Þjóðólfur - 20.04.1918, Qupperneq 4
20
ÞJÓÐÓLFUR
FERÐAMENN!
Pe g'ar þið komið til Reykjavíkur og
ykkur yanliagar um
iatnad og vefnaðarvörur
þá skuiuð þið athuga verð og gæði
á þessum vörum í Alisturstr. 1
Asg. G.Gunn/augss.áCo.
Austurstrœti 1.
3, gr. segir, að Maf upphæð
þeirri, er sveitarfélög og bæjar-
félög hafa varið til dýrtíðar-
ráðstafana samkv. 1. gr., skal end-
urgreiða hlutaðeigandi sveitar- og
bæjarfélagi úr landssjóði V3 hluta,
er stjórnarráðið hefxr úrskurðað
reikning hreppsnefndar yfir mat-
væli þau, eldsneyti o. s. frv., er
keypt hafa verið fyrir hreppinn
eða varið heflr verið til niðurfærslu
á vöruverði samkv. 1. gr.“
Þá hefir stjórnin lagt fram frv.
til laga um hækkun á launum
yfirdómenda og skrifstofustjóra
stjórnarráðsins og hagstofustjóra,
er í frv.. er gerður konunglegur
embættismaður. Á dómstjóri að
hafa að byrjunarlaunum 4800 kr.,
er hækki á hverjum þriggja ára
fresti upp í 7000 kr. Yfirdómar-
ar byrji með 5 þús. kr. launum, en
hækki á hverjum þriggja ára fresti
upp í 6 þús. kr. Skrifstofustjórar
stjórnarráðsins og hagstofustjóri
byrji með sömu launum sem yfir-
dómendur og hækki á sama fresti
um sömu fjárhæð, 200 kr., upp í
6 þús. kr.
Enn ieggur stjórnin íyrir þingið
írv., sem ráða á bót á launakjör-
um barnakennara.
Þá er eitt stjórnarfrv. úm „heim-
ild handa landstjórninni til að fyr-
irskipa íráfærur „ásauðar“ (hér
vantar ekki skýrleikann í orðalagi!).
Svar enn
til Lárusar Helgasonar
í • „Þjóðólfi“ útkomnum i dag,
birtist svargrein til mín frá L. H.
I
Jafnvel þótt ég taki mér penna
í hönd til andsvara, finn ég það
vera létt verk og löðurmannlegt,
að eiga orðastað við mann þenna.
í ræðu og riti hefi ég jafnan
heyrt og séð L. H. sem einn aí
„oflátungum þjóðfélagsins". Hann
hrúgar niður stóryrðum og sleggju-
dómum um menn og málefni, en
órökstutt og útþanið af gorgeir
þeim, sem fylgir fávitringum og
fáfræðingum, er þeir viija gera
sig að leiðtogum lýðsins.
Jj. H. þykir hlýða að byrja grein
sína á því að gefa í skyn, að
hann sé mjög bundinn nauðsyn-
legum störfum, bæði í höfuðstað
landsins og heima fyrir, og gefur
þá um leið að skilja, hversu mað-
ur þessi hyggur sjálfan sig vera
„mikla stærð“.
Eg er nú sannfærður um, að
höfuðstaður landsins, með öllum
sínum stoínunum, misti einkis,
þótt L. H. léti aldrei sjá sig þar.
Og að hann sé nauðsynlegur sem
einn eftirlitsmaður við miðstöð
Sláturfélags Suðurlands í Reykja- <
vík, virðist mór mjög hlægilegt.
Ijandið og þjóðin mundi og held-
ur einkis missa, þótt L. H. sæti
ávalt heima að búi sínu; það
mundi honum fyrir beztu sjálfum.
Og ef hann svo bætti ráð sitt frek-
ar og léti aldrei hér eftir sjást
neitt eftir sig á prenti, bættist hag-
ur hans að því leyti, að hann gerði
sig þá ekki lengur hlægilegan og
ómerkilegan fyrir fávizku sína og
hleypidóma. Hér skal vikið nán-
ar að þessu.
