Lanztíðindi - 15.05.1851, Blaðsíða 1

Lanztíðindi - 15.05.1851, Blaðsíða 1
305 Viðanki við^? 48 og 49. B ö ð v a r og Asta, («aga frá 16. öld). (Framhald). Jeg varð nú vinur Lúters, helzt af því, að hann skyldi ráðast á hina hötuðu trú og að- gjörðir páfa. Jeg þaut nú i flokk Lúters og vissi þó varla hvað jeg gjörði eða hvaða þýðíng lá í starfa Lút- ers. En jeg þarf ekki að orðleingja þetta; je% fór til Wittenbergs og hlýddi kostgæfilega á kenníngu Lúters. Varð jeg hinni nýju trú bráðuin innlífaður mjög, en Ijct þó aldrei bera neitt á mjer. Var það af því, að injer líkaði ekki ofsi Lúters, og af því, að jeg treysti mjer ekki til að láta neytt að mjer kveða. Svona liðu nú fram stundir og jeg sá hvernig inenn börðust fyrir trúnni og ljetu líf sitt fyrir sakir liennar. þetta líkaði mjer ekki. A endanum fór mjer að leiðast lifið í þess- um lönduin, þar sem hin heilaga friðar og eindrægnis- kenníng hljómaði hvervetna og þar sem jörðin flóði þó alltaf i blóði manna. Mjer leiddist þetta og mig fór að Iáuga til að komast þángað, sem jeg gæti nú lifað efstu ár æfi minnar í kyrrð og næði, og virt fyrir mjer líf mitt og það, sem fyrir mig hefði borið. Mjer datt þá í hug að þetta mundi jeg bezt geta á föðurlandi mínu, og mig lángaði nú heim þángað aptur. Jeg fjekk mjer þá far með kaupmönnum, og urðum vjer vel reiófara og kom jeg þar að landinu, sein jeg hafði áður frá þvi horfið og var nú sextugur að aldri. Jeg ætla nú ekki að leingja sögu mina með því,- aö fara að telja upp hugsanir þær, sem nú kviknuðu í brjósti injer, þegar jeg kom á fornu stöðvarnar aptur incð eodurminníngu liðinna tíma. En jeg varjfastráðinn i því að friðmælast við alla menn, og bæta hverjum þann skaða, sem jeg hefði gjört honum, ineð gulli og ger- semum. Jeg hraðaði för minni heim í hjeraðið mitt, og ljet þó ekki á bera hver jeg væri. Spurði jeg þá um æskuvini mina 'og ættíngja, en þeir voru flestir dauðir, eða komnir þaðan burtu í önnur hjeruð. Jeg tók þá það ráð, að leynast fyrst um sinn á meðan jcg væri að átta mig í breytíngum þeim, scm á væru orðn- ar. Tók jeg mjer þá bólfestu i helli þessum, því það var æskuhæli mitt, og jeg hef verið hjer stðan. þenna tíma hef jeg notað til þess að hugsa uin líf mitt. Fannst mjcr þá, að jeg hefði lítið gagnað heim- inum og væri þó citthvað heimtandi af mcira cn scxtug- um manni. Jeg sá að nú^var ofseint að byrja á stór- vjrkjum og hjelt jcg þá, að það helzta, sem æfi min gæti orðið að liði með, væri það, að birta einhverjum úngum manni ágrip hennar. Bjóst jeg við, að þá mundi hann segja fleirum og svo hver öðrum, og gat jeg þá •kki ætlað annað, en að einhver mundi nema eitthvað af henni. En þessvegna hef jeg kjörið þig freinur öðr- um til að þylja æfirollu mína, að mjer líkar hóti betur við þig, cn marga jafnaldra þína, með því að mig grun- ar, að þú kunnir öðrun) fremur vel með hana að fara. Að lyktuin ætla jeg að segja þjer það, að þessi siðabreyting, sem á er orðin á þjóðvcrjalandi, mun og bráðum koma hjer, og skaltu þá taka henni vel; þvi hún er til mikilla