Þjóðólfur - 06.04.1918, Blaðsíða 3
' ÞJÓÐÓLFUR
11
þeim mun fyrr lokið«, dirfist
hann að rita.
Er hægt að hugsa sér, að með
þjóð vorri væru til menn, er
tækju slíku með alvöru og
sýndu þessari hýenu þann sóma
að ræða málið?
Svona er alt orðalag grein-
arinnar. Hann kveður t. d.
Norðurálfu ekki hafa reynt
slíkt dýrsæði siðan á dögum
Atla Húnakonungs.
Annars er hræðilegt að lesa
lýsingar Lotis á eyðingum
stríðsins og skemdum af þess
völdum. Hann kom að sykur-
verksmiðjum í Norður-Frakk-
landi. Múrarnir lágu brotnir á
jörðu, en véluin, kötlum og
ásum, er tókst ekki með öllu
að eyða, var rótað saman í
heljar-mikla hrúgu. Af kirkju
einni stóð ekki annað eftir en
aftasti steinveggur. Á leið inn
í bæ einn má sjá furðu-margar
og stórar járnhrúgur, og í þess-
um smáfjöllum getur að líta
alls konar hluti og þing, ofna,
eldhúsgögn, skekt og skemd
járnrúm, þar á meðal mörg
barnarúm.
Kjörum fólks í herteknum
héruðum Frakklands lýsa tvær
fyrirskipanir þýzkra hershöfð-
ingja, er prentaðar eru í ritl-
ingi Lotis, bæði í danskri þýð-
ingu og á frönsku (prentmynd
af auglýsingunum á frönsku),
svo að ólíklegt er, að þær séu
tilbúningur Frakka. Önnurhug-
lýsingin er dagsett í Holnon
20. júlí 1915 og hljóðar svo á
íslenzku í lauslegri þýðingu :
Allir verkamenn, konur og
börn, sem eru ekki minna en
15 ára, eiga að starfa að akur-
vinnu hvern dag, lika sunnu-
daga, frá kl. 4 um morguninn
til kl. 8 að kveldi (franskur
tími).
Tómstundir: Hálf stund að
morgni, ein stund um hádegi,
hálf stund síðdegis.
1) Verkamönnum þeim, er
reynast tregir til vinnu, verður
skipað í sérslakar verkamanna-
deildir, er verður fenginn her-
mannaskáli til dvalar í, og
undir umsjón þýzkra undir-
hershöfðingja.
Efiir uppskeruna verður
slíkum verkamönnum varpað
í 6 mánaða fangelsi; þriðja
hvern dag verður fæðið ein-
göngu vatn og brauð.
2) Vanrækslusamar konur
verða sendar til Holnon til
að vinna.
Eftir uppskeruna verður
slikum konum varpað í sex
mánaða fangelsi.
3) Lötum börnum verður
refsað með barsmíðuin með
sfaf (Coups de báton, Stokke-
slag).
Auk þess áskilur höfuðs-
maðurinn sér rétt til að refsa
verkamönnum, nefndum í 1.
lið, með 20 stafshöggum dag
hvern.
Verkamönnum úr sveitinni
»Vendelles« verður harðlega
hegnt.
Gloss.
Herstjórnin.
Festist upp!
Hin sldpunin frá herstjórn
Þjóðverja til íbúa hernuminna
héraða Frakklands, sem prent-
uð er i nefndum ritlingi Lotis,
er á þessa leið í íslenzkri þýð-
ingu:
Herskipunarráðið í Noyon.
Tilkynning til almennings.
Samkvæmt fyrirskipun yfir-
herstjórnarinnar er lýðnum
hér með kunngert, að öllum
karlmönnum meðal hans, sem
náð hafa 12 ára aldri, ber að
heilsa kurteislega öllum her-
foringjum í her Þjóðverja, og
liið sama öllum embættismönn-
um með herforingjatign og
taka ofan.
Höfuðsmaðurinn hefir fengið
vitneskju um, að þrátt fyrir
tilskipanir eru þeir margir, og
einkum meðal ungra manna,
sem heilsa ekki, eða gera það
ekki á tilhlýðilegan hátt.
