Ingólfur - 18.03.1853, Blaðsíða 1

Ingólfur - 18.03.1853, Blaðsíða 1
j ^nflóífur. í m 4- -v % * ir — 18. d. marzin. 1§53. Kostnaftarmaftur og úfgeí'ari Svb. Hallgrímsson. _________4* Landsyfirrjettardómur. 7 Sökin eða málið JV? •jy^. Examinatus theolog- iæ Lárus Ilallgrimsson skipaður sóknari gegn lllliuga Magnússgni á Seli við Reykjavík. j»eir sem búa í Reykjavíkurbæ eða á Sel- tjarnarnesi, og fiskiveiðar stunda, hafa í lang- an tíina, í víðlögunum, sókt krækling inn í svo kallaða „Árkjapta“; eru það leirgrynning- ar þar sem Elliðaárnar falla í sjó út. Krækl- ing þennan hafa þeir notað sem beitu á ísu- lóðir á vordegi, þegar þeir veðráttufars eða annars vegna, ekki hafa getað náð til annars betra lengra að; því kræklingur þessi í árós- unum er bæði smár, magur og óhreinn. Eng- in mótmæli, sem telja megi, hafa risið afþess- ari skelfiska töku, fyr enn kaupmaður Ditlev Thomsen varð eigámli að jörðunum Bústöðum og Ártúni. Fór hann þá að leggja bann fyr- ir, að kræklingur væri tekinn í árósunum, nema tians væri lof og leyfi til fengið; því hann taldi sig eiganda að kræklingunum, þó í sjó væru. I vor eð var, var beita á förum hjá nokkrum tómthússmönnum í Reykjavíkurba^, og fóru þeir því til herra Thomsens og beiddu orlofs, að mega fá sjer nokkrar skrínur af kræklingi í árósunum; meðal þessara var 111- hugi Magnússon á Seli. Jað kemur ekki þessu máli við, hvernig þeim samdi um krækl- ingatökuna, herra Thomsen og hinum öðrum; en við lllhuga setti hann það upp á, að hann til endurgjalds flyttiáskipi sínu mykju, ersvo laglega stendur við sjó niðri í Reykjavik, eg víst mun á sínunt tíma ætluð til teðslu á Ár- túns túnin. Illhugi kvaðst þessa allfús fyr eða seinna, ef herra Thomsen legði til ílát, til að láta mykjuna í, svo ekki þyrfti að leggja hana í bert skipið; en þess var ekki kostur. Illhugi bauð þá aðra borgun fyr- ir, en það var heldur ekki þegið. Samt sem áður fór Illhugi inn í árósana (það var nóttina milli 20. og 21. maí árið sem leið), og íjekk þar pr/ár og hátfa skeppu af krækl- ingi; ekki er þess getið hvort hann var tínd- ur eða ótindur. Ilerra Thomsen ljet þessar aðtektir Illhuga ekki lengi óátaldar, heldur klagaði hann strax fyrir yfirvaldi bæjarins, sem þá var landsyfirrjettar assessor Jón Pjet- ursson. Kræklingurinn var virtur á 7 mörk, hvort heldur sem fluttur í Reykjavík, eða eins og hann stóð i árósunum, er óljóst. Af hendi hins opinbera var sök höfðuð gegn Illhuga, eins og verknaður lians væri að forminu eða efninu til opinbert misbrot, sem í öllu falli mætti heimfæra undir 30. gr. í tilskipun 11. apríl 1840, og dæmdi því bæjarþingsrjetturinn þann 28. júní f. á. „Hinn ákærði tómthússmaður Illhugi 3Iagn- „ússon á að horga í sekt til Reykjavíkur „fátækra sjóðs 6 rbd. r. s., og kaupinanni „D .Thomsen í endurgjald 1 rbd. 16 sk. r. s., „svo og byrjar honum að borga allan af sök „þessari löglega leiðandi kostnað“. Sá hinn dómfeldi þóttist verða of hart úti við dóm þennan, hverjum liann því skaut til landsyfirrjettarins, og var land-og bæjar - fógeti V. Finsen skipaður í rjettinn, í staJ assessors Jóns Pjeturssonar. Lándsyfirrjett- inum fannst það efasamt, að sökin hefði átt að meðhöndlast sem opinbert lögreglumál, þar eð það virtist, sem sú næsta löggjöf, sem ætti við efnið, væri veiðilögin frá 20. júní 1849, og þau skipa svo fyrir, að dýraveiði á annars

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.