Þjóðólfur - 26.08.1910, Blaðsíða 1
62. árg.
Reykjavík, Föstudaginn 26. Ágúst 1910.
.»35.
Sjörn jjönsson.
Brot úr stjórnmála- og menningarsögu
íslands.
IY. Pingvallafundir.
í ísaf. XXXIV, 37—38 og 41 er ágrip
af sögu Þingvallafundanna svonefndu, og
kallar B. J. þessa fundi »ólögmælta allsherjar-
fundi á vorum forohelga þingstað, til að ræða
mikilsverð þjóðmál og gera um þau ályktanir,
vanalega til undirbúings undir alþingi« (Isaf.
XXXIV, 37). Markmið allra Þingvalla-
funda var og er aðallega „agitatoriskt".
Þessvegna hafa allir Þingvallafundir í
raun réttri átt sama rétt á sér, því að
aðalmálefnið, sem á fundum þessum hefir
verið barist fyrir, hefir verið stjórnarskrár-
málið og sambandsmál vort við Dani.
Sá flokkur manna, sem lengst hefir vilj-
að fara í frjálslyndisáttina, hefir jafnan átt
upptök að Þingvallafundunum og haft veg
og vanda af þeim, og andstæðingar venju-
lega alls ekki sótt þá, eða að minsta
kosti ekki tekið þátt í umræðum eða at-
kvæðagreiðslu.
Síðan B. J. tók við Isafold, hafa verið
haldnir 4 Þingvallafundir: 1885, 1888,1895
og 1907, og auk þessa hefir verið boðað
til þeirra 1891 og 1898. Skulum vér lýsa
afskiftum B. J. af þeim. I Isaf. XII, 6
(1885) er birt Þingvallafundaráskorun frá
Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum, og þess-
ari áskorun lætur B. J. fylgja svolátandi
vegabrjef: »Það er vonandi, að þessi áskorun
frá hinum mjög mikilsvirta alþingisforseta fái
hinar bestu undirtektir. Almennum þjóðsam-
komum er engan veginn ofaukið fyrir það, þótt
alþingi hafi löggjafarvald, og enginn staður
betur til þess kjörinn, en hinn fornhelgi al-
þingisstaður, þrátt fyrir það, þótt ferðalögum
sé nú orðið nokkuð öðruvísi hagað alment síð-
an strandferðirnar komust á. Það væri ískyggi-
legt doðamark, ef Þingvallafundir legðust niður
með öllu. Og það er vist, að nú er fult til-
efni til slíkrar samkomu«.
Fundur sá var haldinn, og var B. J.
forseti hans. Þingvallafundarhaldi xS88
var B. J. og mjög hlyntur. Þá farast hon-
um svo orð: »Til þess að dreþa niður
getsökum þeim, að þjóðinni sé ekki alvara að
hafa fram stjórnarskrárendurskoðunina, ættu
nokkrir hinir helstu menn úr hverju kjördæmi
landsins að koma saman á Þingvelli við Öxará
rétt fyrir þing' 1880 og árétta
þar málið kröftuglega«. Og enn segir hann
að mönnum sé wengin vorkunn, að sækja
Þingvallafund alveg ólceypis. Það er
lítil alvara í mönnum, ef þeir telja það á sig«.
— Og loks. »l*jóðin þarf að sýna, að hún
hafi meira við það mál (o:stjórnarskrármálið),
en önnur landsmál, sem nú eru á dagskrá«.
(Isaf. XV, 14).
Eftir að fundarhald og fundartími hafði
verið ákveðinn, segir B. J. 25. Júní 1888:
»Ekkert kjördæmi ætti að skerast úr leik, og
^elst enginn hregpurinn í neinu kjördæmi. —
Og síðar: »Það er enginn efi á þvi, að tak-
ist vel til með fund þenna, þá getur það orðið
málefninu harla mikilvægur styrkur, og hitt
eigi siður tilfinnanlegur hnekkir, ef miður tekát.
Hér er því um mikinu ábyrgðarhluta að ræða«
(Isaf. XV, 29). Fundarstjóri var aftur
Björn Tónsson.
