Lanztíðindi - 20.03.1850, Blaðsíða 5

Lanztíðindi - 20.03.1850, Blaðsíða 5
53 um dagin eptir, og; þá var rauðleitur blettur á ristlinum ofan til enn þó ekki þikkvari enn að jeg að eins sá f>að. Ráð við fjársýkinni ermjer hefur dugað. Fyrir 20 árum þegar farið var í annari viku vetrar að hrinja niður bæði hjá mjer og öðrum, tók jeg frá nógum högum heim 50 lömb, jeg var J)á einirki, og hafði í ógáti tek- ið 2 kýr hrip í dimmunni, er konan hafði lát- ið græna töðu í handa mjólkurkúm, gaf þetta lömbunum, bjóstnúviðað finna eitthvað dautt um morguninn (því opt þer við að sýkist f>eg- ar lömb eru heyuð) en fanri ekkert, gaf jeg þeim svo græna töðu í hálfan mánuð, og tapaði eingu. 5essum vana hefi jeg haldið siðan og ekki mist eitt einasta, enn varast hefi jeg að láta f>au á þessum tíma ná til jarðar, og rekið þau með fylgi í vatnið og látið svo inn, en síðan beitt þeim og gefið úthey, að ósekju, en 12 ár erusíðan að jeg hef brúkað söniu aðferð á veturgömlu fje, þegar j^g hef frjett, að farið liefur verið að síkjast í kríng- um mig eða hjá nijer, og þá gefið því inni í 3 daga stóra slóðatöðu, og einga skepnu sið- an mist af þvi sem jeg þannig hefi með farið. Samt hef jeg ekki þorað annað en gefa því á hvörjum mánaða mótum til miðs vetrar, og getur verið það sje grunur ekki grundaður, eða iminduð hræðsla min; fullkomin gjöf er 1 mörk af grænni túna töðu hvörri fullorðinni kind á dag fram til miðsvetrar og er því auð- reiknað hvað 10 fjórðúnga baggi dugi 100 fjár og hvort ekki muni tilvinnandi þó heilit- ið væri að kosta þessu til þess, jeg hefi sagt inörgum í kríngum migafþessu og ráí ið þeim til sama, en því hefur verið tekið dauílega af flestum og þeir fáu, er það hafa reynt ekki tímt að gefa töðu eða brúkað stöðuga venjp. þó hefur skánað um tíma, samt er nú nábúi minn um 5 ára tíma kominn að sanni um þetta og hefur síðan einga kind mist, vilclu nú ein- hvörjir þar sem síkíng geingur reyna þetta á 20 kindum meðan ekki fást einhlýtari meðöl, og fylgja þessari minni aðferð, og auðkenna að þær væru liinar sömu, eða þá ekki nema 10 til að gjöra sem minnstan heikostnað, og reyna, hvört þetta er hjegómi að gefa þeim 3 dagaíhverjum mánuði, þækti rnjer þessi blöð hafa komið miklu til leiðar, því jeg efast ekki um, að það með sömu aðferð verður þeim ein- hlýtt eins og rnjer hefur orðið það um svo lángantíma, þess væri annars mjög óskandi, að sauðfjár uppheldi og hirðíng, væri betur stunduð en hjer er gjört i Skaptafellssýslu vesturparti, og er þó heldur á framfara veigi; lesið liefi jeg sauðfjár ritgjörðir flestar, sem hjer hafa veriö prentaðar, og án þess að niðra nokkrum þeirra, vyrðast mjer þær svo úr garði búnar, sem einginn rithöfundur liafi verið smali. Skrifað í Mýrdal 18. maí 1849. fíunólfur Sigurðsson. -------$--------- Aðsent*). jiareð vjer höfum heyrt og sannfrjett, að atburðursá, sem gjörðist í skólanum hinn 17. jatiúann., og dagana þar á undan, hefur ver- ið ránghermdur alstaðar um land, ogþaðmjög svo hraparlega sumstaðar, þá finnum vjer oss skylt, að segja löndum vorum frá þess- ari sögu eins og hún gjörðist. Hinn 9. og 10. janúarm., skrifuðu nokkr- ir skólapiltar rektor brjef, og tjáðu honum, að þeir geingu úr skólabindindisfjelaginu og gátu þess um leið, að þeir gjörðu það með fram af því, að lítið væri hirt um það — þar rektor, sem var forseti bindindisfjelagsins í skólanum, hafði eingan bindindisfund haldið um haustið, og var það þó skipað í bind- indislögum skólans, hann vissi og heldur ekki, hverjir af nýsveinum voru í biridindi auk held- ur annað. Hjelt þá rektor bindindisfund 12. janúarm.; á þeim fundi geingu 8 skólapiltar úr bindindi. Talaði rektor þá mörgum fögr- um orðum um, að menn ættu að vera í bind- indi af sannfæríngu fyrir nytsemi hennar, en ekki af neinni hálfvelgju. En hinn 14. jan- úarm. vissi einginn fyrri til, en rektor skip- aði þessum 8 piltum að gánga aptur inní bind- indi, hvort þeir vihlu eða ekki, og sagði, að piltar ættu einga sannfæríngu og einga mein- íngu að hafa, heldur hlýða í blindni. Sumir segja, að rektor hafi haft skipun þessa frá biskupi; en vjer þorum að fullyrða, að það er ekki satt, að hún hafi verið svona ) Nú er rektor fjærverandi og getur því ei, þótt vildi, svarað þessari ritgjörð að sinni. Ritst.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.