Þjóðólfur - 07.01.1910, Síða 4
4
þjoðolfur;
-
Andlitsmyndir Ingólfs.
Ingólfur, blað þeirra andbanninga, get-
ur nú ekki lengur lifað á tómu brenni-
víni, og örvæntir auðsjáanlega, að hann
geti lengur framfleytt sér og sínum á
slíku góðgæti. Hefir hann nú um tíma
leitað sér atvinnu með því, að láta ein-
hverja nafnlausa flysjunga hlaupa í höf-
uð á ýmsum heiðurs- og sæmdarmönn-
um bæarins, með flimtan og svívirðingu.
Ætlar hann auðsjáanlega að framdraga
lífið með því, og hyggur vfst, að alþýða
manna sé svo óvönduð, að helst muni
hún hafa skemtun af þvílíkri háðung.
En það get eg þó sagt Ingólfi, og eig-
endum hans, að allir heiðvirðir menn, er
á það hafa minst, og eru þeir margir,
hafa undantekningarlaust lýst fyrirlitning
sinni á þessu athæfi.
Ingólfur virtist líka fyrst ætla einmitt
að leggjast á lítilmagnann, og tók þá
fyrir gamlan og heiðarlegan ráðvendnis-
mann hér í bænum, sem aldrei hefir lagt
neitt til neins manns. Því næst fór Ing-
ólfur að fikra sig uppeftir, og hljóp að
kvenmanni, einni bæarstjórnarkonunni.—
Þá tók hann fyrir einn bóksala bæarins,
framtakssaman og duglegan mann, og
virtist helst hafa það út á hann að setja,
að hann hafði eitt sinn stundað skó-
sroíði, þessa óheiðarlegu atvinnu(ii).
Síðan fór hann upp til umboðsmanns i
Svía, þjóðar, sem einmitt er vinveitt ís-
lendingum, og brá blaðið konsúlnum um
ýmislegt það, sem það mundi geta feng- I
ið dóm fyrir, ef svo mikið yrði haft við ,
það, að lögsækja það. Og nú um ára- 1
mótin hefir Ingólfur lagt að fyrsta þing-
manni Reykvíkinga, og haugar saman
um hann þeirri endemis-vitleysu, sem hefir
og hlýtur að hafa hvers manns fyrirlitn-
ingu; og má það enda segja um allar
greinarnar.
Ekki hafa þessar andlitsmyndir Ingólfs
einusinni það til síns ágætis, að þær séu
þolanlega ritaðar, því klaufaskapurinn og
aulahátturinn helst þar í hendur við ilt
áform, að reyna að gera góðum mönn-
um óvirðingu. Eigendur þessa blaðs, eru
margir þeir, sem halda sig sjálfir heldri
menn þessa bæar, og í stjórn útgáfufélags-
ins kváðu þeir vera: Magnús dýralæknir,
Sigurður Thoroddsen og Halldór Daní-
elsson. Ótrúlegt mætti það vera, ef þessir
menn vildu vera þektir að því, að láta
sín getið við annað eins blað og Ingólf.
Mikið aðdráttarafl hefir þá brennivínið.
Reyndar dettur engum í hug að neinn
þeirra hafi samið smánargreinar þessar, en
hitt liggur 1 augum uppi, að vel hefðu
þeir getað stöðvað þær, ef þeim hefði
verið um það hugað.
Hitt er líka almannarómur, að ritstjór-
inn, Konráð Stefáns son heitirhann,
sem lítið merkisorð fer af, hafi skrifað
þessar greinar sjálfur, sumarhverjar. Svo
er og sagt að Magnús nokkur Jóns-
son, sem kvað vera á prestaskólanum(H)
sé eitthvað við þær riðinn líka, þó ótrú-
legt sé; enda bera þessir menn sjálfsagt
af sér, sé almannarómurinn rangur, en
séú þeir sannir að sök, þá gætiveriðum-
talsmál hvort ekki væri heppilegast að
Ingólfur sendi ritstjóra sinn, Konráð Stef-
ánsson, sem fyrst á sína eigin sveit, því
þessi atvinna virðist varla geta orðið til
frambúðar, og óreynt, hvort honum læt-
ur til hlítar nokkurt nýtilegt starf. Jafn-
framt er það álitamál, hvort prestaskól-
inn væri ekki betur sæmdur af einhverju
öðru en því, að piltar þeir er á hann
ganga, temdu sér öðruvísi siðgæði og
munnsöfnuð, en Ingólfur lætur sér sæma.
Hinsvegar mega bannmenn vera mjög
glaðir yfir þessari framkomu Ingólfs, og
vona eg að þjóðin sjái, hve heiðarleg vopn
Ingólfur notar í baráttunni, og hún dæmi
hann sem maklegt er.
Knötlur.
Hvað er að frétta?
Þórunn Kjörnsdóltir ljósmóðir varð
fimtug 30. Des., og héldu 160 konur
henni þá heiðurssamsæti á Hótel Reykja-
vík og færðu henni að gjöf vandað skrif-
borð og stól, er Jón Halldórsson trésmiður
hafði smíðað og fleiri muni. Þær færðu
henni og skrautritað ávarp er yfir 200
konur undirrituðu. — Þórunn hefur
gegnt ljósmóðurstörfum síðan 1883, og
hefir hún tekið á móti 734 drengjum og
8og stúlkum. 31 tvíburum og 1 þríbur-
um hefir hún tekið á móti. — Vel hefir
henni jafnar farist Ijósmóðurstörfin. Elsta
konan, er hún hefur setið yfir, var 48 ára,
en sú yngsta 15 ára. Heilsuhælinu á
Vífilsstöðum gaf hún 50 krónur.
