Lanztíðindi - 05.09.1849, Blaðsíða 1

Lanztíðindi - 05.09.1849, Blaðsíða 1
LANZTIÐINDI. 1§49. 1. Ár. 5. September. ? ið íslendíngar . erum m'i farnir að finna til þess eins og aðrar þjóðir, hve ómissandi það er fyrir hvert land að eiga sjer timarit, til þess að seigja frá því sem viðber, ræða um lanzins gagn og' nauðsynjar, koma með þarflegar uppástúngur og skýra hugmyndir manna um ýmisleg áríðandi eða almenníng snertandi málefni, og mun þaö ekki ofhermt, að tímarit þau, sem hjer hafa verið gefin út um sinn, hafi átt mikinn þátt í þvi að glæða og skýra þessa tilfinníngu hjá almenníngi, með því þau hafa sagt frá ýmsum athurðum, vak- ið athygli rnanna á ymsum mikilvægum mál- efnum, skoðað þau á ymsa vegu og fært á- stæ<mr- fyrir því sem bezt mundi við eiga. ;þvi optar sem tímaritin og frjettablöðin koma út og þvi fleiri sem þau eru á einhverjmn stað, því betur geta þau talað tímans máli og sagt frá þörfum hans, þar sem liann á ann- að borð er vaknaður til meðvitundar um sjálf- an sig og farinn að finna til þarfar sinnar; þess vegna koma þau daglega út hópuni sam- an erlendis og sum optar en einusinni á dag. Af svo kölluðum -dagblöðum" eiguin við ekki neitt; þarámóti eigum við tvö tímarit, sem koma út með nokkru, en þó ekki mjög laungu millibili, „Reykjavíkurpóstinn", sem kjeinur út einusinni í hvei'jum mánuði og „Jjóðólf, sem kjemur einusinni út á hverj- um hálfsmánaðar fresti. 5ó nú allar mentaðar þjóðir mundu kalla þetta óþolanda blaðleysi, hefði það þó verið viðunanda, eptir því seni ástatt hefur verið hjá okkur að uiidanförnu, ef við hefðum ein- Jæo't haft tvö vel samin mánaðar- eða hálfs- mánaðarblöð; e'n, eins og nú er komið tím- anum, er-þetta aunganveigin einhlýtt; því að, eptir því sem þjóðlíf okkar þroskast og fer í vöxt, og" eptir því sem oss gefst meiri kost- ur á að hugsa um heill og hag lanzins og vjer fáum meiri afskipti af því, hvornig þeim niálum, sem varða land og lýð, verður ráðið til lykta, þá þurfum vjer á fleiri tímaritum að halda; þvi nieir sem þjóðlíf okkar vex og glæðist, því betur komumst vjer líka til sann- færíngar um, að líf hinna einstöku þjóða lif- ir hvað af öðru, svo að eingin þjóð getur ein- gaungu lifað sjer, heldur verður líf hennar, eigi það að vera fjörugt og heilbrygt^ að glæð- ast af hinu alþjóðlega fjelagslífi; og því meira sem gjörist með öðrum þjóðum og líf þeirra er á meiri hreifingu og því afskjekta(i sem við erum í tilliti til afstöðu lanzins og sam- neytis við aðrar þjóðir og því bágra sem við þess vegna eigum með að verða timanum samferða, þá þurfum við á fleiri frjettablöð- um að halda. Af þessu er það auðsætt, að þó „Reykja- víkurpóstinum" og „Jjjóðólíi'', verði haldið á- frani eptirleiðis, þá muni þó þriðja blaðinu ekki vera ofaukið í landinu og tækist nú svo óheppilega til, aö annaðlivert þessara blaða liði undir lok, þá væri það ótækt að hafa ekki nema eitt blað eptir. Til þess menn þyrftu nú ekki að eiga neitt á hættu í þessu efni og af því að ekki þókti vanþörf á nýu tiina- riti, hvornig sem færi, eptir því sem nú horf- ist á í landinu, þá er áformað, að tilhlutuii stiptsyfirvaldanna, að þriðja tímaritið komi nú á gáng og byrjar það með þessu blaði. Tíma- rit þetta heitir „Lanztíðindi" og mun koma i'it hálförk af því á hverjum hálfsmánaðar fresti, eða 12 arkir á ári, sem kosta fjögur mörh eins í öllum sýslum á landinu. Jeghefi tekist á hendur sð sjá þessu blaði fyrir rit- gjörðum fyrst um sinn; en bókbindari E. Jónssom og prentararnir Einar þúrðarson og Jón Jónsson hafa ásamt mjer tekið það að

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.