Lanztíðindi - 01.08.1850, Blaðsíða 4

Lanztíðindi - 01.08.1850, Blaðsíða 4
96 En er það þá ólöglegt, að hann sæki um lausn? Nei, uei, kynni nú höf. að svara, ef það er ekki á móti vilja gtjórnarinnar. t. a. m. eins og var um umboðsmanninn þarna eystra um árið; en rektor má það ekki, „ef þessi úrlausn stjórnarinnar (o: sú, að stjórn- in erlendis ljet hann lialda embættinu) á ekki að verða þýðíngarlaus“. En iná jegspyrja, er það þá þýöíng úrlausnarinnar, að rektorskuli sitja með embættið, hvorthann vill eða ekki? ^að er ólíklegt; því þá hefði stjórninni ekki farizt betur, en gömlu húsbændunum, sem bundu strokkinn upp á bakið ásmalamönnum sínum, og hnýttu svo á baka til, ffvo þeir gætu ekki leyst þá, þó þeir ættu líf sitt að leysa, og ljetu þá þannig plampa með þáall- an daginn, þángað til fullstrokkaö var. Já, ó- likleg er þessi þýðíng! — En úrlausnin má ekki, segir höf. #missa öldúngis af þessum beinlínis tilgángi hennar, að stjómin eigi að ráða yfir piltum, en ekki piltar yfir stjórninni og gjörðum liennar“. Vjer getum ekki að því gjört, að oss finnst niðurlag þessar grein- ar kinlegt, og eins og talað út á þekju. þvi hver hefur nokkurn tíma efast um, að stjórn- in eigi að ráða yfir piltum, en ekki piltar yfir stjórninni? Enginn, og ekki einu sinninokk- ur af piltum. En fyrri partur hennar þykir oss engan vegin sæma höf., og sízt, ef hann er embættismaður. iþví ef það er beinlínis eða aöaltiltfángur stjórnarinnar með úrlausn- ir sínar og úrskurði, að sýna, áð hún eigi að ráða, þá verður hitt óbeinlínis, eða aukatil- gánt/ur hennar að sýna, hvernif/ hún eigi að ráða, þ. e. rjettvisler/a. J>að er reyndar ó- líklegt, að höf. haldi, að stjórnin hafi ætlazt til, að rektor skyldi skyldur að vera við nauð- ugur viljugur. En hjer stendur hnifurinn í kúnni og vjer þorum ekki að draga hann úr sárinu. En aptur á mót lítum vjer svo á þetta atriði: Stjórnin er nú búin að gjöra sína vísu, þar sem hún hefur úrskurðað, að rektor mætti halda embætti sínu með óskert- um heiðri, bún þarf ekki að gjöra meira fyr- ir rektor en þetta, og getur ekki meira gjört, nema ef að hún á að skylda hann til aðvera við — eins og höf. vill að inrilenda stjórnin gjöri —; en það hefur hún ekki gjört, þvi liún ákveður ekkert um það, hvað lengi rekt- or skuli halda embættinu. En fyrst að stjórn- irvni leizt ekki að gjöra rjettargjöf sina við rektor að liefndargjöf við hann með því, að nevða hann til að vera við embættið, hvort sem liann vill eða ekki, þá liefur höf. ekkert, fyrir sjer í því, að skora á menn að koma hjer fram i nafni stjórnarinnar, og neyða em- hættinu upp á hann. jmð er líka hægt að sjá í hendi sinni, hvað af því mundi leiöa, ef óheillaráðum höf. væri fylgt og rektor tal- inn á eða þröngvað sjer þvert um geð til að takast skólastjórn á hendur; hann hlyti þá að gjöra hvað eina með kvíða og hálfumhuga, með óvilja og utan við sig og gæti því með engu móti notið sín, Hvað liggur þá beinna við, en að skólinn, eins og menn ímynda sjer hann nú að vetri, hafi ekki gagn af stjórn- inni; en rektor sjálfur leiðindi af lífinu og, ef til vill, skapraun af skólanum. Nú — vjer segjum það satt, hvort svo sem böf. trúir því eða ekki, vjer getum ekki annað en talið það eins ísjárvert fyrirrektor sjálfan, eins ogþað væri óheillavænlegt fyrir skólann, að svona væri að farið. En á hinn bóginn höfurn vjer ekkert á móti því, ef rektor getur tekið að sjer stjórn skólans með hraustum hug, glöðu geði og kvíðalaust. Jþessi ætluin vjer að sje þýðing úrskurðarins, sem vjer áður á vikum, og ímyndum oss, að hún muni flestum nægja. Nú er það undir rektor sjálfum komið, eptir það að liann er búinn að fá fulla viöreisn mála sinna, og allir, bæði piltar og aðrir, hafa fengið að sjá, að hann rná samkvæmt úrskurði stjórnarinnar vera við svo lengi sem liann vill, oglíka sækjaum lausn þegarhann vill, hvort af þessu tvennu hann tekur, og vjer treystunr því, að hann muni taka það, sem skólanum er fyrir betra og honuin sjálf- um því hagkvæmara, hvað svo sein hver seg- ir. Ef að þetta atriði í ritgjörð höf. er á veikum fótum byggt, þá eru ástæður hans litlu betri, þegar hann fer að sanna, að rektor muni stjórna betur en áður. »Vjer teljumþá víst“, segir höf. „að herra Svb. Egilsson stjórni betur, en áður, af því bann r/etur það betur, en áður“. Jað er gömul hugsunar- regla; A posse ad esse non valet conse- qventia *. En þó hún .sje nú gömul orðin, þá hefur hún samt gilt bíngað til. En vilji ') e- þó eitt geti verið, þá leiðir ekki þar af, að það sje.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.