Ný tíðindi - 29.07.1852, Blaðsíða 1

Ný tíðindi - 29.07.1852, Blaðsíða 1
 FíY TIÐINDI 16. og 17. bl. 22>. d. júlimánaðar. 185». IV. Landsyfirrjettardómur i málinu Nr. 2, 1S52. Adólph hreppstjóri Petersen gegn Jóhanni bónda Berg- syni á Stokkseyri. Irasar misklíðir höföu risiö milli Adólphs hreppstjóra Petersen á Steinskoti í Ámess- sýslu, og bóndans Jóhanns Bergssonar á Stokkseyrar hálflendu, út af ábúð þess siðar- nefnda og jarðargjöldum, sem Jóhanni þótti Petersen vilja þoka fram yfir það, sem áður hafði verið; lika vildi Petersen þröngva Jó- hanni út af jörðunni Stoksseyri, að hverri hann þóttist sjálfur vilja flytja, en hafði þó ekki byggt Jóhanni sjálfur inn á jörðina, heldur aðrir, sem áttu jörðina, áður en Petersen, og sem gefið höföu Jóhanni byggingarbrjef með ákveðnum skilmálum, sem Jóhann hjelt vel og dyggilega. Misklíðirnar út af þessu komu fyrir sáttanefnd, sem lög gjöra ráð fyrir, þann 7. október 1849, og varð ekkert ágengt milli partanna; aptur voru sættir reyndar 10 dög- um síðar, og undirskrifaði og samþykkti Jó- hann þá nokkurs konar samning við Petersen, mn að mega búa kyrr á hálfri Stokkseyri frá fardögum 1850 til fardaga 1851, en skyldi þá flytja góðmótlega burtu. Líka lofaði Jóhann að borga 30 fiskum meira eptir hálflenduna en áður var, og skila öllum hálfum reka, m. fl. Jbegar aðfram kom, vildi Jóhann ekki vikja, frá jörðunni á þeim ákveðna tíma eða neitt af þessu halda, og heimtaði því Petersen að fó- getinn fullnægði forlíkuninni, með, að bera Jó- hann út. 3>egar þetta átti að framkvæmast í fardögum 1851, kom það í ljós, að Johann ekki hatði undirskrifað samning þenna í sátlabók- inni, heldur álausu blaði, sem báðir sáttasemj- ararnir líka höfðu undirskrifað með pörtunum, og var svo samningurinn lagður við sátta- bókina. 3>etta þótti ekki í rjettum sniðum, eða samkvæmt 30. gr. í tilskipun 20. janúar 1797, og .varð því ekki af útburðinum á Jó- hanni. Petersen kallaði því Jóhann á ný til sátta út af samningsrofinu, en sáttum varð ei á komið, og gekk þvi málið í dóm. Undir- dómarinn, kaminerráð, sýslumaður 3?. Gud- mundsen, dæmdi í niálinu 16. desember 1851, þannig: „Hinum innstefnda Jóhanni Bergssyni ber „undir 2 rbdd. múlkt til Stokkseyrarhrepps „fátækrasjóðs, fyrir hvern dag, sem hann „óhlýðnast dómi þessum, í fardðgum 1852, „að víkja burt frá hálflendunni Stokkseyri „með alla búslóð sína, og að borga sækj- „andanum 179 fiska í óframfærðu og skaða- „bætur, fyrirþrásetusína á jörðunni eptir far- „daga 1851, þær sem óvilhallir, af rjettin- „um útnefndir menn, meta, þó þannig, að „þær ei sje minni en llrbdd. Enn fremur „ber honum að skila sækjandanum þeim „rekaviði, er hann hefur haldiö fyrir honuiii, „og þessi getur sannað, eða hans andvirði „í peningum, eptir óvilhallra manna mati. „Loksins ber honum að greiða sækjandan- „um málskostnaðinii með 15rbdd., og að lúka „til hins íslenzka dómsmálasjóðs fyrir ó- „þarfa þrætu 2 rbdd., allt reiðu silfurs." Dómur þessi er að öllu byggður á samn- ingnum frá 17. október 1849 milli partanna, og hefur dómarinn álitið Jóhann skyldan til að halda hann, samkvæmt NL. 5., 1., 2. 3>eg- ar hann á annað borð vottanlega gekk að hon- um. Úr því sem var komið, gat það ei kom- ið til greina, hvort Petersen frá upphafi hafði rjett, eða ekki, til að gjöra Jóhanni þá kosti, sem hann gjörði, það var nóg að hinn sem fullmyndugur maður gekk að þeim. Að vísu hafði Jóhann borið fyrir, að sjer hefði verið að nokkru leyti þröngvað til að undirskrifa samn-

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.