Ný tíðindi - 23.09.1852, Blaðsíða 1

Ný tíðindi - 23.09.1852, Blaðsíða 1
NY T I Ð I N D I 19. 02; 20. bl. 23. (1. septembermánaðar. 1852. Utföf doktors Sveinbjarnar Egiissonar fór frani á Föstudaginn hinn 27. d. ágústm. Söfnuðust líkfylgdarmennirnir fyrst saman um morguninn á gildaskála bræðrafjelagsins x. Jaðan fóru menn síðan, er allir voru komnir, niður í hús hins dána, og flokkuðu þeir sig fyrir utan gluggana í garðinum, sem ekki gátu fengio rúm inni, og hljddu á húskveðju þá, er dómkirkjuprestur sjera Á. Johnsen flutti þar. Að því búnu var líkið borið í kirkj- una. Flutti dómkirkjuprestur Á. Johnsen þar líkræðu %. og aðra prófessor P. Pjetursson í nafni og eptir tilmælum nokkurra viðstaddra lærisveina hins fráfallna. Síðan var líkið borið til síns síðasta hvíldarstaðar, og er greptr- unimii var lokið, gengu menn aptur í kirkj- una, og var þar sunginn hinn latinski útfar- arsálmur „Jam moesta qviesce qverela", og er þvi var lokið fór hver heim til sín. 3>að er hvorttveggja, að útfarir slíkra manna, sem dr. Svb. Egilsson var, eru ekki hversdagslegar hjá neinni þjóð, hvað þá hjá oss Islendingum, sem erum svo fámennir, enda prýddu Reykvíkingar svo útför þessa, eins og þeir gátu bezt, bæði með því að fjöl- menna hana sem mest, og ýmsu öðru, eptir því sem hverjum gafst færi á. — Líkkhtan var snotur, en þó ekki með neinu teljandi skrauti á, nema hörpu, sem er skáldaeinkunn, og bi/luffnabúi, sem er merki iðni og starf- semi, er hvorttveggja var steypt úr gipsi, og litaö svart, eins og kistan. Enginn skjöldur var á kistunni, og var það af þvi, að líkkistu- skildir fást nú ekki gjörðir á suðurlandi, svo í lagi sje, síðan gullsmiður 3?. Thomsen á Bessastöðum dó. En þar á móti var á henni laufhringur einn mikill. — Kórinn í kirkj- unni var tjaldaður með svörtum dúkum, og svartar grisjuvoðir fyrir gluggunum. Altarið og gráturnar voru og eins sveipaðar svörtu, og var kórinn lýstur með vaxkertum. Kirkju- gólfið var stráð með laufblöðum; prjedikunar- stóllinn var og hulinn svörtum hjúp, og sömu- leiðis var organið tjaldaft utan með svörtum blæjum 3. — A meðan líkið var borið inn í kirkjuna ljek organisti P. Guðjohnseiísorgar- ljóð eptir próf. Weyse á organið; en á meðan það var borið út úr kirkjunni, ljek hann sorg- arljóð eptir sjálfan sig. — Lærisveinar hins framliðna skiptust á að bera likið, fyrst úr heimahúsum í kirkjuna, og síðan úrkirkjunni aptur til grafarinnar. — Dr. Svb. Egilsson er jarðaður í landsuðurfjórðungi kirkjugarðsins í Keykjavík rjett við grindurnar, á hægri hönd, þegar gengið er suður úr bænum á Skildinga- nesmela. En það er næst að norðanverðu við ættarreit konferenzr. Sveinbjörnssonar. Mun það og hafa verið mest að skapi hins fram- liðna sjátfs, að moldir hans væru sem næstar þeim reiti, er vinur hans hafði þegar markað sjer. — Fyrir útförinni voru þeir konferenzr. Sveinbjörnsson og kaupm. j>. Jónsson. — Tvær grafminningar voru gjörðar eptir dr. Egilsson; aðra gjörði konferenzr. Sveinbjörns- son, undir sínu nafni, og er hún á íslenzku; hún er prentuð hjer fyrir aptan; hin er eptir cand. B. Gröndal, son hins framliðna, og er hún á latínu. Af henni er ísl. útlegging prentuð í $jóð. 90.—91. bl. Grafminningar þessar voru prentaðar á lausum blöðum, og býtt út meðal líkfylgdarmannanna. l) Vjer getum ekki ímyndað oss annað, en að þessi nýbreytni við útför í Reykjavík, hafi geðjast öllum ivo vel, að menn mnni hjer eptir fylgja henni, og leggja af þann sið, sem fyr hefur verið, en það er, að bera lík- ið fyrst í kirkjona, og ganga þar burt frá þvi, til þess að neyta þess erfis, sem hjer tíðkast, fara síðan aptur í kirkjuna, o. s. frv. J) í likræðu þessari var stuttlega sagt frá æfi hins

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.