Lanztíðindi - 15.06.1850, Síða 3

Lanztíðindi - 15.06.1850, Síða 3
Í9 ið „Höiforræ<lerie“ í tlönsku gr.vl. 47. gr. nema hann hefði viðhaft orðið „drottins svik“ eins og Lanistíðindin hafa gjört; orðið „landráð* ætla jeg ekki hafi fyrr en nú brúkað verið í Islamii viðkomandi sakalögum, siðan 1280, og þýddi það þá „að ráða lönd eða þegna undan konúngi sínum“ shr. Jónsb. Mh. 2., en straff fyrir þetta er nú að líkindurn eptir IVL. 6. 4. 3. sb. 1. að missa æru, líf og góz, handhöggvast iifandi ogað kroppurinn lirnist og leggist á hjól og steglur, en höfuð og hönd setjist á staung. Minna má nú gagn gjöra? máske straffið yrði ekki nema helítin af jiessu, ef helftarjnngiö væri „áreitt.“ Jeg hefi áður drepið fátt eitt á 38. og 40. gr., en 39. gr. ætla jeg að sleppa, þó hún, eptir alþíngisskipun höfnndarins, sje næsta ískyggileg. Við 41 gr. Jeg kalla höfundinn ekki hráðlátan með lögin, og er það máske eptir reglunnL nógu fljótt ef nógu vel. Jeg skil ekki betur en að ekkert lagafrumvarp geti orðið að lögum, fyrr en eptir 5 ár í hið minnsla. Já hefur þíugið, víst einusinni ef ekki tvis- var, breytt um þíngmenn, og ekki væri neitt óinögulegt, að skoðanin breyttist með þeim, svo að frumvarpi því, sem að 2 alþíng, og 2 helf'tarþíng máske líka, væru búin að sveit- ast yfir í 4 ár, með ærnum kostnaði fyrir landið, yrði hrundið á 3ja alþínginu. En hvern- ig getur höfundurinn gjört ráð fyrir, að kon- úngur fyrr hafi samþykkt það, en það hefur geingið í gegnuin þann lögskipaða hreinsun- areld? Jctta samþykki mun þó vera þaö, sem um, er getið í 16. gr. Jeg er hræddur urn, að hðfundurinn aldrei hafi ætlazt til jiessa, lieldur aö hann hafi villst á því, sein dönsku gr.vl. segja í 55. gr.: ekkert frumvarp verður lögleiðt, fyrr en það þrisvar hefur verið ræðt á þínginu^ en — það er að skilja: á einu og sama þingi. (Framlialdið síðar). --------«+-------- Vm jarbamatiö. (eplir Jóri Pétursson sýslnmann). í þriðju gr. tilskipunarinnar 27. maí 1848 um nýan jarðadýrleika hjer á landi, stendur svo: ilver Eiendom bliver af Taæator- erne at ansœtte til den Penyeværdi, som samme, ifölgc sin Beskaffenhed, har efter billif/ r/anr/bar Priis paa saadanne Eien- domme, og er þessu í tilskipaninni þannig snúið á íslenzku: virðingarmenn s/culumeta hverja jörð til peníngaverðs, að pví sem slíkar jarðir sanngjarnlega verða seldar eptir gœðum sinum. Eptir lagaboði þessu vóru það þannig tvö aðalatriíi, er virðíngarmennirnir einkum höfðu að gefa gætur að við jarðamatið; 1) áttu þeir að athuga gæði hverrar jarðar, og 2) livað slíkar jarðir, eður aðrar eins, (það er að skilja: þær jarðir, er höfðu líka kosti og löstu, sein sú jörðin, er þeir í þann svipinn vóru að meta), yrðu seldar móti penínguin sann- gjarnlega. Virðíngarmennirnir vóru því ímati sínu bundnir í fyrra tillitinu við jarðirnar sjálfar eður gæði þeirra, en í seinna tillitinu við sanngjarnt, eri þó undireins tíðkanlegt, sölulag á jörðum þar í sveit. Eiiis og þeir þess vegna ekki máttu imirida sjer, að jarðirnar, er þeir vóru að virða, væru allt öðruvísi, en þær í rauninni vóru, eður að þær ættu aðvera svona og svona, hafa hina og þessa kosti til að bera, er þær þó ekki höfðu, og þeim því ekki var leyfilegt, að meta þær eptir þannig tómum iminduöum eður afþeim sjálfumsmið- uðuin gæðum, er sjer aungan stað áttu; eins lítið máttu þeir og iminda sjer, að allt annað sölulag viðgengist á jörðum, en er, eður að það ætti að vera svona og svona, allt öðru- visi enn þab viðgengst, og meta síðan jarð- irnar eptir þessu ímindaða, eður af þeimsjálf- um smíðaða söluiagi. Ilvorttveggja varjafnt inóti lagaboðinu, og hvorttveggja þessvegna jafn skakkt af þeim. |því betur sem virðíngar- inennirnir þekktu hverja jörð, er þeir virðtu, bæði alla kosti og löstu hennar, og þess kunnugri sem þeir vóru því, hvert sölulagað tíðkaöist á jörðum þar í sveit; þess færari vóruþeir uin, að leysa jarðamatið vel af hendi, eður þannig, sein lagaboðið bauð. Og hefðu þeir nú hvervetna farið eptir þessari þekk- íngu sinni — því fæsta þá mun hafa skort hana — liefði jarðamatið framfarið eptir sömu reglum hvervetna um allt laridið, og á þann hátt, er löggjafinn vildi. En þvi fer miður, að þetta hefur eigi heppnast svo, sem skyhli; því það er óhætt að fullyrða, að jarðamat- ið hefur víða orðið fráleitt öllu tíðkanlegu

x

Lanztíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.