Ný tíðindi - 29.07.1852, Page 8
68
Eptir jivi skyldu öll brau&in — að fá einum
undanteknum, er vegna sjerlegra kringuni-
stæða þyrftu að vera nokkuð stærri — verða
í fyrstunni jöfn, svo sem upp á 300 rbdd., en
síðan skyldi hver prestur fá á hverjum 5 ár-
um 50 rbdd. launaviðbót, ef bann stundaði
rækilega embætti sitt. En [iað var talið sjálf-
sagt, að {>eir prestar, seni nú eru, ekki skyldu
niissa neins í af launum sinum. Var þessari
uppástungu einkum talið j)að til gildis, að
auk þess sem öll hin smærri prestaköll þann-
ig bötnuðu, {>á yrfti prestunum með {>essu móti
gjört mögulegt, að f>jóna embættinu með til-
lilýðilegri alúð, {)egar fteir væru lausir við alla
tollheiintu og erviða búsýslu, og fengju hag-
anlegri sóknaskipun, án {>ess tekjur þeirra
{)ar við skertust, eins og ftað líka mundi verða
aífarabetra fyrir söfnuðina, aðmega halda prest-
um sínum um Iengri tíma, þar eð af f>essu
inundi leiða, að prestarnir hefðu ekki eins
opt brauðaskipti eptirleiðis, þegarbrauðin væru
að kalla jöfn. En samt sem áður {>ótti {>etta
mál svo umhugsunarvert og yfirgripsmikið, að
synodus treystist ekki til með eindæmi sínu,
að skera úr því, eða koma með beirilinis uppá-
stungu um {>að, heldur fmtti {>að i alla staði
tilhlýðilegra, að hjer um væri leitað álits
allra prófasta og presta á landinu.
5ess vegna voru þeir, stiptprófastur Á.
Helgason, ridd. af dannebr., prófessor P. Pjet-
ursson og dómkirkjuprestur Á Jónsson kosn-
ir í nefnd til þess að rita öllum próföstum á ]
landinu umburðarbrjef uni þetta efni. Báðu ]
þeir þá þar í að útvega skriflegt álit presta
sinna, og senda það ásamt tillögum sjálfra sin i
liið allra fyrsta til stiptsyfirvaldanna, til þess
að þau gætu síðan borið það undir hlutaðeiganda
stjórnarráð. Báðu þeir prófastana að birta
prestunum brjef sitt, til þess þeim gæfist kostur
á að láta í ljósi meiningar sínar nm uppá-
stungu synodi yfir höfuð. Bentu þeir og á,
hvort ekki mundi affarabezt fyrir málefnið, að
prófastar ættu fundi með prestum sínum, og
kæmu sjer þannig niður á einhverja aðal-
stefnu á þvi; og ef þeim þá sýndist að velja
einn eða ileiri til þess að semja álitsskjal um
það. En atriði þau, sem nefndin sjer í lagi
tók fram voru þessi: hvort ekki mundi rjett-
ast, að hverju prestakalli væri útlögö lítil og
hæg jörð fyrir prestsetur, að prestum væri *
goldin laun þeirra í peningum úr opinberum
sjóði, í staðinn fyrir allar núverandi vissar og
óvissar prestatekjur, sem stjórnin þá yrði að
gjöra aðra ráðstöfun fyrir; hvert þeir áliti
ráölegt að selja allt kirknagóts og ítök eptir
hentugleikum, oy að svo miklu leyti sem
þessu yrði ekki allt í einu komið við, eða
þætti ekki ráðlegt, hvernig þeir þá vilji ráð-
stafa tekjum og umsjón þessa; hvort ekki
mundi bezt að fela söfnuðunum kirkjurnar á
liendur til viðhalds og umsjónar, eins og
víða er tíðkanlegt erlendis.
Já bað og nefndin prófastana með ráði
sóknarpresta sinna að skýra frá, hvort þeir
hjeldu, að prestaköllum í sínu prófastsdæmi
þurfi að fjölga eða fækka, eða öðruvísi tilhaga.
Einnig kvað nefndin það vera mjög æski-
legt, ef álit prófasta og presta gætu orðið svo
snemmbúin, að stiptsyfirvöldin fengi afgreitt
mál þetta með póstskipi í næsta marzmánuöi,
til þess að þaö gæti orðið borið undir alþingi
að sumri.
P r o c l a. m a.
Hjer með innkallast skuldaheimtumenn í dtinarbúi
þorstcins heitins Jónssonar á Broddanesi til að iram-
íæra og sanna fyrir oss sínar skuldaheimtur til hiiis
sama innan árs og dags frá þessa fyrirkalls d a t o, en
annarskostar hafa þeir með þögn sinni fyrirgjört öllu
tilkalli til dánarbúsins. Sömuleiðis innkallast skuldu-
nautar tjeðs dánarbús innan ofannefnds tímabils, til að
borga þeirra skuldir.
Broddanesi 2. dag júnímán. 1852.
Á. Eina.rsson.
Ekkjunnar tilsjónarmaður.
Sjálfs míns ogsystkyna minna vegna
Ðarjel Jónsson.
Lesið í hinum konunglega íslenzka landsyfirrjetti
5. dag júlímánaðar 1852.
Jón Pjetursson.
þessu blaðl fyls'ir viðauki.
Ritsjóri: M. GrímssoH.