Lanztíðindi - 20.12.1849, Blaðsíða 3
31
arstjórn sjer í lagi og að hvorutveggi skoð-
anin væri tekin jafnt til greina, bæ&i hin al-
menna og hin sjerstaklega. Jessi tilliögun
bætir heldur ekki úr því, sem leingi hefur
verið kvartað yfir, að það tálmi öllum stjórn-
arframkvæmdum hjer og dragi kjark úr mörg-
um nytsamlegum fyrirtækjum, að nálega öll
mál, hversu lítið sem í þau er varið, þurfi að
sigla og bíða í Danmörku eptir úrskurði kon-
úngs eða hlutaðeiganda stjórnarherra. í>að
hefur nú að sönnu flogið fyrir, að stjórnin
hafi í hyggju að senda híngað gufuskip ept-
irleiðis, og mundi j>að þá, efþað yrðiáhverju
ári, eiga að vera til þess að fjölga milliferð-
um og meðfram flýta fyrir afgreiðslu mál-
anna; en þó þetta sje í mörgu tilliti ákjós-
anlegt, og rnjög lofsvert fyrirtæki af stjórn-
inni, yrði þó niðurstaðan á þvi su, að það
mundi fremur verða til að lífga verzlun og öll
viðskipti einstakra manna, en flýta fyrirstjórn-
araðgjörðum lanzins, einkum vegna þess, að
hjer væri ekki hægt að koma við gufuskipi
neina um hásumar tímann, og uin þann tíma
þarf á þessu sízt að halda í tilliti til afgreiðslu
málanna, með því þá er optastnær hægt að
koma brjefum landa á milli með kaupförum;
en allann hinn tíma ársins sæti allt við sama
og áður. Til að bæta úr þessu, sjáum vjer
því ekki annann veg en þann, að æðstu em-
bættismenn lanzins fái vald til að skjera úr
þeim málum, sem ekki þætti nauðsyn á, að
geingju til konúngs úrskurðar; en hver mál
þetta yrðu, verður ekki sagt að sinni og ekki
fyrren búið er að flokka málin eptir eðli þeirra:
þó er það auðvitað, að það geta ekki verið
önnur mál en þau, sem eingaungu snerta Is-
land og ná alls ekki til hinna hluta ríkisins.
3>að mundi verða hæpið að skipta þessu úr-
skurðar valdi eptir fjórðúngum lanzins eða fá
það biskupi og amtmönnum í hendur einsog
þeir nú eru settir, sinn á hverju lanzhorni,
þvíað af því mundi leiða, að urskurðir þess-
ara valzmanna yrðu annaðhvert bundnir hver
við annan, eða ósamhljóða og hver ofani ann-
ann þegar málefnin snertu fleiri ömt en eitt,
eða væru bæði andlegs og véraldlegs eðlis og
truflaðist þá öll einíng og ábyrgð á stjórn
lanzins. í ,Nýum Qelagsritum“ 9. ár bls. 67.
er og þess getið, að stofna þyrfti lanzstjóm
á einum stað í landinu. En þar er að eins
stuttlega á þetta drepið og höfundur þeirrar
ritgjörðar liefur einga vísbendíngu um það
gefið, hvert heldur hann vildi hafa hjer Qe-
lagsstjórn, er sameiginlega ráði úr stjórnar-
máletnum lanzins, eða þá skipta stjórninni í
flokka eptir eðli málefnanna og láta einn
mann annast hvern flokk útaf fyrir sig, og
þykiross þómjögmiklu skipta, hverja stjórn-
arlögunina menn hehlur kjósa.
---------®---------
ZJm náttúruafbrigðin, er Gestur Vestfrðíng-
ur seigir frá.
(eptir skótakjennara riddara B. Gunnlaugsson)
jjað sjódýr, er Gestur Vestfirðíngur í 3. ári bls. 64
seigir frá, að rekið hafi á land að Kleyfum við Stein-
grímsfjörð 25. dag ágústmánaðar, hefur eptir iýsíng-
unni verið afsmokkfiskakyni, erálátínu heitir Sepia,
á dönsku Blæksprutte. Kallast smokkfiskarnir svo
af því sumir þeirra spýta út svörtum leigi, sjer til
varnar, þegar þeir eruofsóktir; verður þá vatnið svart
í kríngum þá, svo þeir geta í sorta þeim komið sjer
undan ofsóknurum sínum. Jieireru L indýr (Mollusca)
úr deild þeirri, er heitir Hausfætíngar (Cephalopo-
da), af því þau dýr hafa fæturna alla út úr liöfðinu.
Jiegar þau gánga, snýr búkurinn upp, en höfuðið niður,
og eru á því fæturnir alltíkríngum munnin. llnapparn-
ir út úr fótunuin eða örmunum eru soglimir, sem dýr-
ið sýgur sig fast með við aðra hluti, álíkt og með hlóð-
horni. jþessu líkt festir sig Rauðmaginn (Cyclopterus
lumpus) með veiðikúlunni, og Stýrisfiskurinn (Echen-
eis reinora) með skildinum, seni hann hefur ofaná
höfðinu.
Bækur þær í dýrafræði, sem hjer eru við hendina
nú sem stendur, telja þessar tegundir Smokkfiska, er
nú skal greina:
1) Venjulegur smokkfiskur (Sepia officinalis) sjestopt
á íslaridi, hefur hjerumbil spannarlángan húk og enn
leingri arina 10 að tölu, og eru 2 þeirra leingri en hinir 8.
Hann er allstaðar í höfunum í kringum Norðurálfuna.
2) Litli smokkur (Sepía sepíola) er tveggja eða
þriggja þumlúnga lángur, hefur tvo krínglótta ugga,
sinn við bverja hlið. Hann er í Miðjarðarhafinu.
3) Tígulsmokkur (Sepia Loligo) hefur tvo þríhyrnda
ugga, sinn við hverja hlíð að aptanverðu, mynda svo
háðir uggarnir til samans einn tigul. jþessi smokkfiskuf
er £al. að leingd, ogineð eins laungum örmum. Seigir
náttúrufræðingurinn Mohr, að hann á norðurlandi sje
kallaður Kolkrabbi og hafður fyrir beitu, og að lifrin
úr honum, ef hún er látin í glas, verði í hita að lýsi,
er nefnist kolkrahhalýsi, og það sje haldið hezti áhurð-
ur á liðamót.