Lanztíðindi - 15.05.1851, Blaðsíða 2

Lanztíðindi - 15.05.1851, Blaðsíða 2
106 hvort hann vilji gánga í stofu. Jón kvað nú engin stofu- erindi; þvi þessvegna væri hann þar kominn með flokk sinn, að liann vildi í nafni páfans spyrja hvort hann og hans væru gengnir af»rjettri trú. Uákon kvaðst vera genginn á rjetta trú en ekki af, og svo væru allir sínir menn, og það máttu segja páfa, þegar þið hittist næst. Jón bað þá sína menn gánga að og drepa hunda þessa, og lýsti þá óhelga og fje þeirra væri eign kirkjunnar. þustu þeir þá að Jóns menn og sló þar í bardaga. Lauk svo að Ilákon fjell og húskarlar allir, en Böðvarkomst undan á flótta og var sár nokkuð og lúinn mjög. Jón var og sár mjög og allir í hans flokki, en 5 menn voru fallnir. Hvarf Jón þá til Hofs og þóttist vel hafa að verið. Ekki herjaði hann á fleiri í hjeraðinu, en ýmsa setti hann til höfuðs Böðvari, En það er frá Böðvari að segja, að hann reið til vinar síns eins, og batt þar um sár sín og sagði tíðindin. þóttu þau ærin orðin og ætluðu margir að þessa mundi hefnt verða. Reið þá Böðvar aptur til Bræðratúngu og 4 menn með honum. Voru þar engir menn fyrir og hús öll brotin, svo ekki var í búandi. Tóku þeir þá lík hinna föllnu og gjörðu útför þeirra, eptir þvi, sem kostur var á. Skjótt urðu þessi tiðindi hjeraðsfleyg og þóttu hvervetna bæði mikil og ill. það fylgði og nieð að fje væri lagt til höfuðs Böðvari. Vildi hann þá ekki vera vinum sínum til hættu, eða stofna þeim í neinn vanda, og leitaði nú til hellis þess, sem hinn gamli maður hafði ncfnt við hann forð- um. Hann gekk inn ■ hellinn og litaðist um. Fannhann þá brátt afhelli nokkurn skammt inn frá hellismynninu og þar fór hann inn. þessi afhellir var höggvinn í bjargið og ekki stór og með glugga á hliðinni. þar var borð og bekkur úr steini og sængurstæði eitt með þurrum mosa í. í vegginn var böggvinn út djúpur skápur eða hyllur. Ekkert sá hann hjer lauslegt inni ncina á efstu hyllunni stóð rainmgjör stokkur úr eyk og jérnbentur. Lykillinn stóð í skránni. Stokkurinn var svo þúngur að Böðvar gat með herzlumunum tekið hann ofan og setti hann á borðið. Hann lauk stokknum upp og sá að hann var fullur af gulli og gerscmum. Hann læsti stokknum þegar og fór að leita hins gamla manns, eða líks hans. En hann fann það ekki fyr en seint og síðar meir og lá það í steinþró í afkima einum í hell- inum og stafurinn ofaná. Líkið var þornað uppoghart orðið, og var einsog bros Ijeki um hið föla andlit hins gainla manns, svo var líkið fagurt á að líta. Böðvar minntist við líkið og gat ekki bundist tára, er honum flaug nú æfi hans í hug. Böðvar ljet líkið vera, en breiddi yfir það kápu sína og fór svo inní afhellinn apt- ur. Hjer bjó hann nú um sig og viðaði að sjer það sem hann þurfti til viðurværis. Eykarstokkinn ljet hann I holu undir borðinu og var hann þar ekki auðfundinn. Hjer dvaldi nú Böðvar á meðan siðabótin var að ryðja sjer til rúms, og vissu engir af hýbýlum hans. Hann reið öðruhvoru til Hofs og talaði við Astu, og sagði hún honum jafnan hvað títt var i