Ingólfur - 10.05.1853, Side 2

Ingólfur - 10.05.1853, Side 2
31 „að fullnægja eptir háyfirvaldsins frekari „ráðstöfun, undir aðför að lögum. Dómfelda skaut dómi þessum til Lands- yfírrjettarins, sem fann liann í alla staði á rök- um bygðan, og dæmdi þvi 6. desemb. 1852: „Undirrjettarins dómur á óraskaður að „standa. Sóknaravið Landsyfirrjettinn, orga- „nista P. Gudjohnsen bera 5 rbd. og svara- „manni cand. theol. L. Hallgrímssyni 4rbd. „í sakarfærslulaun, er, sem annar sakar- „innar kostnaður, borgist af hinni ákærðu. „Dóminum að fullnægja undir aðför að lögum. 2. Ing’ólfsbær um miðbik nítjándu aldar. Satt segir Englendingurinn um brekkur þær, sem rísa sín hvoru megin við bæinn; er þaö Arnarhóll og þingholtin að austanverðu, en Grjóti og Hólavöllur að vestanveröu. Grjóta þennan kalla líka sumir Naustabrekku, og er það mál manna, að Ingólfur landnáms- maður hafi naustað þar skip sitt. Nú veiztu þá örnefnin, sem næst erp,, bænum bæði að austan- og vestanverðu. Gegnt suðri liggur að honum Reykjavikurtjörn, hún er ekki svo lítill pollur, og hafa bæjarmenn kænu til að sigla stundum á honum til skemmtunar sér. Fyrir norðan bæinn er Hófnin, sem er kryki einn af Kollafirði, ogskýla honum eyjar fyrir öldu- gangi. Innan þessara ummerkja, sem nú er lýst í öllum áttum, er flatlendi hjer um bil 160 skref á lengd og 100 á breidd, og á því er bærinn enn sem komið er mestmegnis byggð- ur. 5ar sem flatlendi þetta fer að risa til austurs, rennur Arnarhólslækur úr Reykja- víkurtjörn fyrir neðan Jingholtin og Arnarhól fram í sjó; nú er hann hlaðinn upp úr steini beggja rnegin þráðbeinn, og er að honum nokk- ur bæjarprýði. Brýr eru á honum 3, sem telj- andi eru; fyrst er Skólabrúin næst tjörninni, það er steinbogi og er allmikið verk á hon- um; þessi brú er gengin upp í skólann; þá kemur Bakarabrúin eða Lestamannabrúin, það er breið og sterk trjebrú, og er hún farin af öllum þeirn, sem koma af landi ofan til bæjarins; loksins er Stólpabrúin, sem gengin er upp í Stiptamtmannshúsið; upp á henni standa tveir stólpar allfagrir oghurðirá milli; það er ekki ósvipað sáluhliðum Islendinga. Auk lækjarins vil jeg minnast á hinn svonefnda Austurvöll, það er auð flöt að mestu ferliyrnd, optast undir vatni á vetrum, en grasivaxin og allfögur á sumrin; hún Iiggur austanvert, á flatlendinu og nær að tjörninni. Jar halda ferðamenn opt hestum sínum, setja þar tjöld sín og búa upp á lestirnar. Austurvöllur er umkringdur af húsum á alla vegi; stendur dórnkirkjan við landssuðurshorn hans, enlif- sölubúðin við útsuðurshornið. jiá er og kirkju- garðurinn gamli vestur af Austurvelíi; hann er með stauragirðing allt um kring, og hefur nýlega verið sljettað yfir hann, er það fagur og grasgefinn blettur; rjett fyrir sunnan hann stendur gildaskálinn nýji, en fyrir norðan hann prentsmiðja lslands. 3?á er enn einn blettur auður á flatlendinu austur við lækinn og undan lestamannabrúnni; þar er kallað Lækjartorg, og er þegar merkilegt orðið aí markaði Reykvíkinga. Nú verður ekki öðru lýst á flatlendinu milli brekkanna, er það al- sett hú'sum með götum og strætum á milli. Vinna er mikil blessun. jáaö er mikið og rneir, enn margur hygg- ur, í vinnu varið — segir Englendingur einn. Vinnan fullkomnar manninn. Hún fyllir upp fúaflóa og þurkar þá, svo þar risa upp blóm- legar borgir og breiðast út frjófsamir korn- akrar; en það er mest um vert, að maðurinn hættir sjálfur að vera eins og ófrjófsamur fúa- flói, eða eins og banvæn eyðimörk. — Skoðið liverriig jafnvel hin lítilfjörlegustu störf koma lagi og reglu á allan mannsins innra mann, undir eins og hann tekur á verkinu ineð nokk- urri alúð! Efasemi, ástríður, sorg, órósemi, gremja, já, jafnvel örvænting — allt þetta vítishyski ásækir sálu hins fátæka daglauna- manns engu síður enn annara manna; en óðar enn hann.er koininn með glaðvætum buga að dagsverki sínu, hrökkva frá honum allir þess- ir ólireinu andar, sem manninn kvelja, og fara í felur. Hinn heilagi vinnuhiti verður að hreinsunareldi, sem með skæruin og helgum loga eyðir allri ólyfjan og öllu illu. Já, það er ekki of sagt, að sæll er sá maður, sem fengiö hefur sjer eittbvað að starfa.

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.