Þjóðólfur


Þjóðólfur - 06.04.1918, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 06.04.1918, Qupperneq 1
ÞJOÐOLFUR 65. árgangur. | Reykjayík, 6. apríl 1918. 3. tölublað. " Nýkomið mikið úrval af alls konar vefnaðarvörur, svo sem: Ljereft, bl. og óbl. (22 teg.) Ljereftstöl«.r Tvisttau. (margar teg.) Tvinni Flonel Smelliir IVIorgfanlijólataii Enslcar lii'iíiir Alpackn Nærfatnaöur Sheviot Sæn g-nr dú liiir HegnltEípMT, karla og kvenna o. m. fl. Marteirin Eiriarssori & Go. Laugaveg 44. ÞJÓÐÓLFUR kemur út eiuu sinni í viku. Kostar til ársloka kr. 4,00. Gjald- dagi fyrir lok júlimánaðar. Afgreiðslu annast Björn Björnsson bókbindari, Laugaveg 18, simi 286. íslenzkt stjórnarfar og þingræði. (Viðbætir). 1 seinasta blaði »Þjóðólfs« , var farið nokkrum orðum um ólag á íslenzku stjórnarfari, og reynt að gera grein fyrir orsökum þess, að svo miklu leyti sem slíkt verður gert í stuttri blaðagrein. Vera má, að einhverjir mis- skilji mál blaðsins og skoðun á þessu efni, og leiði þá álykt- un af greininni, sem höfundur hennar sé þingræðisstjórn og lýðveldi yfirleitt mótfallinn. En því fer fjarri. Það er trú hans, að lýðveldisstjórn og þingræði sé skásta stjórnarfyrirkomulagið, sem til þessa hefir verið reynt, enda er ekkert eðlilegra, en að þjóðirnar stýri sér og málefn- um sínum sjálfar, — slíkt er jafn-eðlilegt og að einstakling- ar, er komnir eru til vits og ára, ráði sjálfum sér og fé sínu. Er og ekki auðfundið ráð til eflingar þroska þegns og þjóðar, ef sjálfstjórn og frelsi fá ekki aukið framþróun þeirra, veitt hæfíleikum þeirra vaxtar-skilyrði. Á hverju eiga hæfíleikar að vaxa, ef ekki á notkun þeirra? En það er sitthvað, að hafa þá skoðun á einhverju fyrir- komulagi, að það sé tiltölulega hið bezta, að betra hafi mönn- um ekki hugsast til þessa, og hitt, að halda, að það sé galla- ítið, trúa þvi, að ófullkomnir menn hafi þar fundið al-full- komið stjórnarskipulag. Margir hinir beztu og vitr- ustu lýðveldissinnar í útlönd- um hafa séð og sjá á^því þver- bresti, og hafa sýnt fram á þá með rökum og dómvísi. En hægara er að benda á brestina en legg ja á ráðin, er kippi því í lag, er aflaga fer, ekki sízt í stjórnmálum. En stjórnarfar það, er þjóðir í þingræðislönd- um heims búa nú við, er samt ekki óbreytanlegt. Enginn vafi leikur á, að því verður breytt og margbreytt á ýmsa vegu, er enginn fær nú gert sér í hugar- iund, þ. e. a. s. ef syndaflóð það, er nú flæðir yfir löndin, drekkir ekki allri siðmenningu í öldum sinum. Og efvér mætt- um snöggvast svifta upp tjald- inn mikla, er hylur oss leik- svið framtiðarinnar, myndi oss fátt þykja meira um vert að kynnast þar, en stjórnarfar það og stjórnarhættir, er þá væru fundnir og tíðkuðust á því hinu æðra og fegurra sjónsviði. Tvent skal hér bent á til viðbótar við það, sem ritað var í seinasta blaði. Enskur vitringur hefir skrif- að eitthvað á þá leið, að það sé furðulegt, að maður, sem ætlar að verða skósmiður, verði að búa sig undir iðn sína ár- um saman; en þingmaður, maður, sem taka á þátt í stjórn heillar þjóðar, þarf ekki að búa sig neitt undir starf sitt. Enn meiri furðu gegnir það, að ekki er krafizt neinnar þekkingar né reynsluskilyrða ^af þeim, er falin eru æðstu völd þjóðfélags og ríkis. Eg veit ekki belur en þeir, er stýra vilja bifreið, verði að sýna skírteini þess, að þeir kunni nokkuð fyrir sér í starfi því, er þeir takast á hendur. í bifreiðum hér sitja þó vana- lega ekki nema fjórir menn. auk bifreiðarstjóra. En þeir, er stýra eiga þjóðfélags- vagninum, *þurfa engin kunn- áttu-skirteini að sýna. Af þeim er ekki heimtað, að þeir sýni nokkur skilrilci þess, að þeir hafi minsta vit eða þekk- ing á því vandastarfi, er þeim er trúað fyrir, og þúsnndum og tugum þúsunda og niðjum þeirra ríður á, að vel sé gegnt. Æðstu stjórnarstörf má t. d. bæði fela mönnum, sem eru ekki komnir á bezta starfs- aldur eða eru komnir af hon- um, og bersýnilega er stórum aftur farið, sem reynslan sýnir. Það er