bóta ef vel er með farið. I það mund mun þjer og gefast færi á, að eignast hana Ástu þína, og skaltu bíða þess með þolinmæði; því ella mun af leiða óhamingju fyrir ykkur bæði einsog faðir þinn hef- ur sagt þjer. þegar að þessu kemur skaltu Ieita þjer hælis í helli þessum, ef þjer þykir scm þjer sje hælis- vant nokkuð, og muntu þá finna hjer bein mín, ef þú leitar um hellinn. Skaltu þá taka þau og geyma, þáng- að til þú getur jarðað þau við þá kirkju, sem þú reisir sjálfur. Ef þú finnur hjer eitthvað fjemætt þá er það frá mjer og skaltu eiga það; sumt til minníngar um mig, en sumt til notkunar. Iljer þagnaði kuflmaðurinn, og hafði Böðvar hlýtt á sögu hans með mikilli eptirtckt, og fannst einsog sig hefði dreymt. En hinn gamlí maður sló bendinni komp- ánlcga á öxl honum og mælti: þig dreymir ídagíhell- inuin, en I nótt undir fossinum. Svona er það; lífið verður undir eins að draumi við hver vanabrigði. Nú skuluin við snæða dagverð, og síðan fylgi jeg þjer til hests. Að svo mæltu setti hinn gamli maður fyrir þá inat, og er þeir höfðu snætt gengu þcir niður úr hell- inum og þar til, sem hestur Böðvars var. þar kvödd- ust þeir, og þá mælti hinn ganili maður: Jeg fer nú heim til mín; því jeg er mjög lúinn orðinn af hinni örðugu leið, og Aðalgunnur biður mín með útbreiddan faðminn. Biddu ánægður eptir gæfustund þinni, og hugsaðu ekki til, að flýta komu hennar með neinum ráðum; því þá verður bráðlæti þitt sjálfum þjer að tjóni. Farðu nú vel; við sjáumst ekki aptur! þannig mælti Iiann og hvarf aptur upp í hellinn, en Böðvar reið heim til Bræðratúngu og var þá dagur hátt á lopti. Böðvar tók söðulinn af hesti sínum og gckk til hvilu; því hann var syfjaður mjög. Nú Iiðu svo stundir fram, að ekki varð til tíðinda í hjeraðinu. Böðvar reið opt að fossinum og talaði við Astu. Og jafnan hugsaði hann um sögu hins gainla manns, og virti hana fyrir sjer á allar lundir, en ekkí sagði hann hana neinutn manni. Á þcssum missirum komu híngað út mcnn þeir, sem fluttu siðabótina, og varð þá róstusamt nokkuð í landinu, fyrir því að sum- ir Yörðn það er hinir vildu niður rjúfa, og er það svo kunnugt, að hjer þarf ekki frá að segja. Hákon bóndi í Bræðratúngu tók manna fyrstur við siðabótinni, og svo fjöldi bænda i því hjcraði, er að hans dæmi fóru. Jón á Hofi var lengi tregur til, en Ásta hneigðist skjótt að hinni nýstárlcgu kennlngu, þvf hún var mjög að skapi hennar. — þá var það, sein flokkar katólskra manna fóru um landið og heldur óvægilcga. Snjerist Jón í flokk þeirra, og þóttist inikið gott vinna í slíkri breytni. Voru þeir samanlO eða 12 í flokki í því hjeraði og mis- þirmdu þciin er siðabótina liöfðu tckið. þeir koinu að Bræðratúngu og hugðist nú Jón að hefna sín nokkuð á Hákoni og þeim feðgum fyrir meiðandi orð í kvonbæna- förinni. Flokkurinn nam staðar á bæjarhlaðinu og spurði Jón hvort þeir feðgar væru inni, og bað þá gánga út, ef þeir væru ekki ragir hundar. llákon gckk þá út og húskarlar allir og Böðvar og spyr Jón um erindi, og

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.