Þjóðólfur - 06.04.1918, Síða 4
12
ÞJÓÐÓLFUR
og
(hvor tegund fyrir sig) í
Vöruhúsinu,
Tjón bóndans í Dæli er metið
á þriðja þúsund kr. Voru sam-
skot byrjuð, er brunafregnin var
símuð, og söfnuðust fyrsta dag-
tnn um 500 kr.
Víðar er gefið vel en i Rvik.
„Fjalla-Eyvindur“ Jóhanns
Sigurjónssonar er kominn út í
danskri skrautútgáfu með mynd-
um.
Arent Clacssen, verziunar-
maður, er orðinn sameigandi í
firmanu Johnson & Iíaaber.
Mjólkurfræði er nýútkomin
eftir Gisla Guðmundsson, gerla-
fræðing, deildarstjóra á rann-
sóknarstofu landsins. Bókin er
tileinkuð minningu Asgeirs heit-
ins Torfasonar, efnafræðings.
Mófélag hefir verið stofnað
hér í bænum. Ætlar það að láta
taka mó upp í Mosfellssveit. —
Enn fremur ætlar bæjarstjórn
að láta taka upp mó í Kringlu-
mýri í sumar.
Höínin. Ekki er alt búið enn
í hafnarmálinu. Oddur Jónsson
í Ráðagerði, er hafnarvarðar-
stöðuna hlaut, hefir nú afsalað
sér hafnsögumannsstarfmu. —
Leggur bæjarstjórn nú til, að
þetta embætti verði ekki veitt,
fyrr en ný lög hafa verið samin
um hafnsögu hér.
í gær birtist grein eftir Krist-
ján Bergsson, skipstjóra, í Morg-
unblaðinu, þar sem hann fer
hörðum orðum um stjórnleysið
á höfninni. Finnur hann að þvi,
að bæjarstjórn flýtti sér að því
að veita leiðsögumanni hafnar-
varðarstöðuna, áður en fullrann-
sakað var, hver átti sök á strand-
inu gufuskipsins »Köbenhavn«,
og án þess að hann losaði sig
við leiðsögumannsstarfið. Kveð-
ur hann bænum íþyngt með
fjölda starfsmanna, er væru al-
gerlega óþarfir, ef hæfur maður
hefði verið skipaður í hafnar-
stjórastöðu. Höfninni geti og
orðið dýrt, ef tjón hljótist á
skipum eða förmurn af völdum
starfsmanna hennar. »Og nú
strax á þessum stutta tíma, sið-
an núverandi hafnarstjóri tók
við stjórninni, er að minsta kosti
ein slík krafa komin, og hafa
þó engin stórviðri komið síðan«.
Annars er merkilegt, hve blöð
og bæjarbúar láta mál þetta og
jafnþungar sakargifíir á hend-
ur stjórn bæjarins lítið til sín
taka, og þó koma árásirnar frá
mönnum, er hér mega gerzt um
vita.
Jörðin Stakkavík,
ásamt eyðijörðinni JHlíO í Selvogs-
lireppi, er laus til ábúðar í næstu fardög-
um. — Semja ber við umráðamann jarðarinnar
Pái Grimsson í Nesi.
Hér með vil ég tilkynna, að ég hefi sett á stofn
fataverzlun í Borg’arnesi,
og mun hún reynast, eins og sérverzlanir yfirleitt,
heppileg í vali með vörur sínar og hafa flest, sem
lýtur að þeirri grein: utanyfir-, nær- og milli-fatnaði,
erfiðisföt, kápur og til fata. Hálstau, frakka, reiðjakka,
sérstakar buxur (moleskin), höfuðföt o. m. íl. Einnig
vefnaðarvörur. Samhliða þessu hefi ég sælgætis- og
:: tóbaksvörur, og ýmislegt smávegis. ::
Yinsamlegast vil ég því vekja athygli manna á verzl-
un þessari, því að ætlun mín er að selja betri og
ódýrari vörur en þeir, sem kaupa þessar vörur
í smáum stýl og vantar sambönd, en ég kaupi
vörurnar í stórum stýl frá beztu verksmiðjum.