hjeraðinu, svo hann vissi allt af hvað gjörðist, og úr hellinum sá hann allar mannareiðir um hjeraðið —. Siðabótin var nú orðin ríkjaadi í hjeraðinu og ofsi katólskunnar var að mestu orðinn að engu. þá bar það til tíðinda eitt kvöld um vorið, að þrír menn fóru sam- an um hjeraðið og þó cnga mannavegi, svo það var auðsjeð að þeir vildu leyna för sinni. þeir fóru hjá fjallinu í það mund, sem Böðvar ætlaði á stað heim að Ilofí að hitta unnustu sína. Hann sá til mannanna og þótti för þeirra kynleg, er þcir fóru enga mannavegi. Grunaði hann að eitthvað mundi standa til. Hann fór þá í hámóti eptir þeiin, en þó svo fjærri, að þeir urðu hans ekki varir. Mennirnir riðu til Hofs og stigu þar af hestum sínum fyrir utan garð. Síðan gengu þeir heim að bænum hljóðlega. Böðvar fór alltaf í hámóti eptir þeim og sá hann að einn þeirra gekk uppá glugga þann er var yfir hvílu Jóns bónda cg bað hann koma út hið bráðasta og tala við sig. Jón kom út bráðum, og þegar er hann var kominn út fyrir bæjardyrnar tóku þeir hann, sem úti voru og bundu og höfðu með sjer út fyrir garð. Böðvar vildi vita hvað þeir gjörðu og gekk nær þeim og leyndist undir túngarðinum. Hcyrði hann þá, að einn af mönnunum tók til máls og sagði: Hefur þú lofað því, Jón, að setja dóttur þína í klaust- ur, þegar er hún væri tvítug orðin, svo að testamenti þitt hið forna fái framgáng? Hverju skiptir það ykkur? Seg oss hið sanna eða vjer drepum þig þegarí stað. þá ersvo víst, að hún skal í klaustur fara, og kirkjan erfa mig; sleppið mjer nú. Nær hjeztu þessu? þegar Viðeyjar munkarnir komu til mín um sumar- ið, sem menn kölluðu síðan Hofsgesti, og mest var um talað; sleppið mjer nú. Hversvegna drapstu Hákon bónda og lagðir fje til höfuðs syni hans? Af því jeg var hræddur um, að þeir feðgar mundu komast að heiti því, sem jeg hafði gjört, en Böðvar vildi fá Astu, og sá jeg, að cf hann sækti fast bónorðið, þá mundi jeg verða að gefa honum meyna, eða verða fyrir illum hnjóði hjeraðsbúa, en þá væri jeg ogneyddur til að rjúfa heit mitt; sleppið mjer nú. Vel segist þjer frá. En hvar geymir þú penínga þína og gripi? Jeg á fátt annað, en fastcignir, ogájegnú 2S hndr. hundraða i jörðum. En það iítið sem jeg á af gripum geymir Asta dóttir mín; sleppið mjer nú. Bráðum skulum vig sleppa þjer; hundurinn þinn! Auðurinn þinn og Asta skal nú bráðum verða okkar og konúngsins eign. þú hefur nægar sakir, ogfellur ó . . . I þessu biti snnraöist Böðvar að og hjó þann bana- högg, sem talaði. Hinir brugðust til varnar, og vari þar nrrusta snörp nm hrið. Böðvar hafði öxi eina vopna, en hinir höfðu sverð. j>ó lauk svo, að Böðv- ar drap þá báða. Skar hann þá böndin af Jóni bónda, og segir: Snauta þú heim tii þín mannfýlan þín. Jeg nenni ekki að drepa þig í þetta sinn, og nýtur þú þar mest dóttur þinnar ,4stu! Jón spratt á fætur ogsegir: Hver er það> sem jeg á lif mitt að launa? jþað Iiugði jeg þig litlu skipta inundu, og þrí sagði jeg þjer það ekki, en rila skaltu þá, er jeg hefui Ilákonar föður

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.