Lanztíðindi - 25.03.1851, Blaðsíða 3

Lanztíðindi - 25.03.1851, Blaðsíða 3
183 staö þess að til yfirniatsins í þessari sýslu voru eiagaungu vaJdir þeir menn, er færstir — það menn til vita — Jiafa frá blautu barns- beini stigið fæti sínum inn í þennan hrepp, og má af því nokkurn veginniráða, hvað full- komna þekkíngu þeir haft hafa á gagni og ógagni jarðanna í honum, til þess, að þeirgætu með nokkurri rjettvísi komið því til leiðar, að við, sem í öndverðu störfuðum hjer að jarða- matinu, mættum í sjálfra okkar og annara augum, álítast, fyrir athafnir vorar, sem veru- legir meinsærismenn. Bitað i janúarm. 1851. Jarðamatsmennirnlr í Sijlufjrl). AÍsent. Fáein orð um verzlun Islendinga. 3>að vita allir skynsamir menn, að sú verzlun 'er hverju landi hagkvæmust, sem þann- ig er háttað, að landsmenn geti selt varning þann, er þeir hafa aflögu, með sem liærstu verði, og aptur fengið nauösynjar sínar, sem þeir þurfa af öðrum að kaupa, fyrir sem minnst andvirði. Annað sem gjörir verzlunina hag- felda er það, að sem skemmst sje að flytja sölueyririnn og sækja nauðsynjavörurnar, því það gjörir búendum því meiri kostnað og tima- töf frá öðrum nauðsynja störfum, sem lengra er til verzlunarstaðanna. Eigi verzlunarlög vor að vera landinu hagkvæm, verða þau að hafa tillit til þessa hvorutveggja. — Nú er það bæði eðlilegt og áríðandi fyrir sjerhvern verzlunarmann, að hann vilji selja og selji vörur þær sem hann hefur á boðstólum við sem hærstu verði hann getur, og lika hitt, að hann vilji gefa sem minnst fyrir varning þann sem hann kaupir af öðrum, því undir þessu hvorutveggja er komin velgengni verzlunar- mannsins; en því fremur er honum þetta á- ríðandi, sem hann liefur léngri veg að senda sölueyrir sinn, og því lengra sem hann þarf að sækja varníng þann sem hann hefur til útsölu. — Afstaða Islands á jarðarhnettinum og Qarlægð þess frá öðrum löndum veldur því, að mjög kostnaðarsamt er að færa oss nauðsynjar vorar frá útlöndum, og ílytja frá oss sölueyrir þann, er vjer höfum fram að bjóða; og ollir þetta því, að verzlunin hefur verið og getur ekki annað en orðið arðlítil fyrir oss, en til þess eru margar orsakir sem einsog von er til, færstir af islenzkum al- rnúga bera rjett skyn á. Sá verzlunarmaður, sem getur fengið ná- lægt sjer varning þann er selja skal, komið honum á skömmum tíma út og fengið and- virði hans, getur staðist við það, þótt hann selji aðeins litlu dýrara en hann keypti, því hann getur keypt, og selt aptur opt á ári, og að þvi skapi sem það kemst optar í kríng, eptir þvi inargfaldast ábatinn, þó lítill sje í hvert skipli. En þessu er ei þannig varið með verzlunina á Islandi, því það fer optast svo, að þegar ein vörutegund er útgengin, geta verzlunarmennirnir ekki vænt liennar apt- ur, fyrr en á nærsta vori; eins er háttað með islenzka varninginn; eptir að kaupmenn eru búnir að selja hann i útlöndum, líður opt- ast ár éða að minnsta kosti missiri, þángað til þeir fá aptur vörur hjeðan frá landi, og þyk- ist þó sá kaupmaöur góðu bættur sem fyrstur getur komið þar vörum sinum út þó með litl- um ávinníngi sje, og þetta með öðru fleiru veldur því, að þeir hljóta að selja oss aðflutt- ann varníng sinn svo miklum mun dýrara en þeir keyptu hann, að það skiptir } eða jafn- vel £ verðsins. Yið þenna anmarka sem fylg- ir hinni íslenzku verzlun bætast margir fleiri. Yegna þess vjer erum svo afskjekktir, frjett- um vjer ekki nema einu sinni eða í mesta- lagi tvisvar á ári hvað fram fer í öðrum lönd- um, en verzlunarmanninum er ómissandi, að vita þetta sem fyrst, til þess að geta hagað verzlun sinni eptir því; hann verðurað kaupa vörur þær, er hann hyggst að færa oss, þar og á þeim tírna sem þær eru í lægstu verði; eins verður hann að sæta því að selja hinar íslenzku vörur þegar bezt er við þeiin boðið. Hafi íslenzkir kaupmenn ekki bú og bólfestu erlendis, heldur hjer á landi, verða þeir að hafa fulltrúa erlendis, er, fyrir tiltekið kaup annist um sölu ens islenzka og kaup ens út- lenzka varníngs; þeir verða að leigja geymslu hús, bæði fyrir íslenzku vörurnar, meðan ó- sehlar eru, og hinn útlenda varníng, er hing- að á að senda. Af þeim ábata sem verða mætti af verzluninni dregst þannig alhnikið Qe til þessa kostnaðar; þess vegna er það, að flestir aí kaupmönnum vorum, sem ekki eiga verzlunarfjelaga í Danmörku, taka það

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.