Þjóðólfur


Þjóðólfur - 10.07.1918, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 10.07.1918, Qupperneq 4
68 ÞJÓÐÓLFUR Arni Eiríksson. Heildsala Smásala. Talsími: 265. Pósthólf 277. Yeínaðarvörur, Prjónavörur mjög’ f jölbreyttai*. Saumavélar með hraðhjóli. Verksmiöju- ábyrgð til 5 ára. Smáyörur er snerta saumavinnu og hannyrðir, Þyotta- og hreinlætisTörnr, beztar og ódýrastar. Gosdrykkja og aldinsafagerðin ,SAN1TAS‘ í Reykjavík mælir með vörum sinum. Notar að eins n^7 aldini og beztu efni. Alt vatn er dauðhreinsað og jafnan gætt hins mesta hreinlætis í hvívetna. Guðrn. Björnson, landlæknir, er eftirlitsmaður. Spyrjist fyrir um verð og biðjið um s5rnis'norn. (Brödr. Braun) er bezt Kostar kr. S.C50. Verzlun Andrésar Jónssonar, Eyrarbakka. ónotalega í stúf við fjárhús og hlöður, er gerð eru úr torfi. Þeim öllum, er torfbæjum unna og sjá eftir þeim, verður það því víst fagnaðarefni, að útlendur húsa- gerðarmeistari hefir talið þá að nokkru nýta og fagra, og að hann er þeirrar skoðunar, að þróun í þessum efnum, „hefir framleitt frækorn, er ný íslenzk bygg- ingarlist getur sprottið upp af, ef vel er að farið". Hann ritar svo: „Bæði í grunnmynd og hinu ytra sniði torfkirkjunnar og hins gamla íslenzka bæjar eru fyrirmyndir, gotnesks uppruna og eðlis, er sem bezt má nota við ætlunarverk og byggingar í framtíðinni. Hinir traustu þykku hliðveggir og sund- greindu gaflar með hvössum þök- um eru ágætur grundvöllur til að reisa á fyrirmyndir til bygginga með þjóðlegu sniði og í samræmi við landslagið". Hr. Rávad hefir orðið þess var, að íslendingar hafa litla trú á, að nokkuð geti sprott- ið af islenzkum listfræjum, er ræðir hér um. „Eg hefi reynt að tala við ungan íslenzkan lista- mann, um notkun hinna gömlu þjóðlegu fyrirmynda, er eg gat áður, en hann veikst undan, rétt eins og sá, sem á tal við mann með sérkreddum þeim, er hann þekkir, en vill ekki sjálfur láta leiðast út í“. Hr. Rávad gerir meira en benda á, að bæir og kirkjur geymi vísi þjóðlegrar húsagerðarlistar. Upp- drættir fylgja ritlingnum, er sýn- ir, hversu honum kemur í hug að byrja megi. Þar er t. d. framhlið á kirkju, klukkuhlið og sveita- bær. Hann gerir ráð fyrir, að klukkustöpullinn verði reistur yfir sáluhliði. „Þessi stöpull er í raun og veru ekki íslenzkur að uppruna, en það er ekki nema eðlilegt, að í hliðinu sé dyraumbúningur (dyra- stólpar), sem sé gerður svo hár, að klukkurnar geti hangið þar; með þessu má sneiða hjá erfið- leikum á eðlilegan hátt; turn með spíru upp úr á svo lítilli kirkju getur ekki samrýmst við kröfur listar- innar“, segir hr. Rávad. Ritstjóri Þjóðólfs er maður ófróð- ur um húsagerð og getur engan dóm kveðið upp um uppdrætti þessa. Getur það eitt sagt, að hon- um þykja þeir ijómandi fallegir. Hitt er annað mál, hve hentug slík hús væri. Guðmundur próf. Hannesson mun rita rækilega um ritling þenna í næsta hefti Skírn- is, er kemur út innan skamms. Eitt er ámælisvert í ritlingnum: Það er, að ekki verður annað séð, en hr. Rávad kalli Kaupmanna- höfn höfuðstað vorn, eða það má, að minsta kosti, skilja orðalag hans svo. Þingmenn ættu að lesa ritling þenna og athuga tillögur hr. Rá- vads um þörf landsins á húsa- gerðarmönnum „með fullnaðar- námi í list sinni, gáfaða innborna menn, sem þekkja sögu og fram- farir landsins". og fðiálHnr keyptar hæsta verði (hvor tegund fyrir sig) í V0ruhúsinu. Ritstjóri: Signrðnr Guðmnndsson. Sími 709. Prentsmiðjan Gutenberg. 