Þjóðólfur - 15.10.1909, Side 2

Þjóðólfur - 15.10.1909, Side 2
170 ÞJ0Ð0LFUR. skemmzt, svo að hann slyppi við að leggja þau fram til sönnunar sögu sinni. Peary segir og, að það hafi verið öld- ungis ómögulegt fyrir Cook að komast til pólsins með þeim útbúnaði, er hann hafi haft, og að það nái engri átt að hann hafi farið 25*/» breiddarstig eða um 1700 enskar mílur frá Annotok til heim- skautsins og þaðan aptur til Jonessunds í einni og sömu sleðafærislotu, því að lengst hafi menn áður komizt n breidd- arstig á þeim tíma. Hins vegar segist Peary hafa sannanir um það frá Marvin professor, er drukknaði, að hann hafi komist með Peary á 86,38 br.st. og frá Bartlett skipstjóra, að þeir hafi orðið samferða til 87,48 breiddarstigs, svo að minnsta kosti verði það ekki hrakið, að hann hafi þangað komizt. Enn fleira hefur og Peary fært fram fyrir þvf, að Cook hafi aldrei á pólnum verið. Er þessi ákæra Peary's í 14 liðum. En ekki hefur frézt enn, hvernig Cook hefur tek- ist að hrekja hana í einstökum atriðum. Veitir honum það eflaust allerfitt. Svo bætist ýmislegt við, er spillir trausti manna á honum. Meðal annars kvað hann hafa sýnt mynd, er hann hafi tekið af báðum Eskimóunum við heimskautið, en kunnugir menn þykjast geta staðhæft, að sú mynd sé tekin árið 1901 af manni nokkrum, er var þá í norðurför með Peary. Svo er ennfremur sagt, að hann hafi aldrei komizt upp á tindinn á Mc.- Kinleyfjalli í Alaska, hæsta fjalli í Norð- ur-Ameríku, en þangað þóttist hann hafa komizt og ritaði bók um. Fj-lgdarmenn hans í þeirri för kvað hafa vottað, að hann hafi alls ekki komizt upp á fjall- ið. Verður þetta mjög til að veikja mál- stað hans um fund norðurpólsins. Og sfðustu fréttir segja, að Landfræðisfélag- ið í Washington hafi eptir fyrirlestur hans þar opinberlega ákveðið að viðurkenna hann e k k i sem finnanda norðurheim- skautsins. Það sér því fremur svart út fyrir honum nú sem stendur. Og Danir eru með öndina í hálsinum út af öllum fagnaðarlátunum og dauðhræddir um, að þeir hafi illa glæpzt á honum og há- skóli þeirra verði að undri fyrir heiðurs- doktorsnafnbótina. En dönsk blöð taka yfirleitt öll svari Cooks og segjast trúa honum. Lioptskip ferst. Hinn 25. f. m., snemma morguns, féll frakkneska loptfarið »La Republique« úrháa lopti og mörðust þeir 4 menn, er í skip- inu voru, allir til bana, urðu undir hreyfi- vélinni, þar á meðal nafnkunnur loptsigl- ingamaður og stjórnandi loptskipsins, Marchal að nafni. Slys þetta sló all- miklum óhug á Frakka og vakti mikla hluttekningu þar f landi. Hinir látnu voru greptraðir í Versaille með mikilli viðhöfn í návist Fallieres forseta og flestra ráðherranna. Skip þetta var eitt í lopt- herskipaflota Frakka. Og epfir slysið var þegar farið að safna samskotum til að kaupa nýtt. Frakkneski loptfarinn Latham hefur sýnt list sína í Berlín og flogið prýðisvel. Gerir hann fremur lítið úr flugvélum Wrights-bræðranna og telur þær óhent- ugar. Rnssakcisari er enn suður á Krímskaga og kvað vera hættur við að heimsækja Italíukonung, en til Miklagarðs kvað hann samt ætla að fara, þótt sjálfsagt stigi hann þar ekki fæti á land. Keisaradrottningin er ávalt mjög sjúk, orðin biluð á geðsmunurn út af stöðugum ótla um líf sonar sfns, rfkis- erfingjans. Og þessi veiki hennar kvað hafa ágerzt í Jessari hringferð þeirra hjóna. Þykist hún hvergi örugg um líf sitt og