merkilegt, að þess er ekki svo mikið sem krafizt af þing- mönnum þeim, sem ráðherrar verða, að þeir hafi selið tiltek- inn árafjölda á alþingi, og öðl- ast þann þroska og þá reynslu, er mönnum hlýtur að vaxa á þingstörfum, þ. e. a. s. þeim, er stunda þau af alúð og á- huga. Og alþingi virðist hafa tilhneiging til að hampa þeim hæst, er skamma stund hafa átt þar sæti, hvort sem það stafar af því, að það hefir ótrú á allri reynslu, eða það kemur til af hinu, að gömlu þing- mennirnir þyki ekki að góðu reyndir, og þvi sé heldur ein- hvers að vænta af óreyndum. Þessari venju hlýtur mentuð framtíð að breyta. Hún heimt- ar áreiðanlega einhver tiltekin þekkingar- og kunnáttuskilyrði af þeim, er stýra eiga heilli þjóð. Vonandi skilur enginn þetta svo, sem ég haldi, að stofnað verði til sérstaks ráð- herraprófs með einkunnagjöf- um og þess háttar. En ef til vill verður heimtað, að sá, er vill taka að sér þetta eða hitt ráðherrastarf, hafi gegnt þessu eða hinu starfi tiltekinn tíma, líkt og skipstjórar verða að hafa stundað sjómensku nokk- urn tima, áður en þeir verða yfirmenn. Vera má og, að þLng framtíðarinnar láti foringja sina keppa um sæti, ekki á ólikan hátt og gert er, þá er menn keppa um kennarastöður við háskóla,fáiþeimeitthvert stjórn- arefni eða stjórnmál að kryfja til mergjar. Og svo gæti farið, að þetta reyndist samt ekki einhlitt, því að með þessu móti væri ekk- ert fulltrygt um siðferðishæfi- leika stjórnenda og ráðherra. En vera má, að framtíðinni hugsist hér ráð, er nútíðar- mönnum hugkvæmisl ekki, það er þeir geta ekki svo mikið sem rent grun í. Annað má og henda á. Einn gallinn á þingræðisstjórn hér á landi er ábyrgðarleysið, er stafar af fjölræði, að margir hafa völdin. Próf. Ágúst Bjarna- son hefir skrifað fróðlega grein um Woodrow Wilson, forseta Bandaríkjanna, í seinustu Ið- unni. Hann segir þar frá því, að forsetinn hafi sagt í ræð- unni, þar sem hann mælti með stríði á hendur Þjóðverjum, að það yrði að tryggja lýðveldis- hugsjónunum heiminn, og að hann hafi fagnað stjórnarbylt- ingunni í Rússlandi. Prófess- ornum dettur í hug, að óhlut- dræg saga hafi glott, er forset- inn mælti þetta, því að á samri stundu gerðu rás atburðanna og stjórnarskipulag Bandaríkj- anna forsetann sjálfan einn hinn áhrifamesta einvalda, er sögur fara af. Það má þó telja mjög vafasamt, að sögunni hafi þótt slíkt broslegt né ósamþýð- anlegt lýðveldisstjórn og lýð- veldishugsjónum. Hver veit, nema hér bóli ofurlítið á stjórn- arskipulagi framtíðarinnar? — Hver veit, nema framtiðar-þing feli einstökum mönnum meiri völd og framkvæmdir um nokk- urt skeið, í stað þess að vér felum þau nefndum, ráðuneyt- um og alls konar »ráðum«, er mögnuð eru allri ábyrgð til falls, en stjórninni til aðstoðar. Slikt er þjóðræði með öllu hættu- laust, þar sem alt af má taka völdin af hverjum stjórn- anda, er kjörtími lians er lið- inn. Og þá ættu framkvæmdir allar að geta gengið greiðara. Og þá er hægt að snúa rétt- mætri reiði á hendur einhverj- um einum, ef illa fer. Og þá kemur slíkt aðgagni, erskömm- inni af illa hugsuðu ráði eða skaðlegri stjórnarframkvæmd er ekki skift meðal margra, svo að »sætt verði sameigin- legt skipbrot«. Með þessu móti yrði ábyrgð meiri en svipur einn og »innantóm« orð, er hún skellur á einum. Allra síð- ustu ár hefir öll stjórnarábyrgð hér ekki verið nema hljóm- andi málmur og hvellandi bjalla. Og það er ef tif vill í bili háska- legasti gallinn á stjórnarfari voru. Því að eins að stjórnmála- mönnum og valdsmönnum verði fengin meiri völd í hend- ur en þeim er nú á landi hér, geta þeir og fyllilega sýnt, hvað i þeim býr, náð fullkomnum þroska. Ef Wilson hefði ekki orðið sama sem einvaldur, hefði aldrei komið í Ijós, hvílík ham- hleypa hann er, eins og Ágúst Bjarnason kallar hann. Og fyrir bragðið er saga Bandaríkjanna, ef til vill, einum manni auðugri, þeim er Vesturheimur segir sögu af um ókomnar aldir.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.