Þjóðólfur - 07.07.1911, Síða 4

Þjóðólfur - 07.07.1911, Síða 4
IOO ÞJOÐOLFUR. á sjötugs aldri og hafði lengi búið þar í dalnum. AflabrögðNorðanlands. „Norðri" frá 22. f. m. segir þá undanfarið fremur góðan afla á Siglufirði, og reitingsafla af síld inni á Eyjafirði. Síldarverð þá 15—20 kr. tunnan, upp úr sjónum. Hringnótaveiði segír blaðið 6 gufuskip ætla að stunda í sumar frá Akureyri, en frá Hjalteyri geri tvö útlend félög út til sömu veiða. Silfnrbergsnámurnar. Umsjónar- mann þeirra frá landstjórnarinnar hálfu hefir ráðherra skipað Pál Torfa- son frá Flateýri. Hefir hr. P. T. nú verið að líta eftir Helgustaðanámunni, og er nýlega kominn heim úr þeirri för. Bæjarstjórnin. Fundur 1. júní. Samþ. að lengja Fischersund upp að Hildibrandshúsi við Garðastræti og bauðst Gunnar kaupm. Gunnarsson til að kosta vegargerðina. Samþ. að veita Jóni Eyjólfssyni land á leigu til stakkstæðis í Skóla- vörðuholti, upp af Óðinsgötu. Kosnir til að athuga útsvarskærur: L. H. B , Kr. Ó. Þ. og P. Guðm. Þessar brunabótav. samþ.: Hús Guðm. Guðmundssonar, Bræðrab st. 4,445 kr.; Guðm. Magnússonar Grund- arst. 10,567 kr.; Guðr. J. Jónsdóttur, Laugav. 4,406 kr. Fundur 15. júní. Afsalað for- kaupsrjetti á Ánanaustabletti fyrir 7000 kr., með þeim skilyrðum, að bærinn eigi rétt til að taka hann til afnota síðar og ekki verði bygt þar annað en nauðsynleg hús til fiskverk- unar. Ut af tilkynning formanns minnis- varðanefndar J. Sig. um, að nefndin óskaði nú, að standmyndin yrði reist á blettinum milli Stjórnarráðs- hússins og lækjarins, sunnan götu, lýsti bæjarstjórn því yfir, að hún hefði ekki á móti því. Fundur 1. júlí. Rædd fyrirspurn frá minnisvarðanefnd J. Sig. um það, hvort leyft yrði, að líkneskið yrði sett á Lækjartorg. Því var neitað af bæjarstjórn. L. H. Bjarnason bæjarfulltrúi gerði fyrirspurnir til borgarstjóra um 3 at- riði. Ut af fyrsta atriðinu var borin fram svohlj. til).: „Bæjarstjórnin lýsir að gefnu til- efni yfir því, að L. H. B. hafi engin fundarspjöll gert á bæjarstjórnarfundi 15. f. m. (samþ)., og vítir það, að borgarstjóri hefir gefið tilefni til, að sh'k saga komst í blöð" (felt). Ut af 2. atr. var samþ. svohlj. till.: „Bæjarstj. skorar á borgarstjóra, að láta fullnægja löngu tekinni álykt- un um breikkun Tjarnargötu, þegar eftir að ráðherra kemur heirn". Ut af 3. atr. samþ. svohlj. tillaga : „Bæjarstj. skorar á borgarstjóra, að hlutast til um það, án frekari drátt- ar, að bæjarverkfræðingurinn taki við slökkviliðsstjórastarfinu og að fram- kvæmdar verði sem fyrst ráðnar breytingar á slökkvifyrirkomulaginu". Siggeiri kaupm. Torfasyni veitt sláturleyfi í húsum sínum á sauðfje, eins og að undanförnu, um þriggja mánaða tímabil í sumar og haust. Næturvarðarstaða veitt Sighvati Brynjólfssyni með 10 atkv. Verðlaun íþróttamótsins voru flest minnispeningar úr slilfri eða bronse. Á þeim öllum er mynd Jóns Sigurðssonar, vel gerð. Jóns Sigurðssonar-frímerkin eru nú komin á gang, en eru ekki falleg og myndin á þeim ekki lík. Hjónaband. í fyrra kvöld giftust hjer í bænum Guðmundur Þorsteins- son læknir og Margrjet Lárusdóttir frá Seyðisfirði, dóttir L. Tómassonar bóksala og bankagjaldkera þar. Skúli Thoroddsen ritstj. er kom- inn heim úr suðurför sinni. 