Þjóðólfur - 20.01.1911, Side 1

Þjóðólfur - 20.01.1911, Side 1
 63. árg. Reykjavik, Föstudaginn 20. Janúar 1911. JtS 3. Athugið, kjósendur! Svona ætla þeir að hafa það. Allri samvinnu neitað við kjóaendur af andstæðingaflokki. Andstæðingafiokknura neitað ura alt tryggingar-eftirlit raeð lögmæti fnndarins. SérhTerjum alþingismanni og ræðumanní mótflokksins neitað »ð mæta nema á eimum fundi. Eftirrit. Reykjavík '4/i 1911. Vér undirritaðir stjórnendur heimastjórnarfél. »Fram« leyfum oss að vænta þess, að háttvirtir alþingismenn hagi þingmálafund- um þeim, er væntanlega verða haldnir hér í Reykjavík, óður en Alþingi kemur saman í næsta mánuði, þannig, að skoðun kjós- enda i fundarmátum, hver sem hún er, geti komið sem best fram. En til þess að nokkur von geti orðið um það, teljum vér nauð- synlegt, úr þvi að ekkert fundar- hús er til, er nándarnærri taki kjósendur, að minni hlutanum eða Heimastjórnarfél. »Fram« fyr- ir hans hönd verði gefmn kostur á jafnræði við meiri hlutann u/n skiftingu kjósenda niður á fund- ina, um afhendingu aðgöngumiða að fundunum, verði slíkir miðar notaðir, um dyragaeslu i funda- húsunum og málfrelsi á fundun- um og atkvæðateljara. Skyldi skiftingin á kjósendum milli fundanna takast svo aðþröngt yrði um ræðumenn meðal þeirra, er sókn eiga að tilteknum fundi, teljum vér rétt, að hver flokkur um sig tilnefni jafnmarga mál- svara, hvor af sinni hendi. Vér leyfum oss að vænta svars fyrir 19. þ. m. Virðíngarfylst. Lárus H. Bjarnason, Jón iónsson, Pétur Zóphóníasson, Sv. Jónsson, Pétur Porsteinsson. Til alþingismanna Reykjavíkur. Eftirrit. Til stjórnar heimastjórnarfél. »Fram«. Bréfi yðar til okkar frá 14. þ. m. leyfum vér oss að svara á þessa leið: Við munum sjálflr sjá um, að kjósendum bæarins verði skift sem jafnast niöur á þingmálafundi þá, er i hönd fara (þingmálatundar- deildir), án alls flokksgreinarálits. Við munum sjálfir láta sjá um afhendingu á aðgöngumiðum að fundunum — e/aðgöngumiðar verða notaðir — og leggja rikt á um, að þeir verði afhentir öllum kjósend- um, réttvíslega og jafnt, án allrar flokksgreinar. Við munum sjálflr ráða þá eina menn til dgragœslu á fundunum, er við teljum þar vel til fallna, og réttvísir sé og líklegir til þess að halda á góðri reglu. Málfrelsi hafa áfundunum, auð- vitað, allir kjósendur jafnt af báð- um flokkum, hver í sinni fundar- deild, með þeim takmörkunum, sem tímans vegna og góðs skipulags kunna að verða settar. Við sjáum ekki á móti þvi, að tilnefndir sé i hverri fundardeild (fundi) atkvæðateljarar af báðum flokkum, þyki þcss þörf. Við teljum það rétt, að hver fundardeild hjálpist við þá rœðu- menn, er hún hefir á að skipa, meðal þeirra manna, er sókn eiga þangað, og sé málsvarar jafnmargir af báðum flokkum. Reykjavík 17. Jan. 1911. Jón Porkelsson. Magnús Blöndahl. Samtal ráöherra viö ,PDlitikell,. Nýu stjórnarfrumvörpin. Skeytin staöfeit. Með »Ingólfi nú komu ýms dönsk blöð, og hafa þau öll staðfest símskeyti þau, er vér höfum flutt. Samtal það, er ráðherra hefir haft við Kristján Dahl, er birt 1 «Politiken« 5. þ. m. og hljóðar svo lauslega þýtt: »íslenski ráðherrann, herra Björn Jóns- son, fór á stað í gærkveldi um Holland og London til Leith, en þar fer hann um borð l gufuskip