2 dramblátur og ráðríkur var hann, en ekki vitur að því skapi, og hugrekkið meira en háttlægnin. Hann var einráður i öllu, þoldi engin afskifti annara, og fór með Indiánana svo sem væru þeir þrælar félagsins en ekki vinir þess og bandamenn. Hann leit og Mítawawa hýru auga, og hún ekki síður hann, en langir tím- ar líða, áður en það sæist, hve djúpar rætur þessar tilfinningar áttu. Stúlkan naut mikillar virðingar meðal hinna ungu manna þjóðflokks sins og margir þeirra rendu til hennar hýru auga, enda var hún fögur, og höndin lipur og hög við sauma. En það barí frá, hve vel hún fór með boga og örvar, og allra kvenna fót- hvötust var hún. Vart varð við óánægju út af því, að hvíti mað- urinn, Fyles, kom oft og sat í híbýlum Alþabaska, og loks var það, að Konto, ungur Indiáni, stöðvaði Fyles á förnum vegi, því hann gat sér mjög rétt til um ætlun hans, ög bað hann með mestu ró og stillingu að sanna ást sína með því að berjast við sig til þrautar, vopnlaus, og skyldi sá, er banaorð bæri ,af öðr- um, heygja hinn þar sem hann félli. Fyles var ekkert flón, og ekki var hann heldur ragur. Það hefði Verið fásinna að hætta á að láta eftir fólkið og verzlunina forustulaus, og bleyðiskapur hefði það mátt heita að hafast ekkert að. Fyles greip því upp skamm- byssu sina, og bauð keppinaut sínum að lalla á undan sér til húsanna. Þessu hlýddi Konto mjög stiljilega, en bað hann láta sig hafa nokkuð að reykja á leiðinni. Fyles krafðist þess, að Aþabaska. sæti í dóminum, og gerði Konto að minsta kosti rækan úr flokki sínum, og gaf jafnframt í skyn, að komið gæti til mála, að hann yrði að senda Konto kúlu í höfuðið fyrir þrjósku hans, ef eigi væri látið að orðum hans. Hann hafði hér um mörg stóryrði í nafni Huðsonfjarðar- félagsins, og furðaði stórlega, er Aþabaska lét þau sem vind um eyrun þjóta. — En er höfðinginn hafði hugsað málið lengi, drukk- 3 ið kaffi og etið, hvorttveggja á félagsins kostnað, lýsti hann yfir því, að hann gæti ekkert gert, því að Konto hefði boðið kosta- boð, og hér hefði liðið hjá hið ágætasta tækifæri til mikilshátt- ar einvígis. Þetta var sagt í viðurvist nokkurra minniháttar em- bættismanna Indíána og skógarbúa. Fyles var hégómagjarn og skapið óþjált. Hann formælti nokkuð, óð fram að höfðingjanum með rausi miklu og reif af öxlum hans skúfana til smánar hon- um og refsingar. Aþabaska mælti ekki. Hann reis á fætur og rétti fram hendurnar svo sem beiddi hann um að fá aftur skúf- ana, og er Fyles neitaði, hvarf hann á burtu, og sveipaði skikk- junni upp um axlirnar. Áður var honum gjarnt að láta hana síga nokkuð, svo að sjá mætti merkin tignar hans og bandalags. Þetta var í það mund sem Indíánar voru að búast á vís- undaveiðar, og er foringi þeirra hélt kyrru fyrir í kofa sínum og vildi ekki ganga út, fóru þeir til hans og spurðu, hverju þetta sætti; og Jþeim var skýrt frá því. Þeir vildu gera veður af, en hinn aldraði foringi kvað þessa deilu koma sér einum við, enda lézt hann mundu skipa henni, svo sem honum þætti vera mega. Hann vildi ekki fara á veiðar, en kvað Konto skyldi koma í sinn stað, og er mennirnir kæmu aftur, skyldu þeir hafa veiziu stóra, því að þá mundi málinu lokið. Meira en hálfur mánuður leið, og þá kom Aþabaska út úr kofa sínum, út í dagsbirtuna, fyrsta sinni eftir að liann var sví' virtur. Hann og dóttir hans sátu þögul og starandi úti fyrir kofa- dyrunum. Engin orð höfðu farið milli Fyles og Alþabaska, °S ekki höfðu þau hafst orð við heldur, Mítawawa og Fyles. Verzlun- arhúsin voru nú nálega mannlaus, því að kynblendingarnir höfðn og farið á vísundaveiðar, og heima voru aðeins verzlunarstjórinn, skrifarinn og matsveinninn Duc, kynblendingur. Mítawavra varp öndinni óþolinmóðlega. Hún hafði þagað sv®

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.