Lanztíðindi - 01.08.1850, Blaðsíða 2

Lanztíðindi - 01.08.1850, Blaðsíða 2
94 Vjer getum ekki annnð ætlaft, en hver sá, sem hlutdrægnislaust vill bera saman almenna ▼elmegan þeirra sveita, sem næstar liggja kauptúnunum viú vellifian þeirra er fjær j)eim búa, geti bæfti glögglega sjeö misrnun* inn og lika bitt, bvernig armóftur þeirra, sem búa í grend vift hin smáu kauptún, á bæfii beinlínis og óbeinlínis rót sína í kauptúnunum sjálfum. Fyrst og fremst er ofdrykkja og ó- dugnaður allt of almenn landfarsótt margra þeirra, sem nærri búa kauptúnunum, þvi ein- mitt af þvi að kaupstaðurinn er svo nærri þeim, koma þeir þángað optsinnisi án þess að hafa nokkurt brýnt eyrindi annað en það eina að fá sjer í staupinu, ýmist fyrir ekki neitt, eða þá fyrir lítilfjörlegt bandtak — er þeim hefði verið betra að taka heima hjá sjálfum sjer, en það er ekki ókunnugt, að þegar þeir hafa fengið fyrsta og annað staup- ið, að þeirra áliti með bægu móti, þá vex þeim ekki svo mjög í augum að fá sjer nokkra viðbót, ekki að eins fyrir það, sem þeir hafa til, heldur og optsinnis til láns uppá það, sem þeir eiga í vonum að innvinna sjer annaðbvort á sjó eða landi, og áttu að kaupa sjer síðar meir fyrir nauðsynjar sínar. jþann- ig er það áþreifanlegt, hversu þeir ekki að eins eyða ávexti vinnu sinnar fyrirfram, beldur og vinnutimanum sjálfum, svo búskapur þeirra heima og atvinna öll gengur í margskonar ó- lestri. — þaðer þá heldur ekki svo ó'eðlilegt, þó þessir menn komist í þær kaupstaðar skuld- ir, sem aldrei taka enda um þeirra daga, þeg- þeirverða nú að láta allt, sem þeim innvinnst eða áskotnast uppí gamla skuld og sjálfsagt fá svo aptur nýtt lán, að þvi skapi mikið, sem þeir geta borgað mikið af skuld sinni — þannig neyðist hinn skuldugi ekki einungis til að láta allt það, sem liann getur við sig losað í kaupstaðinn uppí skuld sína laungu fyrri en það hefur boriö honum þann arð sem það annars heffii gjört, heldur verður ein- virkinn þaráofan, að fara 30 sinnurn í kaup- staðinn á ári hverju til að sækja litilfjörleg- ar nauðsynjar sinar, sem ef til vill ekki nema meir en 40 dala virði, og þó hann búi nú ekki nema fáar bæarleiðir frá kaupstaðnum, þá verður honum það opt á að vera hurtu heilan dag í hvert sinn, stundum með einn en stund- um með tvo hesta, og ber það þá ekki ó- sjaldan við , að hann hefur orðið svo drjúg- tækur í hressíngunni við búðarborðif, að hann er lítt fær til starfa sinna daginn eptir. — Vjer ætlum að það sjeu því engar ýkjur, að margur fátækur einvirki, sem býr í grend við kaupstaðinn, eyði 30 dögum á ári til að sækja þángað nauðsynjar sínar fyrir 30 dali, aukþess sem það er alkunnugt, að nauðsynj- ar margra fjölga að því skapi, sem þeir koma « opt í söluhúfiina, svo það má ætla á, aðmarg- ir kaupi það, er þeir gát.u vel án verið, fyrir jafnmarga dali og þeir koma opt í kaupstað- inn og sumir fyrir fleiri. — J>að er nú bæði auðsætt og fullkomin reynsla fyrir, hvilikri einokun þessir merin sæta, bæði á þörfum og óþörfum mumun, hjá kaupmanni þeim, er þeir skulda allt af fyrirfram uin vörur sínar og neyðast svo eins og áfiur er ávikið, til að taka hjá honum óþarfann. — Vjer ætlum líka, að þessi einokun smákauptúnanna verði áþreif- anleg af reynslunni, þegar menn bera sam- an verzlun hinna smáu kauptúna á vestur landi og víðar við verzlun þeirra kaupstað- anna, sem dálítið eru stærri og í betra lagi, t. a. m. í Reykjavík og Akureyri — því óhætt mun að fullyrða, að í hinum smáu kauptúnum liafi opt flestar nauðsynja vörur verið j eða J, en allur smávarníngur bæði þarfur og óþarf- ur \ eða £ hluta dýrari en í hinum stærri kaupstöðum, og svo er ítarleg reynsla fyrir þessum mismun, að vjer vitum bæði forn og ný dæmi til, að jafnvel sö.mu lausakaupmenn hafa í hinni sömu kaupferð selt talsverfit dýr- ara varníng sinn i Iíafnarfirði en í Keykjavík, þótt valla sje meir en laung bæarleifi á milli þessara staða. Vjerhyggjum því, að það sje nokkurnvegin auðsjeð, að hin smáu og mörgu kauptún spilli en bæti ekki verzlan vora eins og nú ástendur og sjálfhægð sú, er af þeim leiðir, sje í raun eg veru ekki eins affaragóð og sumir hyggja; en því heldur ætlum vjer það í augum uppi, að frjáls verzlan geti ó- mögulega ^taðist eða orðið lijer að liði, ef kauptúnum er fjölgað og þarmig með öllu girt fyrir, að nokkur kaupstaður geti orðið hjerað nokkru gagni eður fær um að taka þannig á móti frjálsri verzlan, að hún geti staðist og orðið landi voru að liði. — jþað má einginn ætla, að það verði eins ásfatt fyrir utanríkis þjóðum, er híngað kynnu að koma með varníng

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.