Ný tíðindi - 29.07.1852, Síða 4
64
ad henni gcti orðið stöðugt fram haldið, svo að safnið
geti komið út smásaman, 1 eða 2 bindi á ári. En svo
er gjört ráð fyrir, að safnið allt verði 6 bindi, hvert til
hérumbrl 50 arka, og fá áskrifendur hverja örk prent-
aða fyrir 6 skildínga, en fyrir aðra má hækka verðið.
J)ó við ekki gctum lýst safni þessu til hlítar í
stuttu máli, skulum við geta þess, að það nær frá 1096
til 1848; í því verður fyrst tíundarstatúta Gizurar biskups,
hinar helztu réttarbætur til Jónsbókar, helztu alþíngis-
dómar og samþyktir, tilskipanir, konúngsbréf og úr-
skurðir, reglugjörðir og erindisbréf, stjórnarráðanna
bréf hin lielztu, einnig gjafabréf til stiptana, og fleira
það sem helzt þykir merkilegt. Til þess verður vísaá,
hvaðan sérhvað er tekið, og einkanlega verður þess
gætt við sérhvert lagaboð, að skýra frá hvort það er
auglýst á Islandi eður ckki. Hvert bréf um sig verður
prentað á því máli, sem það er frumritað á.
I þeirri von, að margir, einkum vísindamenn og
embættismenn, muni vera okkur samdóma um nauðsyn
og not þau sem, að þessu safni mætti verða, bjóðum
við hér með öllum þeim, sem vilja eignast það, til að rita
nöfn sín á blað þetta, og getum við þess, að safnið
kemur út hjá bóksala háskólans lierra A. F. Höst hér
í bænum.
Kaupmannahöfn 25. Júní 1852.
Oddgeir Stephensen, Jón Sig-urðsson,
jústizráð og forstöðumaður hinn- skjalavörður.
ar íslenzku stjórnardeildar.
(í5r t>eir sem vilja rita sig fyrir bók þessari þurfa
ekki annað en snúa sjer að sýslumanni sínum eða bæjar-
fógetanum í Reykjavík, því þcir hafa boðsbrjefin í hönd-
um. Ritstj.
í
Helgi Helgason.
Skiptist i heimi
skin og dimma,
frjófgun, visnun,
frost og hiti,
farsæld, örbirgð
fæðing, dauði,
gleði og sorg
að guðs lögboði.
Helgi son Helga
hjer leggst örendur,
öldungur Mýra
aldar nitjándu,
dannebrogsmaður,
dáðrakkur bóndí,
fulltrúi sýslu
á fundi þjóðar.
Sættasemjari,
sveitarstjóri,
ástríkur faðir
og ektamaki,
bezti einn smiður,
hókamenntavinur,
fjölvitur, stilltur
og fús til hjálpar.
Á æskutíð bar hann
umfram marga
hetjusál
í húsi traustu,
lánsamur, fylginn
til Iands og sjáfar
svo margir nutu
hans manndómsverka.
Aldurshnignun,
eins og veiki,
þolgóður bar
sem þrautir allar;
sál hans undan
sjúkdómsfargi
fjörug sjer lypti
til föður Ijósa.
Á hallarvegg Mýra
til heiðurs og varnar
skarð er nú
fyrir skildi föllnum,
en ætlbaðmar lifa,
óskum þeim heppist,
að feta nærri
föðursporum.
Hví ganga tár
um gráthólgnar kinnar,
þá óvinur lífs
um allar leiðir
geisar til vor,
sem griuimlynd hetja,
og vini hrífur
úr voru skauti?
Ilver sendi þig
sem hrífur hurt alia:
filki rikan
sem förumanninn?
það er alvaldur
allra faðir,
er hörnum veitir
það hezt kann haga.
Syrgjum því ei
vorn sæla hróður,
urinuin honum þess
alfaðir veitti,
óskuin heldur,
sem eptir lifum
að skarð hans fylli,
sá skilnað rjeði.
Eins sem hann reyndist
ætt sinni' og fróni
til hjálpar og prýði,
hvar til spurðíst,
svo mun hann líka
í sælla heimi
llokk útvaldra
fylla og prýða.
Nú er sem oss
í eyrum hljómi
sigurhróp hans
og samstemma hinna
útvöldu, sem hann
endurlevstan
heimta úr helju
til himinsælu.
Samrómum þeim,
úr saur’gu dupti
hefjuin vorn anda
til himnajöfurs,
og lofum hann
fyrir lausn vors hróður,
sem einn ræður hetur,
en öll heiins vizka.
Eins og þá sól
í æginn gengur,
gullroðna færir
geisla skýjum,
minning hans daga
á móðurjörð ljómar,
og geisla skínandi
gefur til himins.
En þjer, sem grátið
ástvin liðinn,
gætið þessa,
að guð Iætur þjena
elskutár yðar,
yðar að fága
skrúða eiginn
í eiiifðinni.
Farsæli bróðir,
fullsæll orðinn,
vona’ eg þig faðma
vinarörmum,
þá losast hjeðan
frá líkainsböndum,
og fagnandi bíð
þess fundar sæla.
Siyurður Helyason.
Frjettir. Árferði hjer á landi segja
menn hvervetna í betra, eða jafnvel bezta
lagi, nema hvað menn kvarta víða um þerri-
leysi á töður sínar. — Norðurlandspósturinn
kom til Reykjavíkur 23. d. þ. m., og sagði
hann þau helzt tíðindi, að Norðlendingar hafi
fengið prentsmiðju sína inn á Akureyri.
vantar enn menn til hennar, og er það skaði
mikill; því hjerálandi hafa menn eigi marga