Lanztíðindi - 25.03.1851, Qupperneq 5

Lanztíðindi - 25.03.1851, Qupperneq 5
185 vert hœrri á jörðum, cf kúgyldi væru frá þeim tekin, en jarðir þó ófullkomnari, ef harðindistíð á kæini. Ritgjörð þeirri er þá verandi sýslumaður Jón Pjet- ursson hefur lagt fyrir alinenníngs augu í Lanztlðindun- um Nr. 19—22. hefur einn jarðamatsmaður vestanlands svarað svo, að jeg þarf þar fáu við að bæta; samt eru það einúngis 2 atriði f þeirri löngu ritgjörð, sem jeg ckki get hjá sneitt að fara um nokkrum orðum. lfið fyrra atriðið er regla sú, er hann mcð fulluin orð- um segir, að jarðamatsmenn hafi verið skyldugir að fylgja, nefnil. tíðkanlegt sölulag á jörðum. það var mjer öldúngis ókunnugt, að jeg ætti að hafa sölulag það, er við gengist hefði á næstu og beztu árum, fyrir reglu og mælisnúru við verk það, á hverju byggjast ætti dýrleiki jarðanna fyrir alda og óborna, og lánga, harða og góða ókomna tíð, þar bæði jeg og aðrir og líklega höfundurinn sjálfur, höfum sjeð á öllu því, sem um jarðamatið hefur verið að undanförnu ritað, að fyrir því hefur verið tekinn vari, að menn skyldu flanast til, að meta jarðirnar eptir sölulaginu, sem nú væri á þeim. 1, Nefndin á alþíngi 1847, sem kosin var til að f- huga inálefni þctta, hefur i áliti sínu, sem lesa má í þíngtíðindunum á bls. 505 herlega upptalið margar af þeim kríngumstæðum, scm jafnaðarlega gjöri sölulagið óhæfilegt til eptirrjettíngar við jarðamatið, og þvf óskað, að fá inn komið orðinu „sanngjarnlega“; líka, vegna kvíðboga fyrir, að menn kynnu að hlaupa of mjög eptir sölulaginu, álitið bezt, að strax í löggjöfinni yrði bent á aðalregluna, sein nákvæmar yrði þó tilgreind í erindis- brjefi virðíngarmanna, til að forðast þetta. 2, Ilefur sama þíng f áliti sínu til konúngs með at- hugasemdum við 3. grein frumvarpsins á bls. 824 skýr- lega fram tekið, að ei megi meta hverja jörð eptir því, þó hún hafi farið að kaupum og sölum með hærra eður lægra verði, en gæðum hennar svarar. 3, Segir konúngleg tilskipun af' 27. maí 1848 í 3. grein, að jarðir skuli metast til peníngavcrðs, að því sem þær verða sanngjarnlega seldar eptir gæðum sínum, eður sem mögulegt sje að selja þær allra rjettast, en hvorgi hcf jeg sjeð, að þær ættu að metast eptir því, sem þær hafa áður verið seldar — þvíorðið: gangbar Priis“ mun jarðamatsmönnum hafa verið óskylt að taka framyfir íslenzku þýðínguna — einkum þar reglugjörðin af 1. septemb. 184S, bannar að fara eptir þeim atriðum, cr einúngis nú sem stendur mundu ríra verðið eða auka, því eitthvert það lielzta af þeim atriðum mundi hafa verið sölumáfinn, sem við hefur gengist. þar allt þetta framantalda hefur varað menn við, að metajarðir eptir sölulaginu, þá vantar ritgjörð dómarans tvent, 1, að framfæra óræka sanngirnis og lagaástæðu fyrir með- altalsreglu sinni, og 2, að geta þess yfir hvað lángan tíma slíkt meðaltal hefði átt að takast úr jarðasölunni, I t. a. m. hvert taka hefði átt til greina allt sölulag á jörðum frá því land var allt virt, eður.þá rjett yfir ár- in þau í fyrra og hitt eð fyrra, þar dýrleiki jarðanna á þó að standa framvegis um margar (?) ókomnar aldir. Hið síðara atriði í ritgjörð míns fyrrverandi yfirvalds, er jeg finn mjer skylt að taka til yfirvegunar, er það, þar sem hann segir, að það sje víst, að regla sú, sem jeg hafi haft við jarðamatið, sje allt önnur en sú, er löggjafinn bauð að liafa, og víst hefur liann viljað segja meira, þar hann segir, að auðsjenir sjen margir og miklir gallar á minni reglu, en lciðir þó hjá sjer að telja þá upp. Jeg bið nú lesendur að líta á, hvor okk- ar sannara segir Hm reglu þessa. Tilskipun af 27. maí 1848 segir í 3. grein, „að hver jörð skuli metast að því er slíkar, eður sama jörð verði sanngjarnlega seld eða verðsett eptir gæðum sínum“; reglugjörð afl.septemb. 1848 segir: „á það verð, er bæði seljandi og kaupandi mundi vera skaðlaus af“. Hjer er þá eiuúngis tvennt að aðgætá, gæðijarðanna og sanngirnin, skaðleysi kaup- anda og seljanda. Notendur jarðanna eru optast 2, eigandi og ábúandi; gæði jarðanna eru þá líka tvenn, 1, lanznytjarnar sjálfar, gæði ábúandans, 2, eptirgjald jarðarinnar, gæði til jarðeigandans; þegar jeg er vel kunnugurjörðinni (sem jarðamatsmennirnir áttuaðvera) met jeg fyrst þau fyrri gæði jarðarinnar, lít á lesti og kosti hennar; þar af sje jeg, hvað inikil gæði hún færir mjer, ef kjör mín ræruað búa á henni og nota kosti lienn- ar, þá sje jeg líka strax, hvað sanngjarnt væri, að jeg gildi eigandanum eptir hana, og þá bæði er litið til góðra og harðra árstíða, sem, eptir náttúrunni, yfir- koma, þá er regla þessi enganveginn „útí bláinn sett“. þegar nú er fundið sanngjarnt eptirgjald, sem ætíð megi stöðugt standa, ef jörðin annars verður notuð, þá eru nú fundin þau aðalgæði, sem eigandinn getnr fengið af fasteign sinni. Nú fer eigandinn að selja jörðina; til þess að verða skaðlaus af sölunni, þarf hann að fá svo mikla penínga, að lagaleiga þeirra sje eins mikil og af- gjaldið jarðarinnar; er það þá það einasta og vissa skilyrði fyrir skaðleysi bæði kaupanda og seljanda, að eptirgjald jarðarinnar og lagaleiga penínganna mætist. þegar jeg þannig hefi fundið verð jarðarinnar, þykist jeg líka hafa gætt lagareglunnar, gætt gæða jarðarinnar og skaðleysis kaupanda og seljanda. Til styrktar því, að Iöggjafans vilji sje hinn sami í þe^su efni, er það, að nefnd sú, er, að hans forlagi, var sett 1845, til að undirbúa mál þetta, telur afgjald jarða, landskuld og leigur, næst því fyrsta atriði, eður undir stafliðnum b, sem taka þurfi til greina við jarða- matið. Nefnd sú, er kosin var á alþíngi 1847 til að íhuga þetta sama málefni, hefur verið á sömu meiníngu, þar eð einhver hinn bezti alþíngismaður, og sömu nefndar

x

Lanztíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.