Magnós Blöndahl alþingism. hefir látið
af framkvæmdarstjórastörfum við trésmíða-
verksmiðjuna »Völund«, er hann hefir
haft á hendi síðan hún komst á fót 1904.
Framkvædarstjóri er þar nú enginn. í
stjórn »Völundar« eru: Guðm. Jakobsson,
Hjörtur Hjartarson og Sveinn Jónsson
trésmiðir.
Kjörstjórn við næstu bæarstjórnar-
kosningu, er fer fram hér í bænum 29.
þ. m. skipa þeir Páll borgarstjóri Einars-
sou, Kristján Ó. Þorgrímsson konsúll og
Klemens Jónsson landritari.
í bæarstjórn á Seyðisflrði hafa nýlega
verið kosin Kristján Kristjánsson læknir
og frú Solveig Jónsdóttir, kona Jóns pönt-
unarstjóra Stefánssonar, en dóttir Jóns
alþm. í Múla. Hún er rúmlega hálf þrítug
(fædd 30. apríl 1884), og líklega yngst
allra þeirra, er kosnir hafa verið í bæar-
stjórn.
Séra Jóni Bjarnasyni í Winnpeg var
haldið heiðurssamsæti 15. f. m. og voru þá
liðin 25 ár, frá því hann tókst á hendur
þjónusta í fyrsta lúterska söfnuðinum f
Winnipeg. Hann fór fyrst vestur 1874 og
var þar þá t;l 1879 og gegndi þá bæði
prestsembætti og kennara meðal Islend-
inga, en árið 1880—1884 þjónaði hann
D, ergasteini. — Séra Jón hefir og verið
ritstjóri Sameiningarinnar síðan hún hóf
göngu slna í Mars 1886, og formaður
kirkjufélags Vestur-íslendinga var hann
1885—1908.
Sundfélagið »fírettir« hér í bænum stofn-
aði til kappsunds á höfninni á Nýársdag,
og tóku 5 þátt í því. Fljótastur varð
Stefán Ólafsson frá Fúlutjörn. Hann
synti 50 stikur á 48 sek. og hlaut slifur-
bikar, er Guðjón Sigurðsson úrsmiður
hefir gefið félaginu til verðlauna.
íeikfélag Reykjaviknr.
Leikið:
sunnud. O. jan. KI. $ síðd. í
IAnaðarmannaliúsinu.
Tekið á móti pöntnnnm í
af'grreiðslustofu ísafoldar.
Vantar af fjalli veturgamlan fola, ljósan
að lit; mark: gagnfj. h. (granngert), biti
fr. v. Sá er hitta kynni nefndan fola, er
beðinn að láta undúskrifaðan vita.
Laugardalshólum 12. des. 1909.
Ingvar Grímsson.
nýan og vandaðan sel eg um tíma með afslætti
ísl. sög-u- og ljóðabækur
kaupi eg, og borga þær samstundis í peningum
sem aðeins hvíla á veðdeildarskuldir, kaupi eg, og
borga að nokkru í peningum.
ýmiskonar kaupi eg, þó þau aðallega, sem trygð eru
með fasteignum, og borga þau með peningum.
í peningaleysinu ætti þetta að koma
mönnum vel.
Jóh. Jóhannesson
Ritfong
svo sem: Pappír margskonar tegundir, Umslög, §tílahækur, mik-
ið úrval. Ulek á liittum og brúsum, Pennar fleiri tegundir; Skóla-
krít og Skólaf öskur. Teiknibækur og blýantar, verða seld
sérstaklega ódýrl
í versluninni „BBE1ÐABLIK“
L ælijargötii lO JB
Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Pétur Zóphóníttsson.
IXý i ** og skilvísir
kaupendur fá ókeypis um
leið og blaðið er borgað:
1. Roðney Stone,
skáldsaga eftir hið fræga
skáld Englendinga, Conan
Doyle, 168 bls. í störu broti
og prentuð með smáu letri.
2. íslenskir sagnaþsttir.
2. hefti, 80 bls. Þar er í
F’áttur af Árna Grimssyni, ersig
nefndi síöar Einar Jónsson, eftir
Gísla Konráðsson.
Frá Bjarna presti í Möðrudal.
Draugasaga.
Um Hjaltastaðafjandann. Mjög
merkileg og áður ókunn frá-
saga um þennan merkilega
anda eða fjanda. Rituð af
samtíðarmanni sjónar- og
heyrnarvotti.
Frá Eiríki Styrbjarnarsyni og
frá Metusaiem sterka í Möðrudal.
3. VesturfSrin,
60 bls. Sönn saga um Ame-
ríkufara. Rituð af greindum
bónda, er fór til Ameríku og
dvaldi þar.
Ennfremur verður full-
prentað á þessu ári:
4. islenskir sagnaþæftir,
3. hefti. Par í verður meðat
annars:
Fáttur af Kristínu Páisdóttur
úr Borgarfirði vestra og
Sagnir úr Austfjörðum.
Árgangurinn kost-
»** 4 krónur, og er
gjalddagiim 15. jiilí.
Afgreiðsla blaðsins er á
Laugaveg 19 (austurenclanum).
Afgreiðslum. er: Jóliaiiu
Hrisf jáiissou. Venjulegast að
hiita kl. 11—1 og 4—6 hvern virk-
an dag, og ojt endranœr.
Prentsmiðjan Gutenberg.