Virðingarfyllst
Jónas Kristj ánsson,
Borg’arnesi.
Vatnsaflið vinnur fyrir Sími 404.
bændur landsins. Símnefni: Álafoss.
Klædaverk^midjan
r
„Alafoss44
hefir þá ánægju að geta tilkynt sínum heiðruðu viðskiftavinum,
að hún heldur áfram að vinna í fiiilum ganííi. og getur tekið
á móti afskaplega miklu af ull til vinnu í
lopa, plötn og t>ancl,
fyrir 1 æ g r i vinnulaun en tiltölulega nokkur önnur vinna fæst
unnin hér á landi.
Bændur! hað borgar sig eigi að nota handaflið til að
kemba. Látið Álafoss gera það — þér sparið stórfé með því.
Allar upplýsingar viðvíkjandi flutningum o. fl. fást hjá umboðs-
mönnum vorum.
Sendið því ull yðar strax til Afjgrelöslu vcrksmiðjunnar
á Laugaveg 34, Reykjavík.
Klæðaverksmiðjan „Álafoss", Rvík.
í haiiHí
var mér dreginn móranðnr j
haustgemlingur, 1 vetra, með I
mínu skýra marki á hornum: !
tvírifað i sneitt fr., biti aí't.
hægra, hamarskorið vinstra.
Eyrnamark: biti fr. hægra,
blaðstýft aft., biti fr. vinstra.
Réttur eigandi semji við
undirritaðan um markið og
borgi áfallinn kostnað.
Grjótá í Fljótshlíð 6.—12.—T7.
Sveinn Teitsson.
Útlendar fréttir verða
sökum rúmleysis að bíða
næsta blaðs.
2 kýr,
góðar og fallegar, sem eiga að
bera seint á þessum vetri,
óskast keyptar á næstkomandi
vori.
Bjarnastöðum í Grímsnesi,
4.—1,—''18.
Eyjólfur Sfmonarson,
Ijvitt gelðfngslamb
var mér dregið síðastliðið haust,
sem ekki er með mínu marki.
Mark: tvístýft aft. h., stýft og
gagnfj. v.
Réttur eigandi vitji andvirðis
til mín, borgi áfallinn kostnað
og semji við mig um markið.
Ásgarði 28. des. 1917.
Gnðbjörg S. Guðmundsdóttir.
I Biskupstungnahreppi
hefir verið seld sótrauð hryssa
3 vetra, mark: íjöður fr. hægra.
Útlausnarfrestur til 21. júní
næstkomandi.
Brekku 26. des. 1917.
Björn Bjarnarson
(hreppstjórí).
3 Qrunainaimahreppi
hefir verið seld rauð hryssa
1 vetra, óglögt mark: líkast
blaðstýft fr. h., og líkast gagn-
bitað v.; ait illa gert.
Útlausnarréttur til 16. júní
1918.
Sóleyjarbakka 20. des. 1917.
Br. Einarsson.
Söðlasmíðabúðin
Laugavegi 18 B. Sími 646.
Reiðtygi, aktygi (þrjár tegundir),
allskonar ólar og annað tilheyr-
andi. Rverbakstöskur, hnakk-
töskur, baktöskur. Tjöld. Beisl-
isstengur, munnjárn o. m. fl.
Landsins stærsta og fullkomnasta
vinnustofa í þessum greinum.
Fljót og áreiðanleg afgreiðsla.
Viðskifti víðsvegar um land alt.
Söðlasmíðabúðin, Laugav. 18 B.
Sími 646.
E, Kristjánsson.
Ritstjóri:
Sigurður Guðmundsson.
Sími 709.
Prentsmiðjan Gutenberg.