Lanztíðindi - 20.12.1849, Blaðsíða 2

Lanztíðindi - 20.12.1849, Blaðsíða 2
30 hugleiða málefnin fyrirfram og búa sjálfann sig sem bezt undir þjóðfundinn, álitum vjer það þó ekki á færi nokkurs manns, að geta gjört sjer það svona í bendi sinni fullkom- lega ljóst, hvernig bezt fari að breyta stjórn lanzins í öllum greinum; fæstir eru svo ná- kunnugir sambandi því, sem er og hefur ver- ið milli Danmerkur og Islanz og fæstir hafa i höndum svo greinilegar skýrslur um fjár- hag Islanz hæði nú ogað undanförnu, aðþeir geti þegar með fullri vissu sagt: jeg sje, hvern- ig bezt fer á stjórnarskipun Islanz eptirleið- is; jeg get búið til stjómarbyggíngu handa landinu, bygda á því sem er og hefur verið, og hún skal verða varanleg og stöðug og heilla- rík fyrir landið, þvíað henni er svo haganlega fyrir komið, að allt á vel saman hvað við ann- að, útgjöld og tekjur lanzins, stjórnarat.höfn- in í landinu og samband þess við ríkisheild- ina. Ef ekki þyrfti annað til að ákveða fyrir komulag Islanz í ríkiriu, en byggja eitthvað í lausu lopti, og rjett að handa hófi, þá væri það ekki svo mikið vandamál og þá væri ó- þarfi fyrir landið að fleygja mörgum þúsund- um dala út fyrir fundinn að surnri og bæta þeim ofaná hinar, sem eptir standa af alþíng- iskostnaðinuin og jarðamatinu. En einmitt af því að það er ómögulegt fyrir nokkurn ein- stakann mann, nú þegar að reysa algjörva stjórnarbyggíngu fyrir ísland, eða búa þá stjórnarbót til í hendi sinni, sem fullyrða mætti, að verða mundi í öllu tilliti affarabezt fyrir alda og óborna, þá verða menn mjög svo að varast það, þegar þeir eru að skýra fyrir sjer þessháttar mál, að halda, aðnúhafi þeir fundið það, sem rjettast sje og bezt eigi við, eða festast svo i eintrjáningslegum hugs- unum sínum, að þeir geti síðan ekki vikið þeim við, eða horfið frá þeim, þó annað komi í Ijós, sem er rjettara og betra. 5etta verða menn því fremur að varast, sem bjer er ekki verið að tefla um smámuni, heldur um það málefni, sem er eitthvert hið mikilvægasta fyrir land og líð, og það þó jafnan er hætt við því, að því ókunnugri sem menn eru mál- efnunum og því minna yfirlit sem þeir hafa yfir þau, því minni anmarka sjái þeir á breyt- íngum, en liafi því meira traust á sjálfum sjer og skarpsýni sinni. er ætlunarverk þjóð- fundarinsað reysa stjórnarbyggínguna; hver einstakur á eptir megni að draga að byggíng- ar efnið, svo hann geti lagt stein með í lag- ið þegar þar að kjemur; þessvegna höfum vjer líka kallað þetta „sundurlausar hugmynd- ir“ af því að vjer höldnm, að þjóðfundurinn einn eigi rjett á því að hlaða úr hugmyndun- um og taka þær i hleðsluna, semhonum líka, en íleygja hinum, og vjer treystum því, að 6Ú hin almenna skynsemi, sem þar birtist, muni verða svo heilbrygð, að hver einstakur eigi og hljóti að lúta henni. „Sjerhver hlutur þarf breytíngar við þeg- ar tilfinníng fyrir þessari þörf er orðin lifandi og almenn“. 5ó þetta sje, að ætlan vorri, undirstöðu hugmynd sjerhverrar stjórnarbót- ar, er þó ekki hægt að seigja, að hve miklu leyti hún eigi sjer stað um þjóðfund okkar, af því að hann er að nokkru leyti afleiðíng stjórnarbótarinnar í Danmörku, með því bún gjörði það óumflýanlegt, að til tekin og ákveð- in væri af nýu staða Islanz i ríkinu eptir hin- um nýu grundvallarlögum; en að þetta skuli ákveða hjer og ekki erlendis, er sprottið af sjerstaklegu ásigkomulagi þessa rikishluta, meðfram eptir beiðni lanzmanna sjálfra. J>ó mun það meíga fullyrða, að sú tilfinníng sje lijer vöknuð hjá mörgurn mánni — þó hún kunni víöa að vera óskýr og ógreinileg — að samband það milli Danmerkur og íslanz, sem er og hefur verið og tilhögun á innanlanz stjórn hjer, þurfi einhverrar breytíngar og lagfær- ingar við. Að minnsta kosti viljum vjer hjer gjöra ráð fyrir, að þessu sje þannig varið og taka það sem gefið. Að visu hefur stjórnin í Danmörku reynt til að Iaga vankvæði þau á sambandinu við Island, sem beinlínis spruttu af stjórnarbótinni þar, með því að stofna í Kaiipiuannahöfn tvær skrifstofur fyrir Island (Færeyar og Grænland) og setja yfir þær einn mann, sem aptur ber málefnin upp fyrir ráð- gjöfunt konúngs; en þó þetta sje bersýnileg framför hjá því er áður var, er þó sá anmarki á þvi, að einginn verulegur ábyrgðarmaður er fyrir málunum; því þó að stjórnarlierrarnir þar hafi ábyrgð á ríkisstjórninni yfir höfuð, þá gætir ekki þeirrar ábyrgðar í islenzkum málurn, vegna þess að ísland er svo lítill partur alls ríkisins, en þó svo einkjennileg- ur og frábrugðinn hinum pörtunum, að það þætti æskilegt, að liann gæti feingið ábyrgð-

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.