Þjóðólfur - 06.04.1918, Side 2

Þjóðólfur - 06.04.1918, Side 2
10 ÞJÓÐÓLFUK Um fráfærur hefir Sigurður Sigurðsson riiað í 12. tölubl. „Tímans“ þ. á. og I). B. hefir - ritað um sama efni í „Morgunblaðið" frá 24. rnarz næstl. Eg tel það ekki illa farið, þótt blöðín veki máls á þessu og hvetji bændur til þess að mjalta ær sinar næsta sumar, jafn-dýrt og erfitt og það er nú, að ná í og hagnýta hér erlenda matvöru. En í þessu máli sem öðrum málum, verður að rita og tala og fram- kvæma með sanngirni og þekk- ingu, ef vel á að fara. D. B. áætlar, að smjörið úr hverri á fráfærðri mundi nema 5 pundum yfir sumarið. Sigurður Sigurðsson áætlar í sinni grein, að meðal-ærnyt muni vera um 40 kg., og að 1 kg. smjörs muni fást. úr hverjum 15 kg. mjólkur. Kemst hann þá að svipaðri niðurstöðu og D. B. Eg hygg, að hér sé ærnytin og smjörið áætlað um of, og að meðal- lagið af mjólkinni megi ekki vera meira en 30 kg., og smjörið þá um 2 kg. eftir hverja á. Það var og er gömul venja að svara 7 mörkum af smjöri eftir ána yfir sumarið, þar sem mál- nyta er þó vel í meðallagi, eins og t. d. í Þingeyjarsýslum. Svo ber þess að gæta, að þegar mjólka á ær, sem undanfarið hafa gengið með dilkum, verða þær nytlægri, bæði sökum þess að þær eru þá óvanar því að vera mjaltaðar, og líka vegna hins, að þær mundu illa una ófrelsinu og verða óspakar. D. B. leggur til, að stjórnin hér fyrirskipi „fráfærur á nœsta sumri um land, alt, og gangi strangt eftir, aö þeirri fyrirskipun sé hlýtt“. Hér er að mínu áliti tekið of djúpt í árinni. Þrátt fyrir dýrtiðina mundu þó margir bændur hafa óhag af því, að færa frá. Á sumum stöðum er málnyta svo rýr, að ærnar mjólka ekki meira til jafnaðar en 16—18 kg. Og sízt mundi þetta verða meira nú, þar eð á þessum stöðum hefir ekki verið fært frá til margra ára. Ofan á þessa lé- legu málnytu mundi það svo bæt- ast, að ærnar yrðu miklu rýrari að hausti — því að þar sem er mjög lélegt land til málnytu eru kvíaær magrar á hauatin — og þyngri á fóðri næs|a vetur, og gæfu því lakari lömb hitt árið, ef þær fengju ekki því betra fóður. Ullin af þeim yrði og minni. Auk þessa mundu verða óspakar þær ær, sem vanar væru að ganga í afrétti, og dýrt að hirða um þær um há- sláttinn — óg svo hagalömbin að haustinu miklu rýrari en dilkarnir hefðu orðið — og á mörgurn stöð- um mundi maturinn verða minni með fráfærum en án þeirra. Nefna mætti fleira, sem sýnt gæti, að þessi hugmynd um að skylda alla bændur til að nytka ær sínar á næsta sumri á sér með réttu enga lifsvon. Hjá báðum þessum háttvirtu höfundum kemur það í Ijós, að { þeir telja fráfærurnar arðvænlegar | og líta j^fnvel svo á, að bændur hafi lagt þær niður í hugsunar- leysi, þar eð höf. búast ekki við að bændur tækju þær upp, þótt hagsvon væri þar sjáanleg, nema hið opinbera skerist í leikinn. Mér finst það móðgandi fyrir bændur, þegar menn úr öðrum stéttum viJja fara að kenna þeim vísdóm í þeim greinum, sem bændur þekkja jafn vel til og þess, sem hér um ræðir. Og þó tekur út yfir alt, þegar borin er fram sú fjarstœða, að skylda bændur til að vinna þau verk við bú sín, sem þeir hafa óhag af. Höfundarnir telja, að fólksleysið í sveitunum hafi verið aðal-orsök