig., sem lifir hann, er dönsk
Marie (f. Nissen) ættuð frá Sönderborg á
AIs, og kom hún hingað 1865 sem þjón-
ustustúlka Hilmars Finsens stiptamtmanns;
þau áttu 11 börn og dóu 3 þeirra á unga
aldri, Þorvaldur, Þórunn og Amalía, en
hin eru á lífi: Ágúst prentari, Þurlður
kaupkona, Jón verzIUnarmaður á Stokks-
eyri, Kristfn kona Helga Helgasonar
verzlunarmanns í Rvík, Haraldur stúdent,
verzlunarm. í Rvík, Amalía kona Sigurðar
Þorsteinssonar verzlunarm. í Rvik, Þor-
valdur húsgagnasmiður og María kona
Vigfúsar Guðbrandssonar klæðskera í
Hafnarfirði. Dóttir Sig. heit. er og Sig-
ríður forstöðukona matsöluhússins »Skjald-
breið« í Rvík. — Sig. fangavörður var
ráðdeildarmaður, hygginn og gætinn og
kom sér hvervetna vel.
Þjóflviljinn
fer ekki alskostar rétt með skýrsluna í
sfðasta Þjóðófii um ráðstefnu alþingisfor-
setanna "við Neergaard forsætisráðherra.
Sú skýrsla um þessa ráðstefnu, er Ritzau
var send, var hvorki undirskrifuð af
Neergard eða forsetunum, svo nafn mitt
til undirskriptar þurfti ekki undir hana,
heldur að eins munnlegt samþykki á efni
hennar, en eg tek það aptur fram, að
þótt ekki næðist til mín um samþykki á
slðustu málsgreininni, sem Þjóðv. verður
svo skrafdrjúgt um, þá skiptir það harla
litlu, því að eg sé alls enga ástæðu til að
gera svo mikið veður úr niðurlagsorðum
þessarar klausu, eins og blaðið gerir.
Segi eg þetta ekki aí þvl, að eg vilji
bera nokkurt blak af samferðamönnum
mínum, því að þess þarf ekki. Þeireiga
alls engar ákúrur skilið, þótt þeir létu
það eptir Neergaard að orða síðustu máls-
greinina á þann hátt, sem nú er kunnugt.
Og það má heita einber hégómi að vera
að toga nokkurn afslátt eða uppgjöf á
nokkrum sköpuðum hlut út úr því orða-
lagi. H. Þ.
Kappglfma
var haldin hér í gærkveldi í Iðnaðar-
mannahúsinu. Var þar glímt í 5 flokkum
eptir þyngd glímumannanna, og hefur
það ekki áður tíðkazt við fslenzka glímu,
en er algengt við ýmsar líkamsíþróttir er-
lendis og þykir vel gefast.
Verðlaun (heiðurspeningar), alls 5, einn
handa bezta glímumanni hvers flokks. Þess-
ir fengu verðlaun:
I 1. flokki Sigurjón Pétursson.
- 2. — Hallgr. Benediktsson.
- 3. — Halldór Hansen.
- 4- — Guðm. Sigurjónsson.
- 5- — Ólafur Magnússon.
Þess skal getið, að Sigurjón Pétursson er
verðlaun vann í 1. flokki var í 2. þyngd-
arflokki. Sá eini, sem var 1 1. þyngdar-
flokki (165 pd.) Guðmundur Stefánsson,
náði ekki verðlaunum þar í þetta sinn,
en hafði ekki leyfi til að gllma í öðrum
(léttari) flokki. Annars eru þeir þrír, G.
St., Hallgrfmur og Sigurjón harla jafnir
að glímufrækleik. — Skemmtunin var
vel sótt.
Skipaferfllr.
»Prospero« kom frá útlöndum og
Austtjörðum 12. þ. m. og fór vestur og
norður umland 16. þ. m. með allmarga far-
þega, þar á meðal voru fulltrúar kaupfélags-
fundarins, Unnur Benediktsdóttir skáld-
kona, Gísli J. Ólafsson símritari og unn-
usta hans Polly Grönvold.
»Sterling« fór til útlanda 19. þ. m.
og »Laura« 21. þ. m. með eitthvað af
farþegum.
Veturlnn
sem kvaddi oss í fyrra dag, hefur verið
einhver hinn bezti í manna minnum, að
minnsta kosti hér á Suðurlandi, frost
nálega engin, og snjókoma óvenju lítil,
yfirléitt sífelldar stillur og góðviðri og
úrkoma með langminnsta móti, engin of-
viðri verið síðan um áramót, ogjörð opt-
ast nær auð Skepnuhöld ágæt í sveitum
og sumstaðar búið að sleppa öllu fé.
Látinn
er 1 Uppsölum 1 Svfþjóð 15. f. m. Rolf
Arpi umsjónarmaður við fornmenjasafn
þar. Hann var vel að sér í íslenskri
tungu og bókmentum, og hafði komið 4
sinnum hingað til lands (1873, 74, 81 og
83) og verið hér eitt skipti vetrarlangt.
Ferðaðist hann víða um land og varð
mjög kunnur þjóð vorri og henni mjög
hlinntur, en ritaði fremur fátt. Hann var
kominn hátt á sextugsaldur er hann létst.
Slyeför.
Hinn 27 f. m. varð maður úti í svo-
nefndri Óshlíð millum Seljalands og Bol-
ungarvíkur. Hann hét Ingvar Magnús-
son, maður á besta aldri.