sinna, nema í keisarahöllinni Czarkoj Zeloj hjá Pétursborg. Fonimcnjafaiiclip. Við stöðuvatnið Vettern í Svíþjóð hafa fundizt leifar af 4000 ára gamalli staura- byggingu, ásamt miklu af vopnum og verkfærum úr steini, tinnu, beini og horni. Þetta kvað vera hin fyrsta þesskonar bygging, er fundizt hefur í Norður- Evrópu. Frá París hefur komið símskeyti um, að fundizt hafi f fylkinu Dordogne beina- grind af manni, sem haldið er að sé 20 þúsund ára gömul, þ. e. eldri en nokkr- ar sögur fara af. Hjá beinagrindinni fundust leifar af hreindýrabeinum og til- höggnir steinar til að kveikja eld með. Ekki er að reiða sig á, að frétt þessi sé áreiðanleg, sízt um aldur beinagrindar- innar. €rlenð simskeyti til Pjóðólfs. Kaupm.höfn 13. oki. J. C. Christensen segir af sér ráðgjafaembœtti 18. október, og tekur líklega Holsten forsœtisráðherra við embœtti hans lhervarnarnuilunumj. X enska parlamentinu harðnar deilan um fjárlögin milli efri og neðri málstofunnar (Lávarð- arnir vilja fella fjárlagafrumvarp stjórnarinnar). 14. okt. kl. 7*/z e. h. Ferrer, frömuður skólaendurbóta á Spáni, og þess vegna hataður af klerka- valdinu, var ctkœrður um drottins- svik í sambandi við uppreisnina í Barcelona í sumar, og dœmdur til dauða af herdómi. Var því nœst líflátinn sannanalaust með Ijúgvitn- um, en horium neitað um vitna- leiðslu. Alheimsmótmæli og gremja út af þessu. Óeirðir á Ílalíu og á strœtum Parísarborgar. Sjálandsbiskup verður Peder Madsen háskólakenn- ari í guðfrœði (f. 1843). * * * Francesco Ferrer, er tekinn hefur verið af lífi sannanalaust fyrir ímyndaðar æs- ingar f Barcelonauppreisninni í sumar, var nafnkunnur skólamaður og kennslu- málafræðingur, er vann af miklu kappi að því, að bæta fyrirkomulag spænskra kennslustofnana og ryðja Ijósri þekkingu og frjálslyndi nýjar brautir í kennslunni, en reyndi á allan hátt að brjóta á bak aptur yfirráð klerkastéttarinnar yfir skól- unum og útrýma miðalda þröngsýninu. Töldu klerkarnir hann þvf stjórnleysingja vegna hinna frjálslyndu skoðana hans, er hann fór ekki dult með og ekki ávallt jafn gætilega og þurít hefði. Við upp- reisnina í Barcelona í sumar var hann sakaður um að hafa æst lýðinn til stjórn- arbyltingar, og sá hann þá sinn kost vænst- an að fara huldu höfði, en 1. september var hann tekinn höndum í þorpi nálægt Barcelona, fluttur þangað og varpað í dýflissu. Þá er hann var handsamaður, fannst ekkert á honum nema iítil Ijós- myndavél og málfræði í esperantó. Við yfirheyrslttna var hann hinn rólegasti, því að hann var sannfærður um, að ekki gæti komið til nokkurra mála, að hann yrði sakfelldur, með því að hann hefði engan þátt átt í atburðum þeiro, er gerð- ust í Barcelona í júlílok. En þar hefur farið öðruvísi. Þá er «Times« 3. f. m. skýrir frá fang- elsun hans, er þar jafnframt skýrt frá því, að myndazt hafi þá þegar nefnd manna í París »til að verja píslarvotta spán- verskrar kúgunar«, og voru í nefnd þessari meðal annara hinir frægu rithöfundar Anatole France og Maeterlinck og stjórn- málamaðúrinn og frelsisvinurinn Alfred Naquet. Sömdu þeir þegar yfirlýsingu til að mótmæla fangelsun Ferrer’s og á- kærunni um, að hann væri riðinn við Barcelonauppreistina eða stjórnleysingja- byltinguna þar. Yfirlýsing þessi var svo harðorð, að »Times« segist ekki geta tekið hana upp, en þar hafi meðal ann- ars verið sagt fullum fetum, að