Eins og að framan hefir verið margsýnt,
var B. J. á þessum árum eindreginn Bene-
diktsinni, og Þingvallafundirnir 1885 og
1888 voru 1 því skyni haldnir, að vinna
máli B. Sv. og B. J. gagn. 1891 er B. J.
eins og einnig hefir áður verið sýnt, ákveð-
inn „Miðlunarmaður". Það ár boðuðu þeir
Sigurður Stefánsson, Skúli Thoroddsen
og Gunnar Halldórsson í Skálavlk (2.
þ. m. Isaf.) til Þingvallafundar, í því
skyni, að »hamra« fram stjórnarákrár-
endurskoðunina (Benediktskuna). Kveður
B. J. nú við annan tón, um Þingvallafundi,
en 1885 og 1888. Segir hann svo: »Þing-
vallafundi vilja ísfirsku þingkempurnar
allar þrjár (hver aftan í annari) smella á í
sumar degi fyrir þingsetningu. Hafa sent Isa-
fold fundarboð til birtingar, en hún getur eigi
verið að gera þeim þann ógreiða, að láta al-
menning heyra og sjá þetta nýasta flan þeirra,
sem yrði tómt gabb, ef* einhver léti sér til
hugar koma að gegna því, jafntilefnislaust sem
slíkt fundarhald og er i þettasinn, hvaðstjórn-
arskrármálið snertir að minsta kosti« (Isaf.
XVIII, 35). Auk þess fmnur hann að
því, að fundurinn sé boðaður með of
stuttum fyrirvara, sem voru þó tveirmán-
uðir, með því að Isafold hefði að minsta
kosti getað birt fundarboðið 2. Maí, en
þing átti auðvitað að hefjast 1. Júlí.
Til samanburðar skal þess getið hér,
að 4. Maí 1907 (0: tveim dögum slðar)
birti Isafold boð til Þingvallafundarins
1907, sem líka átti að halda degi fyrir
þing, sem lfka átti þá að hefjast 1. Júlí. Þá
var B. J. hlyntur fundarhaldinu og talaði
því ekki um það, að menn væru gabbaðir
þó að fyrirvarinn væri þá jafnvel styttri
en 1891.
Ekkert varð af fundi þessum, en þó
mun Isafold þar litlu hafa umráðið.
Árið 1895 boðaði Benedikt Sveinsson til
Þingvallafundar og fékk honum fram-
gengt. Isafold situr við sama keipinn sem
1891, en tekur sér þó tilefni til að ganga
almennara en hún gerði í berhögg við
skoðanir sínar 1885 og 1888. Nú segir hún:
„Það virðist hafa fengið daufar undirtektir
út um land, þetta gaspur um fingvallafundar-
hald i sumar, sem þeir hafa verið með í vetur
i 1—2 blöðum hér, hefir enginn málsmetandi
maður enn (0: 23. Mars 1893) 1 Þaán
streng svo kunnugt sé, hvað þá heldur að
neinn af landsins þjóðmálaskörungum hafi tek-
ið sig til og boðað fundinn".........Senni-
lega munu að vísu ísfirsku þing- og þjóðhetj-
urnar rjúka til einhvern tima með vorinu og
smella út fundarboði. En bara að ekki fari
þá fyrir þeim eins og núna fyrir 4 árum, er
alls eitt kjördæmi á landinu fyrir utan
þeirra eigið (eða voru þau tvö?) virti áskor-
un þeirra þess, að gefa henni nokkurn gaum,
og alls einn fulltrúi komst í námunda við
fundarstaðínn (Þingvöll) i grandleysí, en sneri
þar aftur!" (Isaf. XXII, 22). En hvað
Isaf. „kokitterar" við sjálfa sig út af því,
að Þingvallafundarhaldið 1891 fórst fyrir.
