Lanztíðindi - 15.05.1851, Blaðsíða 3

Lanztíðindi - 15.05.1851, Blaðsíða 3
199 fæstir inunu vera svo grunnhyggnir, að f»eir ímyntli sjer, aft henni geti orðið framgengt? 3>að yrði leiðintlaefni fyrir lesendurna, efjeg færi ytarlega að sýna, hvernig höf. hefur feng- ið þetta út með því, að hártoga grein mína á allar lundir; jeg læt injer því lynda að geta þess, að það er einsog höf. ímyndi sjer það sje grunnhyggnislegt, sem byggist á öðruin grundvallarreglum en stjórnarskipanin í Dan- inörku og að hann blandar þessu saman (en ekki jeg). Aðvísu hefi jeg talið það grunn- hyggnislegt, að ímynda sjer, að við Is- lendíngar munum fá að búa til þá stjórnar- skipun fyrir landið, sem enga rót eigi sjer í því sem hjer er eða hefur veriðj, en jeg hefi hvorgi sagt, að nefndarálitin færu framá þetta og höf. á aungan rjett á að draga ályktanir af því sem jeg hefi ekki sagt. Jeg verð líka að leyfa mjer að vekja athygii höf. á því, að það er sitt hvað að gjöra sjer hugmynd um það yfirhöfuð, hvaða stjórriarbót við munum geta fengið, og að búa sjer til fast álit um hvert atriði hennar sjerilagi og vona jeg að þetta sje fullsannað af uppástúngunum um hið frestanda neytunarvald konúngs, sem jeg ekki ætla hjer að fara um fleirum orðum; og jeg vona líka, að höf. geti af því sem um það hefur verið ritað, sannfærst um, að það þarf annað en koma saman eina stund úr degi til að leiðrjetta það, sem höf segir „að muni vera skakkt og miður liollt i álitum manna um stjórnarskipun vora í einstökum atriðum.“ Jaö lítur svo út Sem höf. hafi hvorki komið á Jíngvallafund eða nokkra aðra fjölmenna samkomu, þvi annars get jeg ekki skilið íhvernig hann færi að búa til eins barnalega ályktun ogþá,aðþaðsjeþvíhægra og betra að ráðfæra sig við aðra menn, sein þeir sjeu fleiri og það á opinberum fundi sem stendur mest 1 eða 2 daga, um svo yfirgrips- mikið málefni, sem fyrirkomulag á stjórn landsins eptirleiðis hlýtur að vera; það verð- ur þó hverjum heilvita manni að skiljast það, að slikir fundir geta ekki eptir eðli sinu leiðt menn til greinilegrar þekkíngar á þeim mál- um, sem heimta talsverðan umhugsunar - og undirbúníngs tíma, einsog t. a. m. reikníng- ar og Qárhagur landsins og að það er því ó- skynsamlegt að ætlast til þess, að menn fái þar fullar ástæður til að breyta sannfæríngu sinni, á hve veikum rökum scm húu kann að vera byggð. Um þetta sýnist líka höf. að vera mjer samdóma, því að hann varar þjóðfundar- mennina við nað binda sig við nokkra vissa skoðun á Jíngvallafundinum, eða fyr en þeir hafi skoðað og rætt málið sem bezt þeir geta á 5jóðfundinum“. En því eiga þá hinir all- ir sem koma á Jíngvallafundinn aðbindasig þar við einhverja vissa skoðun ? meiga þeirekki einsog þjóðfundarmennirnir eiga rjett á því að bíða með| ályktanir sínar þángað til búið er að fullræða málið á þjóðfundinum ? Eða heldur höf. það stapdi á sama, hvaða vit- leysur ^íngvallafundurinn fer fram á ef þjóð- fundarmennirnir eru svo forsjálir að binda sig ekki við þær? Annaðhvort verður þetta að vera meiníng höf., eða hann verður að bera eitthvert traust til ályktana Jíngvallafundar- ins um stjórnarrnálefnið og þá getur ekki hjá því farið, að þær að nokkru leyti bindi hend- ur á þjóðfundinum, sem jeghefi sýnt að hljóti að hafa skaðleg áhrif á aðgjörðir hans. Jeg efast ekki um, að höf. liefur ritað grein sína til knúinn af sannri föðurlandsást, og það er ekki honum að kenna, heldur eðli þessa málefnis, þó honum hafi ekki tekist betur að verja það; Jíngvallafundir geta ekki verið til þess ætlaðir að ræða þar til hlýtar vandasöm og yfirgripsmikil inál; heldur til að ræða önnur smærri fjelagsmálefni og þó eink- anlega til að vekja og glæða föðurlandsást og fjelagsanda jog áhuga manna á almermum mikils umvarðandi málefnum. Og með því nú flestir muriu játa það, að áhugi vor á stjórn- arskipun landsins sje fullkomlega vaknaður, þá liggur það í augum uppi, að í þessu til- liti ber minni nauðsyn til að halda Jíngvalla- fund í sumar en endrar nær, og að hann í sjerhverju öðru tilliti, ef hann tekst annað í fáng en hann er fær um, hlýtur að verða fremur til ógagns en gagns. Jeg óska, að sjerhver sannur föðurlandsvinur taki þetta mál til íhugunar hlutdrægnisIaust|ogjeg vona, að hann með ýtarlegri umhugsun komist til sömu sannfæríngar og jeg. t „Lanztiðindunum“ Nr. 44 og 45 stend- ur enn ritgjörð nokkur um jarðamatið, og á hún, eptir undirskriftinni, að vera samin af

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.