60 ára stúdentsafmæli á Stgr. Thorsteinsson rektor nú í vor, út- skrifaðist 1851, þá tæplega tvítugur. Úr eftirlitsferð til bankaútbú- anna eru þeir nýlega komnir banka- stj. E. Schou og B. Kristjánsson. Yerksmiðjur á Sigluflrði. Þar kvað vera í byrjun bygging á tveim- ur verksmiðjum, sem eiga að vinna lýsi úr síld og þurka hana og mala síðan til fóðurmjöls. Önnur kvað jafnframt eiga að vinna fóðurmjöl og áburð úr allskonar fiskiúrgangi og sagt, að hún muni kosta yfir 200 þús. kr. Dáin er nýlega ekkjan Þórey Guð- laugsdóttir á Munkaþverá í Eyjafirði. Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Þaðan útskrifuðust í vor 36 nem- endur, 32 karlmenn og 4 konur. Lausn frá embætti hefir Axel Tuliníus sýslumaður sótt um frá næstk. hausti vegna eyrnasjúkdóms. Sagt er, að hann flytji þá hingað til Rvíkur. •lón Migurðssou. Víðaumland var 17. júní haldinn hátíðlegur. A fæðingarstað Jóns, Rafnseyri við Arn- arfjörð, var afhjúpaður bautasteinn, en það er grásteinn mikill, sem stend- ur á hóli rétt neðan við íbúðarhúsið, og er greypt í hann bronseplata með andlitsmyndJóns Sigurðssonar. Margt manna var þarna saman komið. Síra Böðvar Bjarnason setti hátíðina, en Matth. Ólafsson í Haukadal talaði fyrir minni Jóns Sigurðssonar. Marg- ar fleiri ræður voru þar haldnar. Kvæði voru sungin eftir H. Hafstein og Guðm. Guðmundsson. A eftir var leikfimi sýnd af fimleikaflokki frá Þingeyri. Á ísafirði flutti síra Sig. Stefáns- son í Vigur ræðu um Jón Sigurðs- son og starfsemi hans. „Vestri" gaf út sérstakt minningarblað og er þar löng grein um J. S. eftir præp. hon. Þorvald Jónsson. Á Akureyri var fjölmenn samkoma. Guðl. Guðmundsson bæjarfógeti setti hana, en ræðu fyrir minni Jóns Sig- urðssonar hélt síra Matth. Jochums- son. Minningarkvæði eftir síra M. J. var sungið. Fleiri ræður voru og haldnar. Meðal annars flutti St. Stefánsson skólameistari ræðu um stofnun háskólans. Leikfimissýningar fóru og fram. Á Húsavík var fjölmenn samkoma. Þar flutti Stgr. Jónsson sýslumaður ræðu um J, S. í Vaglaskógi í Fnjóskadal var og samkoma. Þar talaði síra Ásmundur Gíslason fyrir minni J. S. Samkomur voru ennfremuráGræna- vatni við Mývatn, á Möðruvöllum í Hörgárdal og í Axarfirðinum. Á Seyðisfirði var stór samkoma, haldin að tilhlutun ungmennafélag- anna eystra. Þar voru ræður haldn- ar af Jóni alþm. í Múla, síra B. Þor- lákssyni, síra Einari Jónssyni og Hall- dóri skólastj. Jónassyni. En kvæði voru sungin eftir Guðm. Guðmunds- son, Guðm. Magnússon, Sig. Bald- vinsson og Þorst. Erlingsson. Er kvæði G. M. prentað hér í blað- inu og þar leiðrétt villa, sem bæði er í sérprentun kvæðisins, sem sungið var eftír, og líka í „Austra". Það er „gestum" fyrir geislum í næst- síðasta vo. íþróttasýningar og söng- skemtanir voru þar einnig. Á Vopnafirði hélt síra Sig. P. Sivertsen ræðu um J. S., en kvæði var sungið eftir Ingóif Gíslason lækni. í Borgarfirði eystra og á Eskifirði voru einnig samkomur, og án efa á mörgum fleiri stöðum til og frá, þótt