B. J. heldur svo áfram í sömu grein
(Isaf. XXII, 22): „Þetta áhugaleysi á F*ing-
vallafundum getur þýtt tvent, — annað en
eðlilega ólyst almennings á að gegna öðrum
til slíks fyrirtækis en valinkunnum og mikils-
virtum atkvæðamönnumi landsmálum". [Voru
þeir Benedikt gamli Sveinsson, Skúli
Thóroddsen, síra Sigurður Stefánsson þá
ekki valinkunnir og mikilsvirtir atkvæða-
menn í landsmálum? Og var Isafold með
Þingvallafundarhaldi 1885 og 1888, af því
að hún taldi Björn ritstj. Jónsson „valin-
kunnari" og „atkvæðameiri" stjórnmála-
mann en Ben. Sv., Sk. Th. og Stef. Stef.?]
Ástæðumar telur B. J. annars geta ver-
ið deyfð og áhugaleysi almennings, eða
af því, „að almenningur sé farinn að hafa
betri trú á annari aðferð til að afreka það,
sem Þingvallafundum hefur verið ætlað að af-
reka". — Fað eru Þingmálafundirnir i kjör-
dæmunum, sem virðast ætla að taka alveg
við af F’ingvallafundunum og gera
óþaría". [Voru ekki þingmálafundir
haldnir vorið 1907? Ef svo var, var þá
ekki Þingvallafundur það ár alveg ó-
þarfur ?)
Niðurstaða bollalegginga B. J. um Þing-
vallafundi alment verður þessi: »Það
væri í stuttu máli ekki óeðlilegt, þótt þessir alls-
herjar þingmálafundir við Öxará legðust niður,
og einskis í mist fyrir það, ef héraða-þingmála-
fundirnir gera skyldu sína. [Gerðu þeir það
ekki J907? Isafold var að minsta kosti
mjög hróðuð yfir héraða-þingmálafundum
þá]. „Það er meira að segja, að þyki þörf
á einhverju allsherjar-fundarhaldi til skrafs
og ráðagerðar öðru en alþingi, þá eru flatirn-
ar og hraunrimarnir við Öxará í raun rettri
miklu óhentugri til þess, heldur en almennileg
mannabygð". [Var landslagið á Þingvelli
breytt sumarið 1895 frá því sumarið 1885,
og breytist það svo aftur 1907 frá
því, sem það var 1895?] ísaf. XXII,
33 smjattar einstaklega ánægjuleg á
sælgæti nokkru, er Jens prófastur Páls-
son hafði langað innj í munnholuna á
henni, en sælgætið var þetta: „Fingmála-
fundi kjördæmanna tel eg (o: Jens Pálsson)
best svara tilgangi þeim, er hér um ræðir —
að leiða í Ijós skoðanir og álit þeirra lands-
búa, sem um þjóðmál hugsa og treystast til
að láta uppi álit um þau". Segir J. P. að á
þingmálafundum lýsi stiltöluleg’a.
laiig'lleístir „pólitiskir" menn skoðunum
sínum, og þar kemur þeirra „pólitiska" álit
einarölegast og glegst í
ijós«. [Mundi B. J. og J. P. nú vilja
skrifa undir það, að Þingvallafundurinn
1907 hefði verið tiltölulega fámennur, og
að menn hefðu lýst þar skoðunum sínum
óeinarðlegar og óglöggvar en áþingmála-
fundum héraða?]. »Af þessum ástæðum eru
þingmálafundir kjördæmanna lang-best fallnir
til að sýna „þjóðarviljann", slíkan sem hann
er, en þjóðfundur (Þingvallafundur) sístur til
árangurs"". En B. J. segir J. P. vera
ísat'. alveg samdóma.
Þegar nú afráðið var að halda Þing-
vallafundinn 1895 fer Isaf. heldur háðuleg-
um orðum um hann í XXII, 54, sbr. 55.
1898 er enn boðað til Þingvallafundar
af Benedikt Sveinssyni, Sig Gunnarssyni,
Kl. Jónssyni, Jóni Jónssyni í Múla og
og Pétri Jónssvni. En nú skipar Val-
týskan öndvegi í Isaf. og Þjóðviljanum
og „ísfirsku þjóðhetjurnar" eru náttúr-
lega ekki með Þingvallafundarhaldi.
, Þá kveður B. J. svo að orði (Isaf.
