Þjóðólfur - 04.08.1911, Blaðsíða 1
63. árg.
Reykjavík, Föstudaginn 4. ágúst 1911.
M 29,
Tímamót?
Háttv. alþingism. og ritstjóri!
Það var vel til fallið að láta Þjóð-
ólf gamla flytja „Kaflann" úr ræðu
séra Fr. Fr. þann 18. júní.
A síðustu og verstu tímum veitir
þjóðinni eigi af, að fá slíkar hugvekj-
ur sem þessa. Ennfremur ritgerð
biskups: „Hvert stefnir", ræðu Jóns
Jakobssonar: „Ástand og horfur" o.
fl. af líku tægi.
Þjóðin þarfnast aldrei fremur en nú
skynsamra og heiðarlegra bölsýnis- og
íhalds-manna. Það er að segja, manna,
er líta rétt á það, sem fram fer og
sjái, hvert stefnir, og þori að segja
það, og hafi svo þrek til að standa
við orð sín. Henni eru þeir menn
mikið þarfari og farsælli en þeir, sem
lofa öllu og svíkja alt. Hvernig fór
t. a. m. um efndir meiri hlutans, sem
nú er, fyrir síðustu þingkosningar?
Þeir, sendu þá legáta sína um alt.
Bjarni frá Vogi fór t. d. um meiri
hluta landsins og blekti og æsti menn. í
Og hvað fékk hann svo að launum ?
Nær 50,000 —- fimmtíu þúsund — kr.
En það voru eigi útsendarar hans, er
borguðu úr sínum eigin vösum, held-
ur varð landsjóður eða þjóðin að borga
af sinni eigin fátækt. Hvað fékk hún
svo í staðinn? Það vita allir, sem
nokkuð skilja eða fylgjast með því, er
fram fer, að hún fékk alls ekkert ann-
að en gremju sjálfrar sín, en aðhlátur,
lítilsvirðingu eða meðaumkun erlendis,
fyrir það, að hafa annan eins rnann
sem Bjarna fyrir verslunarráðanaut.
Og aldrei mun nokkurt alþing hafa
leyft sér að lítilsvirða og fótum troða
eins þjóðarviljann sem hið síðasta,
með því að binda viðskiftaráðanauts-
stöðuna við nafn Bjarna. Þarf eigi
annað en kynna sér þingmálafundar-
gerðirnar víðsvegar um land alt, til
að sannfaerast um þetta. — En á þingi
gleymdu þjóðmálaskúmarnir að hampa
þjóðarviljanum.
En legátar Björns Jónssonar, og
hans liða, voru margir sumarið 1908,
svo að eðlilegt var, að bitlingarnir
yrðu margir og fjárausturinn svo af-
skaplegur til allskonur óþarfa á þing-
unuln 1909 og 1911, að nauðsynja-
útgjöldin yrðu að sitja á hakanum,
eins og raun bar vitni um. Von er
því að spurt sé; „Hvert stefnir?" Nú
spyr hver heiðarlega hugsandi ætt-
jarðarvinur: Hvaða stefnu mun þjóð-
in taka í haust, eftir að Iegátar meiri
hlutans hafa ferðast um og beitt sinni
vanalegu aðferð við kjósendur þessar-
ar fátæku, blektu og táldregnu þjóðar.
Þetta verður hver og einn að athuga
vel, og reyna að svara sjálfum sér eins
og skynsemdar- og drengskaparmanni
sæmir best.
Eg sný mér aftur að ræðu síra Fr.
að líkja þjóðlífi voru nú við öldurótið
í Keykjanes-röst. En jeg hugsa samt
til Látra-rastar, því að hana hef eg
séð ægilegasta af sævarröstum, þegar
oíveður er, og tíð svo umhleypinga-
söm, að áttaskifti verða jafnmörg sem
eyktaskiftin á sólarhring. Ef skip
hrekjast þá út í hana, er fátt til bjarg-
ar. Röstin fleygir þeim ýmist áfram
eða heldur þeim kyrrum, eðaþáhring-
snýr þeim eins og skopparakringlu.
Hún þeytir þeim upp á hæstu freyð-
andi öldutoppana, eða sogar þau nið-
ur í dýpstu hringiðuskálarnar, og þá
og þegar má búast við, að hún gleypi
þau niður í sjávardjúpið, svo að ljós
dagsins skíni aldrei yfir þau framar.
Þannig virðist mér hafi verið ástatt
í þjóðlífi voru nú á síðustu tveim til
þrem árum, eða þann tíma, er Sjálf-
stæðis-Landvarnar-Skilnaðarflokkurinn
hefur ráðið í landinu. Þannig er því
varið með fjárhaginn, þannig er því
varið með siðgæðið, einkum að því,
er ljárglæfra, allskonar sviksemi, ósann-
indi og blekkingar snertir o. fl. o. fl.
