Lanztíðindi - 20.03.1850, Blaðsíða 3

Lanztíðindi - 20.03.1850, Blaðsíða 3
51 ríkisins, eða til sveitar, efia ef hann getur sann- aö, að tekjur hans nemi á ári hverju 1200ilölum. I kjördæmum þeim, sem eigi hafa nógu marga kjörgeinga menn eplir |>essari reglu, að tiltölu við iimbúaíjöidann, eptir því sem ákveðið verður í kosníngarlögunum, skal auka tölu hinna kjörgeingu með því að taka svo marga afþeim, er mestann skatt gjalda i kjör- dæminu, að hlutfall þetta náist. 41. gr. Kosníngar til landþíngsins fara fram í stærri kjördæmum, og skal þau ákveða í kosn- íngarlögunum. í hverju þessara stærri kjör- dæma skulu kjósendur eiga fund með sjer og kjósa svo marga menn, sem vera berfyr- ir kjördæmið, og skulu að minnsta kosti J af þeiin, sem kosnir eru, liafa verið búsettir hið næstliðna ár í því kjördæmi áður kosn- íngar fóru fram. Kosníugar eru eigi gildar með færri en helniíngi af atkvæðum kjósenda. 42. gr. Á landþínginu skulu jafnan sitja hjerum bil helmíngi færri menn en á þjóð- þínginu. 43. gr. Á landþingið skal velja menn til 8 ára. llelmíngur þíngmanna fer burtu af þíng- inu 4. hvert ár. ;þeir fá jafnmikið kaup um dag hvern og þjóðþingmennirnir. 44. gr. Jegar búið er að gefa ný sveita- stjórnarlög þá má með lögum fá kosníngar til andþingsins í hendur þeim enum stærri sveita- stjórnar nefndum (í ömtum eða lijeröðum). V. 45. gr. Hinn árlega ríkisfund skal setja fyrsta mánudagí október, nema konúngur hali stefnt honum saman áður, 46. gr. 5ar á rikisfundur að koma saman sem Stjórnin hefur aðsetur sitt; en í óvenju- legum tilfellum getur konúngur stefnt honum saman á einhverjum öðrum stað í ríkinu. 47. gr. Ríkisfundurinn er friðhelgur. Sá sem ræðst á friðhelgi og frelsi lians, verður sekur um drottins svik og eins sá er bíður eitthvað það er þar að lítur, eða hlýðir þess- háttar boði. 48. gr. Bæði þíngin eiga hvort um sig rjett á að stínga ujipá lagafrumvörpum og sain- þykkja þau fyrir sitt leiti. 49. gr. Jau eiga livort um sig rjett á að senda bænarskrár til konúngs. 50. gr. jiau meiga hvort um sig setja nefnd- ir af þingmönrtum ti) að ransaka almenn áríð- andi málefni og eiga þær rjett á að heimta skýrslur munnlegar eða brjeílegar bæði af embættismönnum ogöðrumþeim, erekkihafa embætti á hendi. 51. gr. Ekki verða skattar á lagðir, nje heldur verður þeim breytt eða af ljett nema með lögum; svo má og eigi skylda menn tii herþjónustu, nje ríkið lán taka eða selja eign- ir sínar, nema svo sje með lögum á kveðið. 52. gr. Undireins og reglulegur rikisfund- ur er settur, skal í livert skipti bera upp frumvarp til laga um ríkis fjárhaldið hið næsta ár og skal þarí vera áætlan um inngjöld og útgjöld ríkísins. Frumvarp þetta er fyrst tek- ið til uinræðu á þjóðþínginu. Ekki má heimta skatta fyrr en búið er að samþykkja ijár- lögin og á þeim eiga öll útgjöld að byggjast. 53. gr. jþíngin kjósa hvort um sig tvo menn til að gagnskoða reikníngana og borga þeim starfa sinn. Jessir menn eiga að yfirlíta liina árlegu ríkisreiknínga og gæta þess, að tekjur rikisiils sjeu þar allar ti^ greindar og að ekk- ert hafi verið út goldið nema eptir fjárlögun- um, jieir geta krafist að fá til eptirsjónar allar þær skýrslur og skjöl, er þeir við þurfa. Síðan skal bera rikisreikninginn fyrir hvert ár, meö athugasemdum skoðunarmanna, und- ir ríkisfundinn, sem tekur ákvörðun um hann. 54. gr. Einginn útlendíngur má eptirleiðis njóta jafns rjettar við innlendann nema lög leyfi. 55. gr. Ekkert frumvarp verður lögleiðt, fyrr en það þrisvar hefur verið rædt á þinginu. 56. gr. Hafi eitthvert lagafrumvarp verið felt af annari hvorri deild ríkisfundarins, má eigi taka það aptur til umræðu af söinu deild á því þíngi. 57. gr. Jegar önnur deildin hefur fallist á eitthvort iagafrumvarp, á að bera það eins lagað og þá það var samþykkt undir hina deildina. Sje því þar breytt, þá skal senda það aptur fyrri deildinni; sje því þá enn breytt, sendist það á ný til hinnar deildarinnar. Verði menn ei að heldur á eitt sáttir, þá skal hver deihlum sig, eí' önnur hver æskir þess, kjósa jafnmarga menn í nefnd, er segja álit sitt um ágreiníngs atriðin. Að því búnu sker hver deild um sig úr eptir þvi, sem nefndar- menn hafa farið fram á. 58. gr. Deildirnar gjöra hver um sig út um, hvert þíngmenn þeirra eru löglega valdir.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.