það, er flytur hann til Reykjavíkur, og kemur þangað 16. þ. m. Nokkrum tímum áður en hann fór, hafði eg tækifæri til þess að tala við hann í hinni lítilfjörlegu skrifstofu hans f byggingu Pirvatbankans. Hann var kom- inn í skinnfeldinn er eg hitti hann. — Eg hef annars sett mér þá grund- vallarreglu, að tala ekki við blaðamenn, sagði fyrverandi ritstjórinn, og það sást gletnissvipur í augum hans. . , . Blöðin hér vanalega misskilja — eða afbaka, hvort sem heldur er — ummæli manns. En þér þekkið svo mikið íslensk mál, að eg get gert undantekning hvað yður snertir. — Viljið þér þá segja mér, hvað er sannleikur um skilnaðarmennina? — Að þeir geta lítið eða ekkert. Að menn halda annað hér, kemur til af samvisku- lausum upplýsingum til danskra blaða, — íslenskar upplýsingar? — Já. Bæði íslendingar þar og hér. Maður eins og t. d. kand. mag. Melsted hefir lengið Berlingske Tidende til að flytja rangar fréttir. Hann er talsvert gramur vegna þess, að styrkur sá, er hann hefir haft til þess að semja íslendinga- sögu, er strykaður af íjárlögunum. — En er samkvæmt jrðar skoðun ennþá meiri hluti Alþingis með þvl, að reyna að koma á eingöngu konungssambandi við Danmörku? — Að því takmarki stefnum við. En með því að danska stjórnin hefir ekkert íkift sér af ályktun sfðasta Alþingis og ekki komið með neina samkomulags uppástungu, þá er það skoðun mfn, að málið eigi helst að liggja niðri fyrst um sinn. Eg held ekki að það verði komið með það aftur á komandi Alþingi. Ann- ars væri víst hægt að koma sáttum á, ef Danir einungis vildu gefa einhverja íviln- un (en eller anden Indrömmelse) í áttina til konungssambands. En sem sagt, fyrst um sinn er best að þagað sé um það. —Hafið þér mörg frumvörp með heim í kofifortinu ? — 24. — Hver eru þýðingarmest? — Auk fjárlaganna og þýðingar á hin- um skandinavisku sjóréttarlögura og al- mennu viðskiítalögum1) er lagafrumvarp um að setja á fót loftskeytasamband milli Reykjavíkur og Vestmannaeya. Er svo til ætlast, að skip á sjó geti einnig notað það, og því verði rneiri not af símanum. Marconi-félag í Bryssel ætlar að setja stöðina upp, og er áætlað að hún kosti 40,000 krónur. Ennfremur er þar laga- frumvarp um fræðslu barna; þar er meðal annars aukin heimakensla; um cið og samviskuyfirlýsingu3); um að menn, sem ekki eru í þjóðkirkjunni, þuifi að greiða til prests og kirkju, heldur gangi gjald þeirra til kennslumála. Að lyktum legg eg fyrir frumvörp um erfðagjald^), um vitagjald3) og ýmsar Smátekjur til landsjóðs og breytingar á tollögunum; auka írum- vörp þessi tekjur landsjóðs um 135,000 kr. á ári, þar af koma 103,000 kr. með breytingunni á tollögunum. Þetta eru aðalfrumvörpin, er hið kotn- andi Alþing hefir með höndum. En þau eru nóg verkefni f 2—3 mánuði, er þingið stendur yfir. Alþingi kemur saman 15. 15. Febr. og endar líklega nokkru fyr en í fyrra, eða seint í Apríl, — Og hvenær komið þér aftur til Hafnar? — í Maf eða Júuí — ef óvinir mínir eru þá ekki búnir að koma mér fyrir kattarnef, bætti ráðherrann hlæandi við«. 1) Þau bar hr. Jón Ólafssou fram á sið- asta þingi, cn urðu þá ekki útrædd. 2) Það var dr. Jón Þorkelsson með f slð- asta þiugi. 3) Líkl. skattanefndarinnar.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.