Þar sem L. H. í þessu svari
sínu fárast yfir, að eg skuli í grein
minni til hans hafa líkt rithætti
hans við rithátt hinna fávitru,
bætir hann við þessari klausu:
„Þessi ummæli hans læt eg mér
í léttu rúmi liggja, og það því
fremur, sem eg hefi ekki orðið
var við þessa „alla skynbæru
menn“, nema ef þetta á að skiij-
ast svo, að J. H. Þ. telji sig vera
fyrir þessa „alla“. Eg spyr les-
endur Þjóðólfs: er ekki þetta hlægi-
leg endileysa?
Þá kemur L. H. að því, að með
vottorðum „fleiri manna“ megi
staðfesta þá umsögn sína, að lengra
hefði verið íarið við ullarmatið í
Vík 1916, heldur en gildandi reglu-
gerð benti til. Sér er nú hver
fávizkan! L. H. álítur þá, að það
hefði eitthvert gildi, ef hann basl-
aði saman einhverri vottorðs-endi-
leysu, sem hann klóraði nafn sitt
undir og gæti ef til vill „veitt“
nokkur nöfn þar með, og þá lík-
lega þeirra manna, sem, eins og
hann, skildu ekki, hvað með væri
verið að faya. Mér er sem eg
sjái L. H. sitjandi og láta brýmar
síga við samning þessa vottorðs(H).
Jj. H. setur þessu næst fram
all-langa klausu um það, hvernig
átt hefði að haga ullarmatinu, er
byrjað var á því. Má þar gerla
sjá og skilja, til hvers hann hefir
þá ætlast af okkur ullarmatsmönn-
um. Hann hefir ætlast til þess,
að við höguðum okkur við ullar-
matið „eins og þá stóð á með
verzlun“ — eins og hann sjálfur
kemst að orði —, en ekki eftir
lögum og reglum, sem við vorum
og erum eiðsvarnir að fylgja.
En þegar L. H. kom ekki sinni
uli að í Vík 1916, í trássi við lög-
in, fullyrðir hann, að við höfum
brotið lögin um úllarmat og virt
að vettugi reglur um hið sama.
Þetta er hvorttveggja í einu:
grunnhygnislegt og ódrengilegt.
Þá fjölyrðir L. H. um það,
hversu lítið af Víkur-ullinni hafi
náð 1. flokki 1916. En 1. flokks
ullin þar var mikil þá, saman bor-
ið við það, sem varð á öðrum
stöðum, eins og greint er frá í
fyrra svari mínu til L. H.
Eg hefi aldrei hælt mér af því,
að það hafi verið mér að þakka,
hversu lítill verðmunur varð á 1.
og 2. flokki ullarinnar, jafnvel þótt
sendimaður brezku stjórnarinnar
— sem hafði það mál með hönd-
um —„leitaði álits míns um verð-
mun þenna.
Að eg hafi hagað mér öðruvísi
við ullarmatið 1917 heldur en 1916,
er, eins og annað, tilhæfulaust og
órökstutt mas hjá L. H.
L. H. telur mig ósannindamann
að því, að hann hafi sagt mér,
að ullarmatsmennirnir í Vík hafi
talið, að megnið af þessari þrætu-
ull þeirra hafi átt heima í 2. flokki.
t. H. minnist þess sennilega, að
hann skýrði mér frá þessu í sima,
þótt hann nú beri fram hið gagn-
stæða. En eg hefi aldrei fullyrt,
að ull þessi hafi verið skoðuð öll
fyrr en í Reykjavík af ullarmats-
mönnunum þar. En þá sýndi hún
sig eins og hún var: að mestu
leyti slæm 2. flokks ull.
L. H. skorar á mig — með
miklum mannalátum —, að koma
með „gild rök“ fyrir þeirri aðdrótt-
un, að gremja hans út af ullar-
matinu hafi stafað af því, að hann
fékk ekki eins mikið fyrir sína
slæmu ull og þeir, sem höfðu
góða ull.