Fyrir þvi er lýðurinn beðinn
að hegða sér nákvæmlega
samkvæmt ofanskráðri iýnir-
skipun, svo að komist verði
hjá óþægindum.
Noyon 12. maí 1916.
Höfuðsmaðurinn.
Loti endar bækling sinn
þannig:
»Og þér hlutlausar þjóðir,
sem blygðist yðar ekki fyrir
að þola það, að slík andstygð
gerist, sem raunar hefir það
markmið að ráðast síðar á yð-
ur sjálfar — komið hingað og
reikið um á rústum vorum,
— sem eg verð að ætla, að
þér hugsið yður ekki eins
hræðilegar og þær eru, því að
það er yður hin eina afsökun
fyrir afstöðu yðar.
Eg þarf ekki framar að segja
við Ameriku: Komdu! Því að
þeir eru á leiðinni og fara hið
glæsilegasta af stað. Þeir koma
með gull, hermenn og sprengi-
efni til hjálpar siðmenning og
frelsi.
Bandarikjamenn eru miklu
aðdáunarverðari en þær þjóðir,
er lengst hafa gætt hlutleysis í
Norðurálfu, þá er þeir loks
réðu með sér að ganga i lið
með oss, því að þeim var að
eins ógnað úr fjarska. Úthafið
lilífði þeim, að minsta kosti
um hríð, gegn þýzkum sæ-
ferlikjum og þreififærum þeirra.
Og þá er þeir nú hafa hafizt
handa, ryðst þar út dýrleg
gremi, hrein og dýrleg réttlætis-
tilfinning og skyn á boðorðum
þess.
Þá er ég var síðast staddur
hjá Vesturheimsmönnum, stóð
Austurheimssál minni stuggur
af nýtizku-brögðum þeirra,
gróða-bralli og framfara-sótt.
Ef til vill var það sök mín, er
ég gat ekki séð né skilið, að
þeir gætu af sér sýnt slíka ó-
eigingirni og hugsæi. Ég bið |
þá að fyrirgefa mér og leyfi
mér hér með að tjá þeirn með
lotningu hina dýpstu og alúð- i
arfylstu aðdáun þjóðar vorrar. |
Iimlendar fréttir
og tíningur.
Bókmentir. Lögrétia segir, að
út komi í vor saga eftir Einar
Hjörleifsson Kvaran, er heita á
»Sambýlið«, nútíðarlýsing. Einar
er og að snúa á íslenzku einni
hinni frægustu skáldsögu franska
skáldsins Viclors Hugo, »Aum-
ingjunum« (Les Miserables).
Von er og á sögu eftir Jón
Trausta, er heita á »Bessi gamli«.
Radínm-kaupin. Sagt er, að
vel gangi söfnun peninga til
Radíum-kaupa, og að von sé
um, að nægilegs fjár verði aflað
til þeirra um sumarmál.
Því hefðu víst fæstir trúað, ef
spáð hefði verið fyrir einum
áratug, að hægt yrði að safna
slíku fé saman á jafnstuttum
tíma og raun ber nú vitni. Sýnir
þetta, hvílíkur auður mönnum
hefir græðst bér á landi á sein-
uslu árum, miklu meira en nokk-
urn liefir dreymt um, eða þorað
að gera sér vonir um, að minsta
kosti svo fljótt.
Lögrétta flytur grein um rad-
íum í næstseinasta bl., eftir Guð-
mund Thoroddsen, lækni í Kaup-
mannahöfn.
Dáinn er nýlega hér í bæn-
um Hans Andersen, verzlunar-
maður, sonur H. Andersens heit-
ins klæðskera og bróðir Lud-
vigs Andersens klæðskera. Bana-
mein hans var lungnatæring. —
Hann var maður á bezta skeiði
aldurs.
Kvæntur var hann Halldóru
Guðtnundsdóttur frá Eyrarbakka,
systur Guðm. Guðmundssonar
kaupfélagsstjóra.
