Ingólfur - 28.07.1854, Blaðsíða 3

Ingólfur - 28.07.1854, Blaðsíða 3
127 liafa orft á sjer fyrir ftað, að hann nnni föður- landi sínu. Jeg fyrir mitt leyti get þó ekki annað álitið, enn að bæði stjórnin ogyfirvöldin sjeu sú eign alfiýðunnar, sein hún ekki má án vera og getur ekki án verið, og ætti jiess vegna að fara velog sómasamlega með; hún ætti ekki að verða feigin að grípa á lopti ó- sannaðan áburð þeirra, sem lasta aðra, til að reyna með f*ví að trana sjálfum sjer fram, og hefja sig í augum annara fyrir vandlætíngu þá, er þeir þykjast hafa. Arangurinn af því að vilja kæla sambandið milli j’firvalda og undirgefinna, milli stjórnarinnar og þegnanna, getur aldrei orðið góður; og víst ætti ábyrgðar- maður jþjóðólfs að vita hverju nafni sá verð- skuldar að heita, sem það gjörir, þó aldrei væri af öðru enn því, hvað sá er kallaður, sem spillir á milli hjóna. Jví heldur sem mjer virðist jþjóðólfur ganga þennan veginn, og þó fara vaxandi að arkafjölda, því heldur hefði mér sýnst, að Ingólfur hefði líka átt fremur að færast sundur enn saman, og alls ekki mátt verða minni, enn 12 arkir. Jeg skora því fast á þig, heiðraði útgefari Ingólfs! og get gjört það í nafni margra, semjegþekki til, að þú stækkir Ingólf aptur hið allra fyrsta, og sjálfsagt, þegar árið er úti. Annars þykir mjer það undarlegt, ef svo er, sem bæði þú og jijóðólfur lætur í veðri vaka, að Ingólfur kemur út að nokkru leyti að tilhlutun stjórn- arinnar, að hún skuli þá ekki sjá um að það blað, sem henni er eignað, geti orðið sam- ferða þjóðblaðinu, því nauðsynin á þvi sýnist verða enn tilfinnanlegri við það, að þetta blaðið vex, en hitt mínnkar. En jeg vona að þú stríðir eins kappsamlega fyrir Ingólfi, eins og þú gjörðir áður fyrir jijóðólfi, því í rauninni megum vjer hvorugs blaðsins án vera, og jeg get sagt þjer það til huggunar, að þeir fjölga óðum, sem skoða málið svona. Húnvetníngur. (Aíisent.) Til herra J. Skaptasonar. I Norðra bl. 7og8 þ. á. hafið þjer, herra Læknir! flutt fremur langa enn snjalla ræðu; í henni kennir þó, (eins og þjer sjálfur komist að orði), márgra grasa; en um flest þeirra væri rjett súngið hið sama og eplin forðum: ..Ytra dáfögur ásýndar, eninnradupt ogreyk- ur“. Já hugur minn reykaði yfir þennan jurta- garð yðar, snerti hann eitt af þessum blómst- rum, og visnaði það skjótt; sömu leiðina mundu fleiri fara, ef það þækti ómaksvert að hræra við þeim. í grein þeirri, er byrjar með 6. línu hægra- meigin á bls. 27, gangið þjer fram skrýddur meinleysinu; fatyðar er fallegt, enofurþunnt og veigalítið. 3?jer tjáist hafa „mótþróa og ummyrða-laust hlýðt banni amtmanns næstliðið sumar“. jjjer gjörið hjer dygð úr nauðsyn; yður var að eins unnt að birtast í Reykjavík, þá þíngið skyldi setja, en ekki að taka þar sæti; áhangendur yðar tóku lagið of hátt við amtmann Havstein, og gátu því ekki haldið út með saunginn. 5jer segist „hafa setið grafkyrr þrátt fyrir þær hreifingar, erhafi átt sjerstað í haust og vetur fyrir austan Blöndu“ o. s. frv.; en mjer skilst ekki hvað þjer hefðuð getað gjört, þó þjer hefðuð „reist flokk móti þeim“, þó þjer hefðuÖ kvaðt upp þegn og þjón hvervetna fyrir vestan ána, af þeim, er inntaka vildu þaug lif, er deyfðu tilfinningar þeirra fyrir rjettindum og heiðri þess kjör- dæmis, hvers varaþingmaður var hrakinn frá þingsetu, af þeim, segi eg, er hafa látið gull- hamraslátt jijóðólfs (nr 128) dilla sjer sætt í eyrum; sjálfur munuð þjer vart synja fyrir, að þjer hafið látið í ljósi ama og ógeð á um- kvörtunarskrám Austurhúnvetnínga, en hvörs vegna? máske þess, að þeir ímynduðu sjer, að amtmaður hefði haft myndugleika til að banna yður þingförina, og gengið gott til? Jessisann- færing var þeirra eigin eign, sem þjer með fjölskipaðasta flokki gátuð ekki tekið afþeim; hvað sem yður svo hefði þóknast að setja sam- an og fá ærlegar undirskriptir til, þá mundi austur-Húnvetningum hafa jafnlítið brugðið við þetta, eins og svartagalls spýunu miklu, sem 3>jóðólfur þeytti úr sjerþann 7. okt. í haust, þá hann vissi, að þeir vildu ekki tyggja draf hans. En fremur tjáist þjer shafa ekkert gjört til að hrinda vitnaleiðslu þeirri, er af amt- manns og sýslumanns hálfu frainfór í vetur; hafi þó sumir menn boðist til að vitna sjálfir, og leita vitna í gagnstæða átt“. jþetta er nú æði dylgjufullt og allt á huldu; en eg leyfí mér að spyrja: vilduð þjer, herra! eða gátuð þjer hrundið þeim attestum, er álitu:

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.