Eins og þyrlandi öldutopparnir hafa
þjóðglamrararnir og kjaftaskúmarnir
þyrlast. Eins og vindstaðan og öld-
urnar hafa snúist eins og snælda, hafa
hringlararnir hringsnúist, og eins og |
skottið fylgir skrokknum, hafa þeir |
ósjálfstæðu og ósjálfbjarga flækst með.
Eins og hinar dýpstu hringiðuskálar
hafa dulist neðst við rætur ölduhnúk-
anna, þannig hafa flærðar- og undir-
úyggjumennirnir, eða jarðarormarnir
svonefndu, falist, til að leita eftir bráð
sinni. Eins og hákarlarnir ösla íöldu-
róti rastarinnar til að gleypa í sig
mannabúkana af skipum þeim, er far-
ast, þannig hafa fjárglæframennirnir
og þeirra snýkjudýr svamlað, til að
rífa í sig alt, er tönn á festi. Hefur
þá einu gilt, þótt það væri til ómet-
anlegs skaða fyrir land og lýð, að
eins ef það veitti þeirn stundarhagn-
að, til að svala nautnarfýsn sinni, eða
bjarga við takmarkalausu ráðleysi
þeirra. -— Og niður í þetta forað hefur
svo meiri hluti fáfróðrar og hugsunar-
lítillar alþýðu sogast.
Kórónan á öllu þessu hefur svo verið
sú, að menn hafa árum saman talað
um það með raunablandinni alvöru,
hvort þeir tveir menn, er mestu hafa
ráðið í meiri hlutaflokknum, og jafn-
nærri hafa um eitt skeið staðið ráð-
herrastöðunni, væru heilbrigðir á söns-
um eða eigi.
Eg segi þetta eigi til að misbjóða
mönnum eða lítilsvirða þá. Hér er
um sjúkdóm að ræða, sem þeim er
eigi sjálfráður, og eftir því, er séð
verður, eigi kominn fram fyrir sjálf-
skaparvíti þeirra. Meira að segja, það
er mín fasta sannfæring, að því er
Björn Jonsson snertir, að það sé hið
eina, er geti afsakað gerðir og athæfi
hans, bæði nú og s/ðar meir, fyrir
dómi sögunnar, að honum hafi eigi
verið sjálfrátt.
En raunalegt er til þess að hugsa,
að þjóðin skuli geta sokkið svo djúpt,
að hafa þá fyrir aðalleiðtoga sína, og
vilja fá þeim æðstu völdin í hendur,
sem deilt ef um í alvöru, bæði af
meðhalds- og mótstöðumönnum, hvort
séu með öllum mjalla.
Nú fyrst fara menn að skilja Róm-
verja á dögum Nerós og Caligula.
Það var meira en lítið gerræði af
B. J. og liðum hans á síðasta þingi,
að knýja fram Bjargtangavitann, alveg
undirbúningslaust, og án þess að nokk-
ur hefði hugmynd um, hvað hann
mundi kosta. Einnig þvert ofan í til-
lögur þess verkfræðings, er hefir vita-
málin með höndum, og þvert á móti
þeirri sjálfsögðu reglu, að byggja vit-
ana eftir þeirri röð, sem þörfin er
brýnust fyrir þá. Hver skyldi geta
trúað öðru eins óvita fimbulfambi? —
En það var svo sem rétt eftir öðru
frá því þingi.
Auðvitað var sjálfsagt, að á sínum
tímá kæmi víti á Bjargtöngum, sem
um ókomnar aldaraðir lýsti út yfir
Látraröst. Og svo þegar rokveðurs-
umhleypingarnir ganga, þá verði hægt
frá vitanum að benda út yfir ólgandi
og freyðandi röstina, mann fram af
manni og öld eftir öld, og segja:
Svona leit þjóðlíf vor íslendinga út á
stjórnartíð Björns Jónssonar og þing-
liða hans.
Framan á fótstall vitans ætti svo
að setja „Kjötpott íslands" með upp-
hleyptum myndum, og setja þar undir
með óafmáanlegu letri og tilvísunar-
merki á pottinn: Þannig var þjóðlíf
vort á stjórnartíð Björns Jónssonar og
þingliða hans.
Það er eðlilegt, að alla hugsandi
ættjarðarvini hrylli við því, sem á
undan er gengið og horfi með sárasta
kvíða móti framtíðinni, og óttist, að
þjóðin gani viðstöðulaust til vesaldóms
og tortímingar.