enn hafi eigi komið fregnir af því. _______________________(Lögr.). Heiðraðir kaupendnr Pjóðólfs ern beðnir að athuga, að gjald- dagi blaðsins var 1. júlí. Ág’ætur staríi. Sérhver ætti að reyna að nota tækifærið til þess að græða mikið fé með því að selja vörur eftir stóru myndaverðskránni minni sem er 112 blaðsíður að stærð; þar eru hjólhestar, hjólhestahlutar, úr, úrfestar, næl- ur, hljóðfæri, járnvörur, glysvarningur, vindl- ar, sápur, leðurvörur og álnavörur. 50% ágóði. Einstaklega lágt verð. Verulega fyrsta flokks vörur. Verðskrá og upplýsing ar ókeypis og burðargjaldslaust. Chr. Hansen. Enghaveplads 14. Köbenhavn Gjafir og áheit til Heilsuhælis- félagsins. A ártíðaskrána kom í mat . . 261,35 Aheit og gjafir: Guðm. Sigurðs- son skipstj.....................25,00 Gunnlaugur Illugason .... 25,00 Eyjólfur Björnsson................20,00 Stúlka í Hf........................2,00 Kona á Akranesi....................3,00 N. N. Vatnsleysusuströnd . . 5,00 Asg. Daníelsson...................10,00 Magnús Bj. Hákonarson . . . 10,00 J. G. s/oo; H. S. Þ. 2/oo; N. N. */oo 8,00 R. Á. Rvík 5/°°i N. N. 7°® . . 7,00 Jón Sigurðsson alþingism. . . 5,00 Sig. Bjarnason Hf.................10,00 N. N. IO/o°; N. N. 5/oo . . . 15,00 Sjóm. 5/o0; L. P. 3/oo . . . 8,00 I. S. sjóm..........................5,00 Gjöf frá Brautarholti á Kjalarnesi 25,00 J. Jóh. Eyfirðingur I0/00; N. N. T/oo ir,oo Stúlka ( Árnessýslu.................5,00 Eyfellingur.........................2,00 Kr. 462,35 Jón Rósenkrans. er íliit t úr Aðalstræti 8 í Skólastrseti 4, (Crimli). skilur á klukkust. brúttóYerð. I 260 . . 200 — ) Hvers vegna greiða hátt verð fyrir skilvindur, þegar vér getum boðið yður Prímus-skílvinduna okkar fyrir ofanritað afarlága verð? Besta og þó ódýrasta skilvinda á heims- markaðinum. Auðtekin sundur, auðhreinsuð og auðvarðveitt. Hlotið verðlaun hvarvetna á sýningum. Biðjið um verðskrá. Umboðsmaður MöIIers Enke, Köbenhavn. a|b B, A, Hjorth & Co, Stockholm (Sverige). PantiÖ sjálíir fataefni yðar beina leið frá verksmiðjunni. Stór sparnaður. Án þess að borga burðargjald getur sérhver tengið móti eftirkröfu 4 mtr. 130 Ctm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt ektalitað alulIar-WLIiÆÐI í fallegan, haldgóðan kjól- eða sparibúning fyrir einungis ÍO lcr. 2,50 pr. Mtr. Eða 374 Mtr. 13.3 Ctm. breitt, svart, myrkblátt eða gráleitt hamódins efnl í sterk og falleg karlmannsföt fyrir adeins 14 kr. ,30 aur. Ef vörurnar eru eigi að óskum kaupanda verða þær teknar aftur. Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark. Klxðevxver €íling, Viborg Danmark sender Portofrit 10 Al. sort, graat, inkblaa, inkgrön, inkbrun finulds Ceviotsklæde til en flot I>a,m.eLcjole, for kun 8 Kr. 85 Öre, eller 5 Al. 2 Al. bred sort, inkblaa, graanistret Ilenulds Stof til en solit og smuk Herredragt for kun 13 Kr. 85 Öre. Ingen Resikol Kan ombyttes eller tilbagetages. — Uld köbes 65 Öre Pd,, strikkede Klude 25 Öre Pd. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: *Jón ÓUifHwon. Prentsmiðjan Gutenbreg,

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.