Ingólfur - 28.07.1854, Blaðsíða 4

Ingólfur - 28.07.1854, Blaðsíða 4
128 1. Skaðvænlegt, að læknis umdæmi yðar væri forstöðulaust um 6 til 8 vikna tíma. 2. Að læknishjálp Eggerts Jónsens á Akureyri væri gagnslaus sökum fjarlægðar lians. 3. Að {>jer sökum lærdóms, lángrar æfingar, reyndrar hjálpfýsi og valmennsku heitið sem læknir aö bera lángt af Árna Jónssyni, lítt reyndum? 3>að er varla trúlegt, að „sumir menn hafi boðist til að vitna sjálfir, og leita vitna í gagn- stæða átt“ við svona löguð attesti; að þjer ekki hafið þeigið slík tilboð, sannar að þjer hafið tilhlýðilega gætt sóma þeirra og yðar; en ekki sannar grein yðar það, sem þjer ætl- ið með henni að sanna; þjer látið sem þjer heíðuð getað gjört eitthvað mikið, en gátuð alls ekkert, livað feginn sein þjer svo hefðuð viljað; áttuð í raun rjettri heldur ekkert að gjöra. Yðar veiunnari Örorður. Brjef. j>ú hefur nú, vinur minn! deilt á mig í tveim brjefum þínum fyrir það, að jeg er hættur að segja frjettir í Ingólfi. Orsökina til þess skal jeg þá segja þjer, og erhúnsú: hvað innlendum frjettum viðvíkur, þá tekur Jjóðólfur þær jafnóðum og þær berast; nú er hann ætíð á undan Ingólfi, eins og piltur, og það efnilegur, á sjötta ári mundi vera á und- an barni á öðru ári, og því framfaralitlu. jijóðólfur er því kominn heim á hvern bæ með frjettirnar, situr í stofu og þylur þær, meðan Ingólfur er að botnveltast í keldunum, og veit varla hvar honum verður heimkomu auðið. Getur þú nú ætlast til þess, aö, þegar hann loksins kemur á eitthvert heimili, þá fari hann að segja frá hinu sama og Jjóð- ólfur? Jaö eina sem þú gætir heimtað, sýn- ist mjer vera þetta, að Ingólfur lagfærði það sem 3>jóðólfur hefði inishermt; og veit jeg ekki nema hold beggja sje jafn lýgigjarnt, því báðir eru af sama toga spunnir. Sama er að segja um hinar útlendu frjettir. Jjóðólfur tekur þær, jafnóðum og þær berast til lands- ins, hvort sem þær eru sannar eða ósannar; og fer hann þar eptir útlendum blöðum, sem verður hið sama og sjálfum honum „að hafa ekki æfinlega sem áreiðanlegastan fót fyrir | þeim frjettum, sem þau skýra frá“. í>ú segir, vinur! rað núna, meðan ö)l álfan sje í upp- námi, þá sjeu nægar frjettir til fyrir bæði blöðin“. Veiztu þá hvað einn enskur sann- leiksvinur sagði í sumar, þegar hann var búr inn að lesa mörg daghlöð um sama atburð, sem gjörzt hafði milli Rússa og Bandamanna? Hamingjan hjálpi mjer, sagði hann, jeg verð nú að segja eins og hinn pontverski Pílatus: hvað er sannleikur? Eigi því Ingólfur að segja nokkuð af stríðinu, þá verður það þetta: fátt er nú í frjettum að segja af stríðinu; það sem fijettist annan daginn er apturkallað hirin. Jað eitt er víst, að skipafloti Randamanna hefur iokað öllum höfnum á Rússlandi, her- tekur öll rússnesk verzlunarskip og eyðilegg- ur forðabúr þeirra. Skipafloti Rússa liggur kyrr í vígjunum, Scbastopol og Kronstadt, og horfir með þögn og þolinmæði á aðfarir hinna. Getur þú nú ímyndað þjer, að þeir, sern eiga mönnum og skipum að ráða, þeir leiki sjer að því að hætta hvorutveggju, til að komast í færi við hin rússnesku herskip, sem borgið er undir bæjarveggjum Rússa, einung- is til þess að blaðamennirnir geti fengið eitt- hvað sögulegt til frásagnar, og sláttumennirnir út á Islandi geti spýtt mórauðu á brýnin? Jeg skal líka segja þjer eina sögu, sem þú getur sjeð af, hve óáreiðanlegt það er, þó eitt- hvað kunni að frjettast. Hefurðu ekki heyrt nefnda „hina heUju, prefeldni i skýrslurn Rússa“? 3>að stendur svo á henni, að þegar eitthvað skerst í leikinn inilli Rússa og Banda- inanna, þá hefur Nikulás keisari sagtsvofyrir hershöfðingjum sínum, að semja skyldi skýrsl- ur um það ineð þrennu móti. Skyldi fyrsta skýrslan vera handa keisaranum sjálfum; og skyldi íhennisagt með sanni frá atburðinum, eins og rjettast væri. Hin önnur skyldi vera handa ráðgjöfunum; í henni skyldi víkjatölu- vert frá sannleikanum, og skyldi þess sjer í lagi gætt að segja svo frá, að Rússar hefðu þá unnið frægan sigur, þegar þeir hefði beðið mikinn ósigur, því þessari skýrslu væri ætlað að breiðast út um alla Norðurálfuna. Hin þriðja skyldi vera handa þegnum keisarans og skyldi einungis prentast á rússnesku; í henni þyrfti ekki að vera eitt orð satt, því hún væri svo ekki ætluð öðrum, enn rússnesku | bændunum, og varðaði þá lítið urn, hvernig

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.