Ný tíðindi - 10.03.1852, Qupperneq 4
28
fyrirfarandi). 'Sumir af þessum hákallaveiðendum hafa
aflað all vel, en fleiri þó fremur illa. — Engra skip-
skaða er getið að vestan. — J>að er sagt, að kaupstað-
irnir vestra sjeu nú komnir á þrot með flest.
7. dag þ. m. lagði póstskipið á stað frá Reykjavík.
Meðal farþegjanna á því var assessor Christjánsson,
kammerráð, og kona hans, og fylgdu þeim hjeðan
hræsnislausar velförnunaróskir ýmsra af löndum hans,
bæði skyldmenna hans og vandamanna, og þeirra mörgu,
sem notið hafa veglyndis hans í velgjörðum, og þeirra,
sem nú taka hjartanlegan þátt í högum hans.
Prestaköll.
Veitt: Kálfafell á Síðu stud. theol., amt-
skrifara Jóni Sigurðssyni; G arður í Kelduhverfi sjera
Birni Arnórssyni presti í Hvammi í Skagafjarðarsýslu;
og Hellnaþing í Snæfellsnessýslu kandíd. theol.
Jóni J>orvarðarsyni.
0 v e i 11: 1. K i r k j u b æ r í Tungu í Norðurmúla-
sýslu met. 61 rbdd. 64 skk., augl. 20/febr. (sbr. 22. bls.
hjer að framan). — 2. Staðurí Grunnavík í Norður-
ísafjarðars., met. 20 rbdd., augl. 4. þ. m. — 3. H v a m m-
u r í Skagafjarðars., met. 17 rbdd. 4 mörk 3 skk., augl.
s. d. —4. N e s í þingeyjars. met. 16 rbdd. 2 mörk 4 skk.,
augl. s. d. — 5. Reynistaðárklaustur í Skaga-
fjarðars., met. 32 rbdd. 2 mörk 8 skk., augl. s. d. Eme-
rítprestur er í brauðinu 73. ára g., sem nýtur ár hvert,
á meðan hann lifir | af öllum föstum tekjum prestakalls-
ins. — 6. Sauðlauksdalur í Barðastrandars. met.
38 rbdd. 5 mörk, augl. s d. Emerítprestur er í brauðinu
75 ára g., sem nýtur árlega á meðan hann lifir £ af öll-
um föstum tekjum þess, þar að auki veitist honum ept-
irgjaldálaust hjáleigan Dalshús til ábýlis, meðan hann
þarf þess við, samt £ silungsveiðar í svo nefndu Dals-
vatni öldungis á eigin kostnað.
Mannalút og slisfarir.
Hannes Arnórsson, prestur á Stað í Grunna-
vík, drukknaði á kaupstaðarferð á ísafirði, 18. dag des-
emberm. í vetur.
Andres Jónsson, bóndi á Hvítuhlíð í Strandas.,
dó 24. dag desemberm. í vetur.
G í s 1 i M a g n ú s s o n, bóndi á þambárvöllum í
sömu sýslu, dó 13. dag januarmán. í vetur.
Maður varð úti á Hrófá í Steingrímsfirði í hríðinni
23. sunnud. e. þrenningarhátíð, og í septembermánuði
drukknuðu 2 menn í Hrútafjarðará. það voru kaupa-
menn úr Miðfirði á heimleið vestur í Olafsvík. J ó n
bóndi Sigurðsson á þverfelli í Lundarreykjadal
varð úti í byl, og hefur ekki fundizt.
Auglýsingar.
Með auglýsingu þessari, sem kunngjörð verður bæði
á hjeraðsþingi og í hinum konungl. ísl. landsyfirrjetti,
eru allir þeir, sem til nokkurra skuldaskipta eiga að
telja við dánarbú prestsins í Breiðuvíkur - þingum, sjera
Jósefs heitins 31agnússonar, er andaðist 9. nóvemberm.
árið sem leið, kvaddir til að mæta, áður næstu fardag-
ar líði, fyrir skiptaráðanda í Snæfellsnessýslu: þeir til
að bera fram skuldakröfur sínar og færa sönnur á, sem
skuldir eiga að heimta, en hinir til að greiða skuldir,
sem þær eiga að gjalda; svo og erfingjar hins látna,
til þess að sanna erfðarjett sinn og taka móti arfi, ef
nokkur verður afgangs skuldum.
Búðum 5. dag janúarm. 1852.
P. Melsted.
Nú er byrjað að prenta hjer hinar „Nýju Hugvekj-
ur“, sem jeg auglýsti í febrúarörk þjóðólfs, því stipt-
amtmaður hefur gefið mjer kost á að láta prenta þær
með þeim kjörum, sem jeg gat ekki vænt betri, að
minnsta kosti hjer. Bókin inniheldur hjer um bil 100
hugvekjur, og verður allt að 20 örkum, í sama broti og
á sama pappír, eins og hið nýprentaða Nýja Testamenti.
Jeg vænti þess að hún fáist til kaups hjá mjer í alskinni
úr því líður á næsta sumar; og lofa jeg því að selja
hana með sanngjörnu verði, sem jeg enn eigi þori
að ákveða, þar jeg éigi veit upp á víst, hvað bókin
verður stór. Jeg áleit rjett, að láta þetta berast sem
fyrst út um landið, svo ef einhverjir í fjarlægð vildu
eignast bókina fyrir veturinn, þá gæti þeir búið sig
undir það, með því að sjá um að jeg fái borgun henn-
ar út í hönd; því öðruvísi sendi jeg hana ekki fyrst
um sinn í fjarlægar sveitir, þar hún er ekki framar eign
mín en prentsmiðjunnar, eptir skilmálum við stiptið.
Jeg tek með fegins hendi á móti hverju nafni, sem fal-
ar af mjer bókina, og með þakldæti þegar verð hennar
fylgir með.
tSvb. Hallyrímsson.
Eptir skýrslum prófastanna voru, við árslokin 1850,
rúmar 59000 manns á öllu Islandi. þar af voru þá í
Reykjavíkurbæ 1252, en í Seltjarnarneshrepp 356. Við
árslok 1851 voru í Reykjavíkurbæ 1323, en í Seltjarn-
arneshrepp 338. Arið 1851 fæddust í Reykjavíkursókii
51, en 46 dóu; þar af 21 yngri en 10 ára.
Leiðrjetting: 1 5. og 6. bl., bls. 22, 2. dálki, sten<j-
ur Katrín fyrir Kristín.
Ritstjóri: M. Grímsson.