Lanztíðindi - 25.03.1851, Blaðsíða 4

Lanztíðindi - 25.03.1851, Blaðsíða 4
184 ráft, aö flytja sig þángað og setjast f>ar að með öllu, en halda hjer á landi verzlunar- fulltrúa og gjalda þeim bæði nokkur föst laun og líka hundraðsgjald af vörum þeim er þeir selja og kaupa, og eigi nú sami kaupmaður- inn fleiri en eitt kauptún hjer i landi, þykir honum full nauðsyn bera til að búa heldur erlendis, en af þessu leihir, aðávinníngur verzl- unarinnar lendir allur í Danmörku en dregst frá oss Islendíngum, og þykir þetta, einsog það í raun rjettri er, versti anmarki við skip- ulag verzlunarinnar einsog nú stendur. — Nokkrir hafa gjört sjer það í grun, að betur mundi fara, að kaupmenn heftu hjer fastann bústað, og jafnvel ljetu skip sin liggja hjer að vetrinum, en sendu þau til útlanda á vor- um með vörur þær er þá væru feingnar; en þeir hafa að líkindum ekki íhugað hve mörg vankvæði eru við þetta; hjer við lánd eru fáar góðar vetrar hafnir, og þó þær kynnu nokkrar til að vera, getur auðveldlega svo farið, að skip þau, sem að vetrinum lægju norðan- og austan lands, kæinust ekkiávor- in út í tækann tíma fyrir isum og andviðrum; einnig mundi meiga gánga að því vísu, að tor- veldt yrði að fá kornvörur erlendis um það leiti allrahelzt með góðu verði, og opt kynni svo að fara, að þegar skip kjæmust frá Islandi, væru þær með öllu ófáanlegar, þareð vjer nú hvorki höfum vana sjómenn og ekki heldur svo fólki varið, að vjer megum missa nokk- urn hluta þess, til að vera í förum, er það einsætt að vjer hlytum að halda hjer útlendt fólk að vetrinum og mundi það ædð útdrátt- arsamt. Hitt er tiltækilegra, að þeir kaupmenn sem hjer eru búfastir annaðhvort hafi fulltrúa erlendis, er selji varníng þeirra, er hjeðan kemur og kaupi annann, eða f.ð þeir fari sjálf- ir á hverju ári landa á milli út á haustum en inn híngað á vorum til að sjá um verzlun sina bæði þar og hjer, en hafi hjer sölumann á vetrum. En hverriig seni þessu er hagað, verð- ur verzlanin samt sem áður mjög svo arðlitil og landinu óhagkvæm. Kaupmennirnir sem búa erlendis lifa optastnær eingaungu af verzl- unararðinum, þeir verða annaðhvort að kaupa eða leigja þar geymsluhús fyrirvarníng sinn; einnig verða þeir að hafa kauptún hjer i landi, halda verzlunarþjóna og gjalda þeim kaup, kaupa skip og kosta þau að öllum reiða, gjalda ábyrgðarkaup fyrir þau og allau varn- íng sinn, fæða farmennina og gjalda þeirn kaup, ellegar ef þeir leigja [skip, láta þeir skipseigendur standast allan kostnaðinn en greiða honum gjald þar fyrir og allur þessi kostnaður leggst á oss ásamt með skattgjöld- um af verzluninni. Auk alls þessa verða kaupmenn þeir, er þurfa að kaupa tinibur eð- ur annan varníng sem hingað er fluttur, frá öðrum löndum en Danmörku, opt að kaupa þeirra ríkja mynt sem varan er frá, til að borga með, og gjalda hjerumbil 6 rd. fyrir hvort hndr. dala virði.— Af þessu er auðsætt, hve mikil þýngsli vjer bera hljótum af verzluninni, án þess að ísland taki nokkuð í aðra hönd. J>að væri því góðra gjafda vert ef nokkur gæti fundið þau ráð sem bætti úr þessu, og ætla jeg að láta í ljósi það sem mjer hefur hug- kvæmst í þessu efni. (Framhaldið síðar). ' (AðsentJ. í þeirri meiníngu, að geta fengið vitneskju í ljó* framdregna um reglur þær, er menn í ýmsum pláxum lanzins kynnu að hafa brúkað fyrir sjónarmið viðjarða- matið, hafði jeg skrifað fáeinar línur, er standa í Lanz- tíðindunum á bls. 38—39, við víkjandi okkar reglu hjer I sveit. Eptir ósk minni og tilætlun, hafa líka sumir látið sjá eptir sig ritgjörðir, jarðamatinu við vikjandi, bæði í Lanztiðindunum og þjóðólfi. Ritgjörðar þeirrar, er stendur í Lanztiðindunuin á bls. 81—82 frá A. B. Sveita- bónda, vil jeg geia að því, að hún mikið frjálslega og fylgisamlega bendir mönnum skýrlega á gagnsemi þá, er af slíkum skýrslum kynni að geta flotið í framtíðinni og líka einlæglega lýsir saniþykki sínu við grundvallar- reglu þá, er hjer var hófð við jarðainatið. En þar sem höfundur ritgjörðarinnar segir, að að- ferð sú, að meta kúgyldin með jörðunum, gjöri trubl i öllu jarðamatinu, vegna þcss að kúgyldin sjeu svo mis- jöfn á jafndýrum jörðum, kemur varla okkar reglu við, því ekkert fórum við eptir því, hvað kúgyldin voru mörg á einni jörðu nú scm stæði, heldur einúngis eptir því, hvað okkur, (sem kunnugum) virtist vera mega sanngjarnar skuldir á hverri jörðu, hvort heldur það var kölluð landskuld eða bæði leigur og landskuld. Kúgyldin hafa híngað til vcrið álitin, scm einn partur af jörðunni, cður einn fullkomlegleiki henni fast fylgjandi; en jörð hverja álitum við rjett að meta mcð öllum henn- ar fullkomlegleikum. Mundu líka landskuldir verða tölu-

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.