Lanztíðindi - 01.11.1850, Side 6

Lanztíðindi - 01.11.1850, Side 6
182 þjóðstjórn í sinámálefnum þeim, sem lítið eða ekkert væri í varið, Jað væri synd að segja, að sú þjóð væri drottnunargjörn, sem ekki vildi vinna til að gefa J>jóð. nógan prent- pappir á fæturnar alla hans æfi fyrir prjedik- un hans, ef hún gæti áorkað þessu. Höf. get- ur nú fyrst og freinst ekki ætlað, eptir því, sem Danir hafa litið á viðskipti vor og þeirra að undanförnu, að þeir sækist svo nijög ept- ir að hafa fjelagsbú með oss eptirleiðis; og í annan stað veit hann að flestir Islendingar munu kunna þessi fornu spakmæli, og vera sannfærðir um sannleika þeirra: fáirlofaein- býli sem vert er, og djarfur er hver um deildan verð. Höf. er því ekki svo hrædd- ur um að kenning j&jóð. geti leitt menn i villu, og það því síður, sem J>jóð. sjálfur mun smásaman fara að kanriast við sig og sjá hvert hann stefnir; og þjer hafið víst það traust á honum ^jóðólfi yðar Islendingar! að hann muni ekki verða seinn til apturhvarfs- ins, þegar hann á annaðborð getur sjeð það, að yðran hans geti orðið til þess að efla þjóð- heillina. Höf. sjálfur ber það .traust til J>jóð. að hann snúí nú við blaðinu og beiti allri sinni skarpskygni tii að leita að ástæðnm og meðölum til að öðlast það fyrir Islands hönd, sern frelsi þess er mest undirkomið; ogvirð- ist ekki 5jóð. það vera í fám orðuin hjerumbil þetta; Að pað verði skýrt ákveðið í yrund- vallarlöyum Islands, hvað mikið pað eiyi að leyyja á konunys horð oy til annara sam- eiyinleyra rikisnauðsynja; sem beinlínis vœru að einhverjuleyti í Isands parfir. Að Island hafi öll aðalmálefni sín út af fyrir siy, oy allan tilkostnað málefna sinna sjálft, svo liaysmunir pess komist ekki í báya við haysmuni Danmerkur, oy peyar Island hefur panniy fenyið málefni sin út af fyrir siy, að alpinyi þá hafi hið sama vald rnóts við kon- ung í hinum aðskildu málefnum oy stjórn peirra, sem rikisfundurinn hefur í Dan- mörku ídönskum málefnum oy peirra sjórn? Eins og Höf. er nú sannfæröur um að 3>jóð. hljóti að sjá það og muni þess vegna ekki kynoka sjer við að játa þáð, að hið frestandi neitunarvald konungs, sjerstaklega fyrir Island, geti ekki átt sjer stað eða kom- ið Islandi að liði, í þeim málefnum sem svo væru sameiginleg íslandi og Danmörku að hagur þeirra beggja kæmist í bága 'hver við annan; þannig væri Höf þess fús, að biðja um hið frestandi neitunarvald með 5jóð. í liinum aðskildu málefnum Islands, ef liann Jijóðólfur eða hann Hljóðólfur eða einhver annar gæti sannfært Höf. um, með skynsöm- um og sanngjörnum ástæðum, að í þessum málefnum væri Islandi nauðsyn á frestandi neitunarvaldi, til að komasthjá harðstjórn kon- ungs og illvilja Dana. Jví þótt Höf. geti ekki sjálfur fundið skynsamar og sanngjarnarástæð- ur fyrir þessari nauðsyn, þá þykir honum engi lineisa i þvi, að meðtaka þessar ástæður frá öðr- um, sjeu þærannarstil, ogbera afþeim ríkugleg- an ávöxtí bænarskrá til konungs frá þjóðfundin- um aðsumri. Enþaðer ekkiaðsjá,aðeinusinni 5jóð. sjálfum komi til hugar að ætla dönsk- um konungi eða danskri þjóð svo mannhat- urslega ósanngirni, að þau kosti kapps um, að hepta þær ákvarðanir vorar, sem vjer er- um sjálfir sannfærðir um og getum fært á- stæður fyrir að oss og málefnum vorum eru fyrir beztu, þegar þessar ákvarðanir eru ein- mitt um þau málefni, sem að í engu snerta hag eða óhag Dana; eins og það væri lika hart aðgöngu að ætla Dani eöa nokkra þjóð svo heimska og illgjarna, að þeir vildu ekki heldur að Islandi liði vel en illa, þegar vel- liðan þess væri þeim i alla staði að meina- lausu, en gæti auðsjáanlega orðið þeim að notum, þótt ekki væri nema þá, er þeir kæmu hingað ásamt öðrum þjóðum til að verzla við oss. 4 + 5. ---------------- Reglugj örð um kennsluna oy lcerdórnsprófin í hinum lærða skóla í Reykjavík. 6. yrcin. (Framkatld). Ilvernig skipta skuli lestrar- tímum í hverri viku niður á vísindagreinirn- ar, það skal á kveða hvert ár með lestrartöflu; skal senda töflu þessa yfirumsjónarmönnum skólans til samþykktar. Einungis er það lijer sett sem almenn regla, að kennslutímar fyr- ir hvern lærisvein í lærdómsgreinuin öllum til samans, að fimleikakennslu einni uridan- skildri, skulu í mesta lagi vera þrjátiu og sex á hverri viku, en mega með engu móti

x

Lanztíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.