XXV,29): „Þingvallafiuidar-vit-
leysan. Svo nú á að fara að halda Þing-
vallafund einu sinni enn! Þvi verður naumast
neitað með réttu, að eitthvað gætu bændur
þarfara gert um hásláttinn. [Þingvallafund-
ur þessi var nefnilega boðaður til höfuðs
Valtýskunni]. En ekki er þeim það ofgott,
sem fyrir því vilja hafa«.
Þó að B. J. væri ósamþykkur þessu fund-
arhaldi, þá gripur hann samt tækifærið
til þess að rífa niður hinar almennu mót-
bárur sínar og sr. J. P. frá 1895 gegn Þing-
vallafundahöldum, því að nu segir hann:
„Svo getur verið ástatt, að fingvallafund-
ur, eða samskonar þjóðfundur almennur, áein-
hverjum hentugum stað á landina sé óskaráðs.
Eins og alkunnugt er, gekst B. J., ásamt
flestum blaðamönnum úr sínum flokki og
einum blaðamanni úr Heimastjórnarflokkn-
um, sem rétt á eftir ófyrirsynju og fljót-
færnislega var rekinn úr félagi Heimastj.-
manna í Reykjavík, fyrir Þingvallafund-
arhaldi árið 1907. Fundarboðendur fylgdu
allir „Blaðamannaávarpinu" fyrirvaralaust.
Allir þeir blaðamenn og stjórnmálamenn,
er ekki fylgdu því ávarpi óskorað, áttu
hvorki þátt í fundarboði né fundarhaldi
þessu. Þessvegna var Þingvallafundur
þessi ekkert annað en flokksfundur, einsog
allir Þingvallafundir hafa 1 raun réttri
verið, að minsta kosti síðan 1874.
Þessi fundur átti því alveg sama rétt á
sér sem þeir. En eins og 1 upphafi er
tekið fram, eru Þingvallafundir fyllilega
réttmætir sem flokks- og »agitations«-fund-
ir. En eftir skoðun B. J. á Þingvalla-
fundum 1898 (sjá Isaf. XXV, 29) eru þeir
»ekki annað en vitleysa«, nema »þegar
þjóðin er samhuga í einhverju mikilsverðu máli
og henni liggur á að lýsa yfir vilja sínum og
samhygð«, og til »að lýsa yfir fyrirfram fengn-
um skoðunum«.
Þessi skilyrði voru ekki fyrir hendi
1907, þar sem tveir flokkar, nokkurn veg-
inn jafn stórir þá, stóðu á öndverðum
meiði, en aðeins annar tók þátt í fund-
arhaldinu.
Alt um það, barði B. J. það blákalt
fram, að Þingvallafundur þessi hefði vérið
borinn upp af almennum þjóðarvilja og
hefði ekki verið flokksfundur. En B. J.
játar þó sjálfur óbeinlínis, að svo hafi ver-
ið, þar sem hann margvítir »heimastjórn-
ina« fyrir það, að hún vill ekki taka þátt
í fundarboðuninni né aðhyllast gerðir
fundarins. (Isaf. XXXIV, 29, sbr. 37 og
46).
Það er Ijóst af því, sem að framan er
sagt, að Björn Jónsson hefir ávalt verið
með Þingvallafundum, þegar til þeirra
hefir verið boðað 1 því skyni að styðja
stefnur hans. fá hefir hann enga ókosti
séð á þeim. En þegar átt hefir að halda
þá til þess að andmæla skoðunum hans,
þá hafa þeir annaðhvort verið ófærir og
þýðingarlausir af sérstökum ástæðum þá
i svipinn, eða yfir höfuð, að' allir Þing-
vallafundir hafa þá verið misráðnir, þarf-
lausir og alls óhentugir til að sýna þjóð-
arviljann.
Er þetta ekki nægileg sönnun fyrir þvf,
að Þingvallafundir á ritstjórnardögum B.
J. hafi verið pólitiskir flokksfundir?
Og pað kveður jafnvel svo ramt að flokks-
keimnum af Þingvallafundunum, að landslagið
á Þingvöllum beinlínis umturnast i Isaf. eftir
hvort B. J. hefir verið meðmæltur eða and-
stæður Þingvallafundarhaldi.