tilgangur- inn með handtöku hans hafi enginn verið annar en sá, að ónýta gersamlega hina aðdáanlegu kennslustarfsemi hans (»to undo his admirable work as an educator«). — Af þessu sést, að þá þegar hafa for- mælendurFerrers á Frakklandi látið gremju sína í ljósi, og er því ekki að furða, þótt sú gremja yrði almennari, er frétzt hefur um þennan svívirðilega málarekstur, dauða- dóm Ferrers og lfflát, eptir því sem skeyt- ið skýrir frá. Réttarfarið á Spáni virðist enn enn ekki vera nein fyrirmynd, frem- ur en á tímum rannsóknarréttarins, þá er allar nýjar hreyfingar voru kyrktar með brennum og pyntingum. Thorefélags- samningurinn. 1. gr. Félagið skuldbindur sig til að halda uppi strandferðum þeim kringum fsland, sem áskildar eru í fjárlögunum fyrir árin 1910—1911. Félagið skuldbindur sig til að halda uppi að minsta kosti 20 ferðum á ári milli Kauproannahafnar og Islands, og að gera ferðaáætlun þeirra 20 ferða að minsta kosti með ráði stjórnarráðsins og dönsku póststjórnarinnar, og sé þá rmllilanda- ferðunum hagað svo sem framast verður við komið eptir ferðaáætlun þess félags, sem fær danska pósttillagið til millilanda- ferðanna; þó áskilur félagið sér í því efni að fá að vita um ferðaáætlun þessa fé'.ags í síðasta lagi f fyrstu viku desember- mánaðar. Loks skuldbindur félagið sig til að halda uppi minst 4 ferðum á ári milli Ham- borgar, Leith og Islands. Félaginu er skylt að afhenda stjórnar- ráðinu og dönsku póststjórninni, er kemur tii millilandaferðanna, ferðaáætlun sína til samþykkis í sfðasta lagi 14 dögum eftir að ofangreind áætlun hefir verið send félaginu. 2. gr. Slrandferðttskipin. Tvö þeirra mega ekki vera að neinu leyti síðri en gufuskipin »Hóiar« og »Skálholt«, sem hafa haldið þessum ferðum uppi að undan- förnu. Hið þriðja skal vera 100—150 smá- lestir að stærð. Eitt skipið að minsta kosti skal vera nýtt: I tveim skipunum skal vera kælirúm, hentugt til að flytja í kjöt og nýjan fisk. Millilandaskipin. Eitt skipið á að vera með kælirúmi, hentugu til að flytja í kjöt og nýjan fisk alla þá leið, sem skipíð fer, og fari það skip 7—9 áætlunarferðir. Ilamborgarskipin skulu taka minst 450 smálestir af flutningi. Félaginu er ekki skyltað nota kælirúm- in í millilandaskipunum, nema sagt sé til fyrirfram kælirúmsflutnings fyrir minst 50 kr. fyrsta árið og'ioo kr. síðar. 3. gr. Fargjöld og flutningsgjöld skulu vera samþykt af stjórnarráði íslands og mega ekki hærri vera, hvorki milli landa né strandlengis, heldur en sanis konar gjcild eru látinfvera í samningi þeim, sem gerður var við Sameinaða gufuskipafélagið um gufuskipaferðir 1908 og 1909. Þessi gjöld mega og ekki hærri vera milli Hamborgar og íslands, en milli Kaupmannahafnar og Islands. Fargjöld og farmgjöld milli tveggja staða má ekki hækka, þó skipt sé um skip á leiðinni, en skyldur er þá farþegi að nota fyrsta skip, sem á að tara þangað sem ferð er heitið. A ferðum þeim milli Islands, Leith og Kaupmannahafnar, sem ræðir um í samn- ingi þessum, skal veita allt að 25 stúdent- um og alltað 50 efnalitlum iðnaðarmönn- um og alþýðumönnum þá ívilnun í far- gjaldi, að þeir geti ferðast í 2. farrými báðar leiðir fyrir sama fargjald og annars er áskilið fyrir aðra leiðina, enda sýni þeir vottorð frá forstjóra íslenzku stjórnar- ráðsskrifstofunnar í Kaupmannahöfn eða þá sýslumanni eða bæjarfógeta í sýslu* þeirri eða kaupstað, þar