Lanztíðindi - 05.09.1849, Blaðsíða 2

Lanztíðindi - 05.09.1849, Blaðsíða 2
s sjer að senda j>aft út um lantlið * *). Aðal- stefna blaðsins er að reyna til að hlynna að öllu f)ví, er á einhvern liátt miðar til að eíla heill og framfarir fósturjarðar vorrar og jafn- framt skýra frá helstu atburðum innan lanz og utan, þegar færi gefst á. Já sem vilja rita eitthvað í blaðið, bið jeg að sentla nijer ritgjörðir sínar og skulu þær verða prentaðar svo fljótt sem verður; skal það ei lieltlur vera þessháttar ritgjörðum til fyrirstöðu, þó þær hafi ólíka skoðun á einhverjum hlut, sjeuþær að öðru leiti hyggilega sarndar og siðsamlega orðaðar; því að þar sem ekki eru fleiri tíma- rit en hjá okkur, er það ógjörníngur að vilja bægja öllu því frá, sem kann að vera frá- brugðið meiningu þeirra, sem fyrir tímaritinu gángast; þareð það lika er tilgángur þessa blaðs að leiða sannleikann í Ijós með þvi að velta honum fyrir sjer á ymsa vegu og færa ástæður með honum og mót, ogaf því að ekki verður hjá því komist, að þeir sem í blaðið rita, kunni í einhverjum hlutum að vera ólíkr- ar, eða jafnvel gagustæðrar meiníngar, þá þarf inntaka ritgjörðanna í blaðið að vera sem frjálslegust; en þó mun verða kostað kapps um, að ekki sje neinu málefni algjörlega sleppt aptur fyrr en menn eru komnir niður á undirstöðu þess. P. Pétursson. ---------i-rl------- Um kosníngar til þjóðfundarins að ári. I. Jað er flestum Islendíngum kunnugt, að það var bæði af stjórnarinnar og þjóðarinnar hálfu aðalverkefni alþíngis í sumar, að ræða kosníngarlög þau, er kjósa á eptir hina þjóð- kjörnu fulltrúa vora til þjóðfundarins að sumri 1850; margir Islendíngar hafa nú þegar ber- lega sýnt, að þeir könnuðust við, hversu áríð- andi þetta málefni væri, bæði með því að halda fundi í vor heima í hjeröðum, til að ræða það á ymsa vegu, og þó sjerílagi með hinum frjálsa þjóðfundi, er þeir áttu með sjer á 'þíngvöllum við Öxará í júní mánuði í sum- ar. Af skýrslu þeirri, sem komin er út bæði 1 „Reykjavíkurpóstinum“ og „5jóðólfi“ um fundinn á jþíngvöllum, sjá menn það glöggt, hversu fundarmenn vóru samhuga í því, að hafa kosníngarlögin fyrir aðal umræðu efni á fundinum; tímarit þessi hafa lika sýnt tillög- ur fundarins um þetta mál, með því að skýra frá aðalatriðum bænarskrár þeirrar um kosn- íngarlögin, er fundurinn sendi til alþíngis og getum vjer ekki betur sjeð, en að alþíngi hafi i þessari bænarskrá feingið svo eindreig- inn þjóðarvilja um þetta efni, semkosturvar á; vjer vitum ei heldur betur, en að þíngið hafi sjerílagi lagt þessa bænarskrá að miklu leiti til grundvallai' fyrir frumvarpi því, er það samdi til kosníngarlaganna og þykir oss það meðal annars auðráðið af bænarskrá þeirri um kosníngarlögin, er þíngið, eptir að það vandlega hafði rætt þetta fruinvarp sitt, hef- ur nú þegar samið og sent konúngi. I bæn- arskrá þessari ætlast þíngið til, að kosníng- ar verði einfaldar og kosníngarrjettur og kjör- geingi hjerumbil jafnfrjáls oggjört var að á- lyktum á þíngvallafundinum, að því fráteknu, að þíngið vill, að kjósendur sjeu ekki ýngri en þritugir; sömuleiðis lagði þingið það til, að fundarmenn yrðu þjóðkjörnir 40 (en ekki 42 einsog stúngið var uppá á jbíngvöllum) og 2 fundannenn úr hverju kjördæmi, hvortþað væri stórt eða lítið; lika bað þíngið um, að kjósendur mættu kjósa hvern er þeir vildu og kjörgeingur væri, þótt fulltrúaefni hefðu ekki gefið kost á því fyrirfram, en af því gjört var ráð fyrir, að kosníngar færu fram sama dag um land allt, þá olli hið síðast- talda atriði þeim vankvæðum, að við því mátti búast, að víöa mundu fleiri kjördæmi kjósa sama fulllrúa og sum fyrir þá skuld verða fulltrúalaus, og ætlaði þíngið að bæta úr þessu með því móti, að hin fulltrúalausu kjördæm- in skyldu, eptir úrskurði stiptamtmanns, hafa þann fyrir fulltrúa, er næst hafði atkvæði þeim, er kosinn var, en sem eitthvert annað kjördæmi hlaut sökum atkvæðafjölda þar, eða þessvegna, að hann átti þar heimili; en þó * / *) Egill bókbindari Jónsson sendir þessum sýslum; Kjósar og Gullbríngg, Skaptafells, Dala, Isafjarðar og Suðurmúla sýslum. Einar prentari Jiórðarson þessum: Árness, Mýra og Hnappadals, Skagafjarðar, Jiíngeya og Norðurmúla sýslum. Jón prentari Jónsson þessum: Borgarfjarðar, Rángárvalla, Stranda, Eyafjarðar og Vest- mannaeya sýslum. Prófessor P. Pétursson þessum: Húnavatns, Snæfellsness og Barðastrandar sýslum.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.