Bæjarskrá Reykjavíkur 1918
er nú nýverið koinin út. Úfgefandi
er Ólafur Björnsson ritstjóri. Er
þessi bæjarskrá hin áttunda í
röðinni. í henni geta allir Reyk-
víkingar, sem eru átján ára að
aldri eða eldri, séð uafn sitt á
prenti.
Margs konar fróðleikur er í
skrá þessari, sem gott er að vita.
Þar er skrá félaga og stofnana.
Er þar sagt, hvenær opin séu
söfn og opinber hús og þess
háttar. Er því auðsætt, að oft
getur verið þægilegt að hafa
hana sér við hönd.
Sveitamenn geta og haft af
henni mikið gagn, ekki sizt í
þeim sveitum, er mikil viðskifti
eiga við Reykjavík.
Tíðin hefir verið ágæt þessa
viku, þangað til í gærkveldi, að
ekki var lengi að breytasl veð-
ur í lofti, og alt í einu hvesti
með kulda og frosti.
Alþingi verður sett á mið-
vikudaginn kemur, en búizt við,
að það standi til mailoka.
Hannes Hafstein getur ekki
setið á næsta þingi, sökum
heilsulasleika. Fór hann utan
fyrir jólin til lækninga, en fékk
þar enga bót veikinda sinna.
Frétzt hefir, að Sigurjón bóndi
Friðjónsson, fyrsti landkjörinn
varaþingmaður Heimastjórnar-
manna, sé á leið hingað suður,
og leiti úrskurðar þingsins um,
hvort hann skuli talca sér sæti
á þingbekkjum. Eru ákvæði
stjórnarskrárinnar ekki algerlega
ljós um þetta, að áliti sumra
fróðra manna.
Fordæmi eru sögð til þess frá
fyrri tíð, að menn hafa fengið
sér goldinn ferðakoslnað úr
Landssjóði, er þeir hafa farið
til Reykjavíkur í sömu erindum
og hr. Sigurjón Friðiónsson,
Trúlofuð eru ungfrú Ingunn
Eggertsdóttir (prests og alþm.
Pálssonar á Breiðabólsstað í
Fljótshlíð) og Óskar Thoraren-
sen (sonur Þorsteins heitins
Thorarensens) á Móheiðarhvoli
á Rangárvöllum.
Enn fremur eru lofuð slúdent
ungfrú Áslaug Zoéga (rektors)
og Hallgrímur Benediktsson
stórkaupmaður.
V estur-Skaf taf elltsýsla er veitt
Gísla Sveinssyni lögtnanni og
alþm., og ílytur hann búferlum
austur í sýsiur sinar þegar eftir
þinglausnir. Auk hans sóttu um
sýsluna þeir Sigurður Lýðsson
og Páll Jónsson háskólalögfræð-
ingur.
Njörður kom hingað frá Bret-
landi 1. apríl eftir óvenju-flióta
ferð. Aflann hafði skipið selt
þar fyrir 6915 sterlingspund
(yfir 100 þús.), hæsta verð, sem
nokkurt íslenzkt skip hefir fengið
fyrir afla sinn í Bretlandi.
Njörður haíði þónokkuð af
kolum meðférðis og fór fljótt út
á fiskveiðar. (Eftir Morgunbl.).
Bæjarfógetaembættinu hér í
Reykjavík hefir nú verið tvískift.
Heitir annað þeirra bæjarfógeta-
embætti. Það er veitt Jóhann-
esi Jóhannessyni, sýsluinanni og
alþin. á Seyðisfirði. Hitt er kall-
að lögreglusljóraembætti, það er
veitt er Jóni Hermannssyni skrif-
stofustjóra.
Jóhannes bæjarfógeti er ókom-
inn til embættis síns, er á leið-
inni með »Lagarfossi«.
Landspítalaajóðnum gaf hluta-
félagið Bragi (botnvörpnngafélag)
2000,00 kr. nú í vikunni.
Bæjarbruni, Óskemtilega
páskadagsnótt átti fólkið á Dæli
í Fljótum í Skagafjarðarsýslu.
Kom þá upp eldur í bænum og
brann hann til kaldra kola, en
heimamenn komust með naum-
indum út. Tvær kýr köfnuðu,
því að fjósið var áfast bænuin.