Ný tíðindi - 23.09.1852, Blaðsíða 4

Ný tíðindi - 23.09.1852, Blaðsíða 4
80 „J)ær eru, svo að þið ekki heldur skylduð verða ókunn- „ug anda og trú hins gamla heims“. — Er bók þessari skipt í greinir, á þann hátt sem gjört er í fyrstu örk- inni, sem hjer með fylgir prentuð; og eru í G. T. 113 slíkar greinir og í N. T. 46, og er fyrirsögn nokkurra þeirra þetta: 6. grein, Abraham; 11. Abrahams hlýðni; 13, Rebekka; 14, dauði Abrahams; 15, ísaak; 16, Esau og Jakob; 17, flótti Jakobs; 18, Jakob og Laban; 19. Jakobs apturkoma til Kanaans lands; 20, sátt viðEsau; 21, dauði Deboru, Rakelar og ísaks; 22, Jósep; 61, Ruth ; 62, Samúel; 67, Sál; 68, Samúels tal við fólkið; 69, Ilarðstjórn Filistea við ísrael; 70, Jónatans hugprýði og hætta ; 71, Sáls mikilleiki og hrösun ; 72, Davíð ; 94, Salómons réttlæti og speki; 95, Salómons spakmæli; 99, Elías spámaðar; 105, Daniel; 106, Tobias; 107, Ester; 111, spakmæli úr spekinnar bók; 112, spakmæli Jesú Siraks ; 113, nokkrir spádómar úr spámönnunum um Messías. Og í N. T. 3. grcin: æska Jesú; 20, María, Marta og Lazarus; 23, Jesú innreið í Jerúsalem; 27, llin síðasta kvöldmáltíð; 28, Jesús í Getsemane ; 29, Péturs afneitan ; 30, Jesús fyrir dómi; 39, Hinn fyrsti kristni söfnuður; 43, Pétur í fángelsi; 46, Páls ferð til Róm. Strax sem eg sá þessa bók, leist mér so vel á hana, að eg tók fyrir mig að lcggja hana út, og hefi nú ráð- ist í að láta prenta af henni eina örk, so þar af yrði dálítið séð, hvörnig henni sé varið; því sami fram- gangsmáti, sem hjer í byrjuninni er brúkaður, að taka því nær orðrétt úr biflíunni lielstu frásögur hennar, með þeirri breytíng, að draga þær dálítið saman, og víkja dálítið við, til að gjöra allt sem ljósast og greinilegast, er alstaðar viðhafður frá upphafí til enda. Að útlegg- íngunni hefi eg starfað þannig, að þræða sem best eg gat hina seinustu útgáfu bíflíunnar í Viðey. Hvað verð bókarinnar snertir, þá get eg sagt það eitt þar um, að eg get ekki selt örkina minna en hér- umbil 5 sk., so að fyrri hluti hennar, sem nær yfir G. T., líklcga mun kosta frá 8 til 9 mörk, og síðari hlut- inn, sein nær yfir N. T., frá 2 til 3 mörk, eptir sein kaupendur verða margir; því eptir sem eg kemst næst, mun fyrri hlutinn verða hérumbil 28 örk og síðari hlut- inn 8ij örk. Hefi eg áformað, fáist áskrifendur nógu margir, að láta prenta hana so tímanlega að vetri, að eg að vori eða sumri geti sent hana um alt land, og væri mér þá einkar kært og áríðandi, að geta feingið sem mest af borguninni strax um haustið, af því prent- un bókarinnar kostar mig so mikið. þar eg nú ímynda mér að bók þessi, sem með öll— um rétti má hcita biflíukjarni, sé hentug fyrir unglinga og jafnvel eldri, og vel löguð til að gjöra hug- fast helsta inntak heilagrar ritníngar, sem og að vekja laungun til að kynna sér hana sein bezt, já jafnvcl geti þénað fyrir litla hand - biflíu, þá leyfi eg mér hérmeð að senda yður, herra prófastur, sem. sýnishorn, þá 1. örk af henni, sem búið er að prenta, og Iætfylgja bréfi þessu eins mörg exempl., og mörg' eru prestaköll í yð- ar prófastsdæmi, ineð þeirri innilegu bón, að þér viljið so vel gjöra, að láta 1 exempl. berast til hvers presta- kalls, so hverjum sem vill gefist kostur á að eignast bókiná ; hvör sem safnar áskrifendum og stendur skil á andvirðinu, fær 10. hverja bók í ómakslaun. Vildi eg feginn eiga yður að, með að standa fyrir sölu bók- arinnar í yðar prófastsdæmi, so að eg með sendíngu hcnnar og andvyrðið mætti einúngis halda inér til yðar. Skylduð þér, mót von, einhverra orsaka vegna ekki geta við þetta feingist, vildi egsamt eiga yður að, með að fela þá þetta inálefni á hcndur þeim i yðar prófasts- dæmi, sem þér álítið þar til bezt fallinn. I því trausti að þér, herra prófastur, ekki misvyrð- ið þessa beiðni mína, og það ómak, sem eg hérmeð gjöri yður, leifi eg mér að vænta sem fyrst svars frá yður og ávísunar um það, við hverju eg má búast og hvernig allt þetta geingur, því raér er mjög áríðandi að fá tölu áskrifenda sem fyrst, og ef mögulegt væri í haust með skólapiltum, so eg þar eptir geti hagað mér raeð stærð upplagsins, sem mér fyrr er ómögulegt að ákveða. þær sendu arkir vildi eg óska, að væri farið vel ineð, so þær ónýtist ekki, ef mögulegt væri. v. Landsyfinjellardómur í sökinni Nr. 5 1852. Organisti P. Guftjolin- sen skipafiur gegn: Jóni og Gísla Jónssonuni tir Skaptafellssýslu. Voriö 1850 varð í Fljótsliverfinu íSkapta- fellssýslu yart við bíklhalsóttan gentling, að öllu óinarkaðan, og sem enginn vissi hverátti. Bráðum hvarf hann til fjalls með öðru geltl- fje. Um haustið kom hann aptur fram, uni söfn, og varð {)á í sveitinni umræða um hver eiga mundi. Bræður tveir Jón og Gísli Jóns- synir voru {tar vinnumenn í sveitinni, og höfðu þeir vorið áður átt svarta gimbur lembda og hafði hún átt bildhálsótt lanib, sem um sum- arið misstist henni og vissi enginn livað af varð. Vaknaði nú hjá {>eim sú meining, að óskilagemlingurinn óinarkaði ntundi vera lamb gimbrarinnar, og hefði einhver fóðrað ómerk- ing þenna um veturinn. Hreppstjóri sveitar- innar virðist líka að hafa um tíma verið þeirr- ar meiningar, að óskilakind þessi væri sín eign, af líkuni ástæðum sem bræðurnir, en íjell {>ó frá {)ví aptur. 'þegar nú búið var að lýsa ómerkingnum við kirkjufundi, og enginn leiddi sig að honuni, nema að því leyti, sem bræður þessir þóttust liafa nokkrar líkur fyrir eignarrjetti sínum, fór annar þeirra, Jón, til hreppstjóra og spurði hann, hvert nokkur leiddi sig að kindinni? hvert hún mundi ekki

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.