þess, að bændur hafi lagt niður fráfærur og treystist ekki að byrja á þeim aftur. En ástæður bænda til þess að hafa lagt niður fráfærur eru miklu fleiri, og skal hér getið nokkurra hinna: Vanhöld á kvíám, vöntun á frá- færðum lömbum úr afréttum, óhreysti og vanhöld á gemlingum — og því ástæða til að hafa þá sem fæsta á fóðri, — kvíær fóður- þyngri en dilkar. Málnyta rýr, erfið smalamenska, hækkað kaupgjald, hækkað kjötverð, og afleiðing af því, sem hér er'talið: tap á frá- færunum. Fleira mætti telja, svo að það verði augljóst, að það er fleira en fólksfæð í sveitunum, sem valdið hefir því, að fráfærur hafa lagzt niður á síðari árum. Mjög hagar misjafnt til með fráfærur á bæjum, og munurinn er svo mikill, að á sumum bæjum er stórtjón að fráfærum, en á öðrum bæjum mikill hagnaður við að færa frá. Að lokum skal eg geta þess, að eg tel bað nauðsynlegt, að bændur hugsi til þess að nytka ær sínar á næsta sumri. Allir þeir, sem sjá sér það fært, án þess að hafa óhag af því. 30. marz 1918. Jön H. Þorbergsson. Mentir og frseöi. Sigfús Blöndal, bókavörður í Kaupmannahöfn, dvelur hér í í bænum í vetur og hefir dval- izt síðan í fyrra sumar. Er hann hérað fullgeraorðabókinaíslensk- dönsku, er hann hefir safnað til pg unnið að um 15 ár. Hefir hann haft styrk til verks þessa, bæði af,dönsku og íslenzku fé, og seinasta alþingi veitti 6 þús. kr. styrk til þess. Er það þing- inu lil sóma, að það var svo ósmátækt í þessu efni. Sigfús hefir fengið sér nokkra menn til aðstoðar við starfið, er hann leggur á það síðustu hönd. Eru það þeir Jón Ófeigs- son cand. mag. Holger Wiehe, sendikennari, málfræðinemarnir Anna Bjarnadóttir, Björn K. Þór- ólfsson, Pétur Sigurðsson og Þor- bergur Þórðarson. Orðabók þessi fæst við nýja málið, eða réttara sagt allra nýjasta málið, málið á 19. öld. Pó eru tekin í það sum merki- | leg orð úr eldri ritum. í þessa orðabók Sigfúsar er safnað orðum úr óprentuðum orðabókasöfnum, t. d. orðabók- arsafni Hallgrims Schevings. Sig- fús hefir og fengið til notkunar drög þau til orðabókar, er dr. 1 Björn M. Ólsen, prófessor, hefir gert og er, að kunnugra dómi, mjög vel gengið frá. Smið þessari verður lokið í sumar. Verður bókin þá full- búin, eða að kalla fullbúin, til prentunar. Hitt er aftur óvíst nú, hvenær byrjað verður á prentun, sem um þessar mundir er ákaflega dýr og alt, sem að henni lýtur. Bókin verður mjög stór, verður t. d. mun fyrirferðarmeiri en orðabók Guðbrands Vigfússonar, þótt prentuð verði með sama letri sem hún. Verður því tæp- lega ráðizt í að prenta hana nú í dýrtíðinni, nema til þess verði veittur nokkur styrkur af al- mannafé. Gera má ráð fyrir, að ekki standi á þingi voru að láta af hendi rakna sinn hluta til þess, að bókin komi út hið bráðasta. Okkur liggur á henni sem fyrst. Það vita líklega engir betur en þeir, sem fengizt hafa við til- sögn í móðurmáli voru. Enginn vafi leikur á, að vand- að er til orðabókar þessarar, unnið að henni af alúð og sam- vizkusemi. Er höfundi hennar þess einlæglega óskandi, aðhann hafi »erindi sem erfiði«. F i’ ax ii >-í lf t .s k á 1 d um aðfarir Þjóðverja í Frakklaitdi. Komið hefir út í danskri þýðingu ritlingur um aðfarir Þjóðverja í Frakklandi