Ný tíðindi - 29.07.1852, Síða 3

Ný tíðindi - 29.07.1852, Síða 3
63 ist, til að geta }>á veitt [>vi, hvert sem mað- ur viil, ef smiðvjelin kemur því ekki nógu langt, eða þangað sem hailinn er nógur. jjetta sem vjernú höfum minnzt á jarðarrækt- ina eru að eins tlæmi til að sýna Iiverju þekk- ingin geti koinið til leiðar, og einstöku sýn- ishorn upp á meðferð menntaðra þjóða á jörð- unni. En erlendir bændur, sem kurma jarð- yrkju, nema ekki staðar við þetta: þeir rann- saka efni grasanna, til að vita, hver grasteg- und sje bezt til mjóikur, vaxtar, holda, fitu; þeir rannsaka hver grös hafi þá kosti til að bera, sem þeir þurfa á að liaida. og livernig þeir geti gróðursett [>au, og ræktað í stað hinna, sem þeim eru miður hentug. $eir hafa [>ví ætíð það hey, sem bezt hentar hverri skepnu. Jeir hafa fundið það, að rafurmagnið eflir grasvöxtinn, og handsaina þessa kvikulu lopt- tegund, og lileypa henni á jörðina. 5eir hafa líka siáttuvjel, sem liestar draga, og gengur sá sláttur æði lljótt. Otal fleiri dæmi mætti telja upp á kunnáttu menntaðra þjóða, og ein- lægt eru þær að finna ný og ný ráð til að efla búsældina, og það jafnvel þar, sem kunnáttan sýnist vera komin svo langt, að henni sje ekki framar von. Af því er liægt að ímynda sjer, hvað þekking og kunnátta geta komið til leiöar hjá oss, þar sein landið er alit í auðn og óræktað; því enginn getur talið túnin hjá oss ræktuð, nema, ef til vill, þegar þau eru borin saman við holtin og melana. (Framhaldið síðar). Um loptsjón, er scist d nœstlibnum vetri, þann 26. Octobris. (Framhald). Af því jeg held, að loptsjón þessi haíi vcrið vígahnöttur (Bolis), þá vil jeg hjer með gjöra al- þýðu kunnugt um háttalag vígahnattanna, eptir því áliti, sem menn nú á dögum hafa um þá, og vil því setja hjer að mestu leyti orðrjett það, sem Pouillet, eða þó heldur prófessor Jóh. Múller hel'ur ritað um stjörnu- hröp, vígahnettiog loptsteina (á dönsku: Stjerneskud, Ildkugler og Meteorstene). Stjörnuhrap (segir hann) er algengur og alkunnur fyrirburður, sem þess vegna ekki þarf nánar að útmála. Eptir samtíða rannsóknum hafa menn fundið, að stjörnuhröpin eru nær 34 til 35 mílur upp frá jörðu (að vísu einnig neð- ar), og að þau hafi þann flýti, að fara 4 til 8 mílur á sekúndunni. Merkilegust eru þau stjörnuhröp, sem sýna sig óvenjulega mörg á vissum tímum, svo að líð- ur jafn iángur tími á milii, og sem menn hafa tekið eptir frá 12. til 14. nóvember, og þann 10. ágúst, á messudag hins helga Laurentii. þcnnan dag finna menn snemma umtalaðan í Englandi í gömlum kirkjualman- ökum, hvar stjörnuhröpin kallast eldtár hins hei- laga Laurentii. [Vjer Islendingar könnumst við vísuorðið í fingraríminu: Eld leið Laurus kirkjusveinn], og stjörnuhrapanna fjöldi er þar ávikið að sje tilburður er verði aptur og aptur. Stæstan fjölda stjörnuhrapa hafa menn vitað í Norðurameríku nóttina milli þess 12. og 13. nóyember 1833, því þá leit það út sem kafalds- bilur, og menn reiknuðu, að á 9 klukkustundum hafi komið hjer um bil 240,000. Vígahnettirnir sýnast hafa sama uppruna sem stjörnu- hröpin, og einungis mismuna lrá þeim að stærðinni til. Meðal hins umgetna skara af stjörnuhröpum urðu inenn einnig varir við vígahnetti. Vígahnettirnir bresta í sundur ineð stórum hvelli, falla þá steinar niður, er kallast Meteórsteinar eða Aérolithar (loptsteinar). Einnig á degi hafa menn sjeð slíka loptsteina falla niður frá grá- leitum skýjum, hvar með einnig fylgdi hvellur mikill. þegar loptsteinar eru nýfallnir, þá eru þeir heitir, og eptir því, sem þeir detta með meiri hraða, þá sökkva þeir dýpra í jörð niður. Við endalok næst- liðinnar aldar var mönnuin gjarnt að halda það vera skröksögur, að steinar dittu úr lopti; en síðan hafa dott- ið loptsteinar, sein fleiri menn hafa orðið varir við í einu, og sem er orðið nægilega staðfest af mönnum, er vit höfðu á. Hjer á meðal er loptsteinafallið þann 26. apríls 1803 hjá A i g 1 e í fylkinu 0 r n e (á Frakklandi), sein Biot rannsakaði, og þann 22. maí 1808 hjá Stannerní Máhren. þann 13. nóv. 1835, þess vegna einmitt á stjörnuhrapatíðinni, kveikti loptsteinn í húsi einu í fylkinu Ain. (Frammhaldið síðar). r Lagasafn handa Islandi. JTiI þess hafa margir fundið, bæði embættismenn og aðrir, hversu örðugt væri að vita lög þau og reglur, sem gild væri á Islandi, og margar tilraunir hafa verið gjörðar, bæði af einstökum mönnum og af hálfu sjálfrar stjórnarinnar, til að bæta úr þessu, bæði með því að safna því, sem út er komið, og með því að setja regl- ur uiu hvað gilda skuli, en samt má enn ekki hcita að mikið sé áunnið. Mart af því sem Island snertir er óprentað, og kvartanir uin réttar-óvissu og ágreiníngur um hvað lög sé eður ekki, er alltítt, jafnvel meðal lög- fróðra manna. Einhver hin líklegasta aðfcrð til að undirbúa end- urbætur i þessu efni virðist vera sú, að koina á prent SAFifl AF þEIM LAGABOÐUM, ÚrSKIJEÐUM, REGLU- gjökðum o. s. frv., sem eru álitin löggild á Isla.vdi, eða lýsa ásigkomulagi laga og réttar þess, sem verið hefir eða er á landinu. Til slíks safns höfum við lengi hugsað, og eptir að við höfum öðlazt styrk hjá stjórninni, er nú svo lángt komið, að prentunin er byrjuð, og hgfum við von um

x

Ný tíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.