er maðurinn á heima. Loks skuldbindur félagið sig til að flytja innflytjendur til Islands frá Leith fyrir sama fargjald eins og hingað til hefir verið tekið af farþegum í 3. farrými fra Islandi til Leith. Félagið skal koma sér saman við Sam- einaða gufuskipafélagið um farmgjalds- greiðslu fyrir flutninga til og frá viðkomu- stöðum strandferðaskipanna, þann veg, að farmgjaldið hækki eigi þótt skift sé um skip. 4. gr. Um flutning á munum til og frá viðkomustöðum strandferðaskipanna og á Hamborgarskipunum, er félagið strang- lega skuldbundið til að hafa hann ekki f fyrirrúmi fyrir öðrum flutningi, þó að framkvæmdastjóri félagsins eða firma, sem hann á hlut í, eigi sér arðs von af hon- um, og má framkvæmdastjórinn eigi, hvernig sem á stendur, nota sjálfur meira en í hæsta lagi einn þriðja hluta af far- rúmi skips 1 þessum ferðum, svo framar- lega, sem slíkt veldur þvi, að neita verður um flutning fyrir aðra, sem beiðst hafa flutnings hæfilega snemma. 5. gr. Félaginu er skylt að flytja á öll- um þeim ferðum, sem getur um í 1. gr., póstflutning allan, bréf og bögla — í milli- landaferðunum milli Danmerkur og ísl- lands fram og aftur, þó að eins eptir sér- stökum samningi og gegn sérstöku gjaldi — og ber ábyrgð á öllum póstflutningum meðan hann er 1 vörzlum skipsins, þ. e. a. s. frá því er skipverjar taka við hon- um og þar til er hann er fenginn 1 hendur þjónum póststjórnarinnar. Hann skal geyma mjög vandlega í lokuðu herbergi, nema brétkassann, hann skal látinn vera þar, sem allir geta að honum komist. Félagið ber ábyrgð á því tjóni eða þeim missi eða skemdum, sem póstflutningur kann að verða fyrir sökum þess, að hans er illa gætt. Farist skip eða hlekkist því á, skal reyna að bjarga póstflutningnum svo vel sem framast er kostur á og flytja hann til næsta pósthúss. Þurfi maður að fylgja póstflutningi á skipinu sökum þess, hve mikill hann er eða dýrmætur, fær hann ókeypis far bæði frarn og aftur, en sjálfur verður hann að sjá sér fyrir fæði.. 6. gr. Póstflutning skal afhenda á skips- fjöl og af samkvæmt skrá og gegn kvittun skipstjóra og hlutaðeigandi póstembættis- manns. Sýni viðtakandi að póstflutning- ur sé eigi samkvæmur skránni, er aihend- anda skylt að rita undir athugasemd þar að lútandi. Þegar eptir komu gufuskips skal flytja póstflutning úr skipi, hvort sem það ligg- ur við land eða fyrir akkerum á sjó úti, til næsta pósthúss, og skal félagið bera kostnaðinn af flutningi þeim, nemaíKaup- mannahöín; þar verður póstflutningurinn sóttur. Sömu reglum skal fylgja um að koma póstflutningi á skip. 7. gr. Félagið skuldbindur sig til að sjá um, að enginn skipverji eða nokkur maður annar flytji með sér muni, er skylt er að senda með pósti. Sá skal vera skip- rækur, er slíkt verðttr uppvíst um, og greiði að auki lögboðna sekt. Þó er skip- stjóra vítalaust að flytja bréf um málefni skipsins frá útgerðarmönnum þess til af greiðslumanna og þeirra á milli. 8. gr. Félagið skuldbindur sig til að fá íslenzka yfirmenn og íslenzka háseta á strandferðaskipin, eptirþví sem við verður komið. 9. gr. Félagið greiðir öll útgjöld, enda bera þvf öll fargjöld og farmgjöld. Fyrir allar þær skyldttr sem félagið hefir undir gengist, þar með talinn póstflutning á strandferðaskipunum og Hamborgar- skipunum, fær félagið það endurgjald úr

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.