eftir franska skáldið Pierre Loti, er ekki allfáir íslendingar munu kannast við, því að þeir hafa víst lesið eftir hann ágæta skáldsögu, er gerist að nokkru við strendur íslands (íslands- fiskimaðurinn). Mikið er þjóðahatrið orðið, sem von er til. Það sést vel á þessum bæklingi. Hann ávarp- ar börnin í frönskum skólum í formálanum: »Kæru frönsku smábörnl Eg krefst þess ekki af yður, að þér hefnið yðar hinum megin Rínar, er skift er um hernaðar-hamingju, ellegar að þér gjaldið Þjóðverjum það, er eg segi yður af framkomu þeirra við oss. Nei! Látið hers- höfðingjunum og hermönnum keisarans slíkt eftir. En raunar mynduð þið — lof sé guðil — aldrei geta tengið .slíkt af yður. En eg segi samt: Þér megið aldrei gleyma þvi. Þessir menn í Þýzkalandi eru ekki þess verðir að ganga í bræðralag við yður. Það verðið þér að muna! Ef þeir gera einhvern tíma með lymsku tilraun til þess að koma sér í mjúkinn við yður og inn á heimili yðar, þá lokið dyrum yðar duglega fyrir þeim. Varið yður altaf á þeim sem úlfum eða »vampyrum«. Loti byrjar þannig frásögu sína af ferð um héruð þau, er unnin voru af Þjóðverjum 1917: Stundum saman og svo míl- ilm skiftir er farið yfir alt það, sem ger-ónýtt hefir verið og ekkert frakkneskt ímyndunar- afl hefði getað hugsað sér. Og menn verða að segja við sjálfa sig, að eingöngu þetta sé eftir af vorum fögru héruðum, sem höfðingi þeirra hafði hleypt þeim á. En hvað þau hafa hlotið að vinna, þessi ferlíki í mannslíki, með óþreytandi æði og alveg afskaplegri mannvonzku og hugviti, svo að þau gætu fram- kvæmt svo gífurleg hernaðar- verk, sem augað sér stöðugt, er lengra er farið. Það eru stór svæði lands vors, sem eru ekki framar til. Maður óskar að losast við þessa martröð. Á hverri stundu og við hver vegamót segja menn við sjálfa sig: »Nú hlýt- ur þetta að fara að enda! En — nei! Það endar aldrei! Rústir koma á eftir rústum. Bæir, brýr yfir ár, sveitaþorp og afskektir bændabæir og ein- ir sér — öllu er eytt, sundrað og breytt i ösku. Vörgunum hefir unnizt tími til engu að hlífa. En það hefði nægt að rann- saka sál Germaníu og'lita á sögu Þýzkalands til þess að mega búast við slíku. Fyrir þetta stríð, sem sýnt hefir öllum hugsunarhátt höf- undar þess, skildu margar trú- gjarnar sálir vor á meðal við »þi)zkan iðnað«, þessar þús- undir af verksmiðjum, og þetta ílóð af þýzkum vörum og likj- um (»Simili«), sem um nokkur árvar sent út um heiminn. En það var til iðnaður, sem var mildu þýzkari, miklu greini- legar þjóðlegur, og það var njósnir, rán, ofbeldi og morð. Lesum það, sem heimspek- ingar og helztu menn þeirra hafa ritað. Á hverri síðu má finna vörm fyrir þenna iðnað. Spyrjum árbækur þeirra alla leið frá byrjun tímalals vors: Þeir hafa einkum lifað á nefnd- um iðnaði. Nokkrum mánuðum áður en hófst árás á land vort, er var gerð með svo köldu blóði og djöfullegu ráði, tók »von Bern- hardi« nokkur að sér, eftir hvöt keisarans, að bera fyrir sig all- ar þær ástæður, er fallnar voru til að áfsaka þá glæpi, er herra hans hafði þá i huga með á- settu ráði. »Það er mannúðarmál (Hu- manitetsspörgsmaal) að gera stríðið hræðilegt, svo að því sé

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.