Lanztíðindi - 15.06.1850, Qupperneq 4

Lanztíðindi - 15.06.1850, Qupperneq 4
80 sölulagl á jörðum; en þó svona hafi tekist illa til, má þó enginn kenna um þetta vilja- leysi hjá virðíngarmönnunum í að meta jarð- irnar á þann hátt, er löggjafinn bauð, þvi það er ætíð synd, að tortryggja ráðvendni vænna manna, og aðra munu ekki sýslumennirnir hafa kvaðt til þessa áríðanda starfs, en þá, er höfðu gott orð á sjer; og líka áttu virð- íngarmennirnir að vinna eyð að því, áður en þeir tóku til starfa, að þeir skyldu starfa að jarðamatinu eptir heztu þekkíngu sinni og samvizku. Orsökin til þess, að jarðamatið hefur víða tekist svo illa, hlýtur að vera sú, að virðíngarinönnunum hefur ekki skilist, hvernig þeim var boöið að virða jarðirnar, og er þó bágt að skilja í því, hvemig á þessu skilníngsleysi þeirra hefur getað staðið, nema liafi þeir ekki viljað láta sjer skiljast; því fyrst og fremst er lagaboðið Ijóst í sjálfu sjer, þaraðauki höfðu virðíngarmennirnir feing- ið prentaða reglugjörö frá Rentukammerinu fyrir því, hvernig þeir skyldu meta jarðirnar, og var í henni mjög greinilega útlistað laga- boðið, og sagt, hvernig þeir ættu að hafa til- lit til kosta og lasta sjerhverrar jarðar, og að þeir síðan, að því búnu, ættu að meta liaria á það verð, er hver kaupandi og seljandi mundi vera skaölaus af. Og loksins veit jeg, að liver sýslumaður muni hafa leitast við, að leiðbeina virðíngarmönnunum eptir mætti. Að visu áttu virðíngarmennirnir að meta svo hverja jörð, sem hún yrði sannr/jarnlega seld, eptir gæðum sínuin (efter billig gang- bar Priis) eður, einsog stendur í reglugjörð virðíngarmannanna, svo: að hver seljandi og kaupandi mundi vera skaðlaus af. En með þessu var þó virðíngarmönnunum, einsog fyrr var sagt, ekkert vald gefið til þess, að búa sjer sjálfum til nýttsölulag á jörðunum, er ekki viðgekkst, og meta þær eptir því; þeir áttu ekki að virða þær eptir tómum heilagrillum um það, hvernig sölular/ið ætti aö vera á jörðunum, heldur eptir sölulatji því, evíraun or/ veru viðgekkst, (gangbar Priis), þó þeir aptur af sölulagi pessu, ættu að velja það sölulagið, er sannrjjarnt væri. Á ýmsum hlutum getur sumsje sölulagið verið nokkuð mismunandi í sömu sveitinni; sami hluturinn, eður samkynja hlutur, getur stundum verið seldur nokkuð dýrara, enn stundum, ogstund- um aptur ódýrara; en þegar þetta ber opt við, veröur hvorutveggi salan bæði hin dýrari og hin ódýrari, tíðkanleg; hvort lieldur hluturinn er nú seldur á hinn dýrari háttinn, eður hinn ódýrari eður þar á milli, þá er bann þó seld- ur eptir venjulegu sölulagi Að vísu getur hluturinn stökusinnum verið seldur yfir eður umlir öllu veiijulegu sölulagi; en slík dæini eru þá einstök, koma til af einhverjum sjer- legum ástæðum, (svosem neyð, vild o. s. frv.) og eiga ekki skylt við venjulegt sölulag á honum. jþegar nú saini hluturinn er seldur ýmislega, getur eitt sölulagið verið öðrusann- gjarnara, þó þau öll sjeu jafn tíökanleg. Jannig er það, að þegar einhver lilutur er seldur eptir því Iiæðsta sölulagi, er viðgengst, en kaupanda þó ekki hefur verið meiri þágan í að fá hlutinn, en seljanda í að farga hon- um, getur enginn með rjettu kallað þá sölu mjög sanngjarna; því kaupandinn hefur auð- sjáanlega orðið undir í kaupunum. Eins get- ur heldur eiiginn með rjettu kallað þau kaup mjög sanngjörn, þegar seljandinn ekki fær hjá kaupandanum meira fyrir hlutinn, enn sein liann vanalega gengur minnst í kaupum og sölurn, og beggjaþágaþó hefur verið jöfn, kaupanda aö kaupa og seljarida að selja. Jaiámóti beitir þá bæði kaupandi og seljaiuli sanngirni, ef þeir, þegar svona stendurásem fyrr var greint, slaka báðir nokkuð til, ogþá er salan og kaupin sanngjörnust, þegar báðir slaka jafnt til; þá verður hluturinn seldur sanngjarnlega; þá eru bæði kaupandi og seljandi skaðlausir. jþannig verður sú jörð seld sanngjarnlega, er hvert hundrað í henni er selt á 19 spesíur, þegar venjulegt er að selja hundraðið i slíkum jörðum þar í sveit ekki niiiina en 18 spesíur, og ekki meira en 20 spesíur; af slíkri sölu er bœði kaupandi og seljandi skaðlaus. Kaupandinn hefur ekki meiri heiintíng til þess, að jörðin sje sjer seld fyrir hið minnsta verð, er þar viðgengst, eöur hvert liundrað á lSspesíur, en seljand- inn til þess að fá fyrir liana svo rnikið, sem mest viðgengst, eður 20spesíur fyrir hundr- aðið. Hvaða sanngirni væri þá að heimta, að kaupin skyldu öll hallast á seljandann, ogað hann skyldi selja jörðina með hinu lægsta verði er viðgengst? jeg vil ekki tala um, að heimta, að hann skuli selja jöröina lángt und-

x

Lanztíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.