Jafnvel þótt L. H. beri sjáan-
lega lítið skyn á, hvað „gild rök“
eru í raun og veru og hvar þau
á að hafa í ritmáii, skal eg benda
bonum á, að hann hefir hér tekið
af mér ómak, þar sem hann í
grein sinni skýrir frá, að hann
hafi metið ull sína heima 1916,
og það sem hann tók til í 1. flokk
vildu ullarmatsmennirnir ekki við-
urkenna sem slíka og varð því að
láta mikið af þeirri ull í 2. flokk.
Nú er það lýðum Ijóst, að 2.
fiokks ull er í lægra verði, og það
veit eg, að lesendum Þjóðólfs er
orðið kunnugt, að gremja L. H.
út af ullarmatinu stafar hór frá.
L. H. víkur að því, að eg hafi
í svari mínu til hans tilgreint
hann með ferkantað höfuð. Eg
hefi engu við það að bæta öðru
en því, að mér finst honum farast
það einna bezt, að rita um fer-
kantað höfuð á sjálfum sér.
Annað í þessari svargrein I,. H.
er enn fátæklegra en það, sem vik-
ið hefir verið hér að. Og flestu því
mun eg áður hafa svarað hér í
blaðinu og get vísað til þess.
Að endingu skal þess getið, áð
nú læt eg lokið ritdeilum við L.
H. um þetta efni. En láti hann ekki
af því að bera út um mig óhróð-
ur og staðlausa stafi, skal eg næst
tala við hann í gegnum lögin.
Staddur í Reykjavík. 13. apríl 1918.
Jón H. Þorbergsson.
Aths. Deilum þeirra J. H. Þ.
og L. H. um þetta efni er nú
lokið í Þjóðólfi. Bitstj.
Ritstjóri:
Sigurðnr Gudinundsson.
Sími 709.
Prentsmiðjan Gutenberg.
Innlendar fréttir
og tíningur.
Prófastar eru nýorðnir þeir
síra Kjartan Helgason í Hruna í
Árnesþingi og síra Eggert Pálsson,
alþm. á Breiðabólsstað, í Rangár-
þingi.
Svani, Breiðafjarðarbátnum,
tókst björgunarskipinu Geir að ná
út og kömast með hingað til við-
gerðar.
Póstferðir í loftinu eru nú
komnar á í Noregi. Hafa Norð-
menn til þeirra 30 flugvélar. Hve-
nær byrjum við íslendingar að
nota þær til slíkra flutninga?
Eftir hverju er hér beðið?
Clullfoss (skipstj. Sigurður Pét-
ursson) kom frá Vesturheimi á
mánudagskvöldið. Meðal farþega
var Matthías Ólafsson alþingis-
maðnr.
Björn prófessor Ólsen biðst
undan endurkosningu í forseta-
stöðu Bókmentafélagsins á næsta
vori sökum vanheilsu. Lurfa fé-
lagsmenn því að fá sér nýjan
forseta í stað hans. Þyrfti betur
að vanda til þeirra kosninga en
títt hefir verið um ýmsar kosn-
ingar og val í vandastöður á
landi hér.
Fullyrt er, að dr. Björn Ól-
sen muni og beiðast lausnar frá
prófessorsembætti sínu innan
skamms. Er það skaði íslenzk-
um vísindum og fræðum, að
þau njóta ekki lengur starfs-
krafta hans og lærdóms.
Dr. Sigurður Nordal er sjálf-
kjörinn eftirmaður Ólsens við
háskólann.
Danskur verbfræðingur hefir
nú verið fenginn til aðstoðar vega-
málastjóra landsins, hr. Geir Zoéga.
Er það merkilegt, er sækja þarf
verkfræðing til Danmerkur. En
vonandi fjölga íslenzkir verkfræð-
ingar svo innan skamms, að þessi
nýskipaði aðstoðarmaður vegamála-
stjóra verði fyrsti og seinasti Dani
í þeirri stöðu.
Síra Magnús Helgason, skóla-
stjóri, er dvelur í Birtingaholti í
vetur, hefir flutt þar eystra alþýðu-
fyrirlestra, og verið gerður góður
rómur að.