En oft hefir hið fornkveðna rætst,
að „þegar neyðin er stærst, er hjálpin
næst". Það verður að treysta því, að
enn sé svo mikill manndómur og lífs-
afl eftir hjá þjóðinni, að bún láti skað-
semi og ógæfu þá, er síðustu kosn-
ingar og síðastliðið stjórnarfar leiddi
yfir Iandið, verða sér að kenningu.
En þetta sýna kosningarnar í kaust.
Tímarnir eru því í mesta máta al-
varlegir.
Þótt þjóðin hafi beðið skaða, svo
að líkindum skifti miljónum króna, af
öllu ráðlaginu síðan sumarið 1908, og
þar sem verra og sárara er, mist traust
og virðingu fyrir sjálfri sér, og þar
af leiðandi allra betri manna út á við,
þá eru líkur til, að hún læri svo af
þessu, að bætur fáist, þótt seint verðr
og dýrkeyptar séu.
„Ei vitkast sá, er verður aldrei hryggur,
hvert viskubarn á sorgarbrjóstum liggur.
Á sorgarhafsbotni sannleiksperlan skín,
þann sjóinn máttu kafa, efhún skal verðaþín".
Sennilegt, að þjóðin hafi þurft að
kafa þann sjó, til að sjá hvað til síns
friðar heyrir.
En smátt og smátt virðist rofa til.
Fleiri og fleiri hinna betri manna vakna
til umhugsunar og fylgis við hin betri
málefni þjóðarinnar, og þá er auðsætt,
hvar þeir skipa sér í fylkingu. Enda
má nú svo að orði kveða, að þótt
leitað sé með logandi ljósi um þvert
og endilangt ísland, þá finst varla
einn einasti, er fylli flokkinn með
mörgu nöfnunum, er sameina vit og
þekkingu, drengskap, ósérplægni og
alvörufestu, föðurlandsást og einlægan
vilja til að vinna þjóðinni gagn. Eina
eða fleiri, eða jafnvel allar af þessum
dygðum hlýtur að vanta, til þess að
hann eigi þar heima, en andstæðar
ódygðir að koma í staðinn.
Þetta er lífsteinn; annars er voðinn
vís. Þeir, sem hugsa um sæmd og
hagsmuni þjóðarinnar, verða vel að
athuga þetta, fram yfir næstu kosn-
ingar til alþingis. Það geta liðið svo
aldir, að eigi renni upp aðrir dagar,
sem verða örlagaþrungrari en 28. okt.
nú í haust. Ábyrgð kjósenda er því
þung, já aýar þung. Þjóðvegurinn er
nú svo brúkaður, að lítið má herða
að, til þess að hann brotni til fulls.
Engan má því kjósa á þing, er
stendur undir merkjum meiri hlutans.
Það væri því hið mesta glapræði og
þjóðarsynd, því að það er margsýnt,
að þeim má alls eigi treysta fyrir
sæmd og hagsmunum þjóðarinnar,
heldur að eins fyrir því, að skara sem
best eld að sinni eigin köku, hvað
svo sem það gildir fyrir heiður og
framþróun lands og þjóðar. Og út
yfir öll velsæmistakmörk gengi það,
ef nokkur af þeim þingmönnum næðu
endurkosningu, er skilyrðislaust fylgdu
siðustu stjórn að öllum málum, hversu
fráleit sem þau voru.
Virðingarfylst
Hermann Jónasson.
Suniurlausir þankar
um stjórnmál og kosningar.
Eg er stundum að hugsa um það,
hvar eg mundi hafa staðið í pólitík,
et eg hefði setið einhversstaðar úti á
landshorni, og ekki þekt hana af öðru
en einu eða tveimur flokksblöðum og
nokkrum kjósendafundum, þar sem
stundum er verið að rífast um ráð-
herra, sem menn varla kunna að nefna
og því síður þekkja. — Og eg vor-
kenni þeim kjósendum, sem svo eru
staddir, og skil vel að þeim geti svo
farið á endanum, að þeir trúi engu í
stjórnmálum, nema því sem uppáhalds-
blaðið þeirra flytur þeim, eða þá fara
í öfgar í hina áttina og trúa og treysta
alls engu af stjórnmálaskrafi blaðanna.
Mörgum leiðist rimman um stór-
pólitíkina og óhugur er í mönnum og
vantraust til fulltrúanna á þingi, enda
er auðsætt, að stjórnmálasvartsýni er
að ryðja sér til rúms vor á meðal,
þar sem t. d. annar eins bjartsýnis-
maður og hr. biskup Þórhallur Bjaruar-
son segir í blaði sínu 15. júní, sama
sem á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar:
„Mér er það svo innilega og hræði-
lega Ijóst, að íslenska þjóðin er ein-
mitt nú á beinurn glötunarvegi, sekk-
ur í ánauð og svívirðingu, ef við