Ingólfur - 30.05.1855, Blaðsíða 2

Ingólfur - 30.05.1855, Blaðsíða 2
158 Jeg talaði við tvo herforingja í gjær, sem sögðu mjerað skipværi komið, sem hjeti „Gullreifið*, og væri á því 7 til 8000 skinnburur, sem send- ar væri herforingjunum að gjöf. Skipherrann Ijet á sjer heyra að hann vildi sem fyrst los- ast við fatnað þennan, en enginn vildi skerast í að veita honum móttöku, af því ekkert opin- bert brjef fylgdi með. Skipið siglir á stað aptur innan fárra daga og flytur með sjer bur- urnar, og veit jeg þó að hver foringi gæfi glað- ur 5 pund fyrir slíkt fat og þæktist góðu bætt- ur. Jetta er rjett fallegt dæmi uin það, hve framtakssamir yfirmenn vorir eru í þeim mál- um, sem oss varða.“ — 5að mun mega full- yrða, að eigi varð mikil bót á raunum og eymd herliðsins út janúarmánuð; bárust harmasög- urnar í brjefum frá herbúðunum svo óðum til blaðamannanna víða hvar í Evrópu, að það var orðið að viðkvæði, er þeir sáu brjef frá Se- bastópól: „kemur ekki þarna enn harmngrátur Jeremíasar“? Vjer ímyndum oss nú lika, að lesendur Ingólfs sjeu búnir að fá nægilega hug- mynd um eymdar-æfi þeirra manna, sem vetr- arsetu áttu við Sebastópól, af brjefum þeim, sem hann hefur haft meðferðis; enda skulum vjer nú hætta öllum frekari harmatölum og taka þar til málsins, er hagur herliðsins sýnist vera kominn í miklu vænna horf. — Hinn 5. d. febrúarm. skrifar frakkneskur maður frá Sebastópól á þessa leið: „Nú gjörist veður fagurt og hefur það mikil og góð áhrif á hugi hermanna. Nú hafa Iíka allir fengið nægilegt af vetrarfötum, og vistir eru nægar fyrir hendi. jþað er verið að flytja til herbúðanns viðarskála, svo þá höfum vjer fengið gott skýli hverju sem viðrar. Liðsafli vor er nú 110 til 115,000 manns. Hagur vor batnar augsýnilega. Frakk- lands hlýja dalasól sendir niður á oss geisla sína og lifgar og hressir hugann; en þó er enn mjög kalt á næturnar. Jeg reið í gjærút úr herbúðunum til að njósna um hvernig Rúss- um myndi líða í borginni, ogjeg verð aðjáta það, þó mjer þyki það sárt, að mjer virðist staða þeirra allt eins tryggileg og góð, eins og þegar umsátrið var fyrst byrjað“. — Upp frá þessum tima er þá allt af betra hljóð í brjefum manna frá Sebastópól, nema hvað opt er kvartað yfir veðráttunni, enda mun veturinn ekki síður hafa gjört vart við sig á Krim enn annarstaðar. Vjer höfum sjeð blöð til 24. d. aprílm., og í „Dagblaðinu" danska stendur 23. d. aprílm. greinarkorn á þessa leið: Frá Sebastópól heyrast engar nýungar, sem nokkuð kveður að. Bandamenn byrjuðu að skjóta á Sebastópól 9. d. aprilm. og voru þeir vel ánægðir með liversu gekk hinn fyrsta dag; ekki þóktust Rússar hafa fengið neitt sjerlegt tjón þann dag, og er þó mælt að hafi fallið af þeim 833 menn. Jegar bandamenn voru búnir að skjóta í 6 daga samfleytt, segja skýrslur Rússa svo frá, að hinir hafi litið getað áunnið, því þeir hafi jafnótt getað bætt á nóttinni það, sem brotið hafi verið á daginn, svo enn nú hinn 15. d. aprílm. sjeu öll þeirra varnarvirki í eins góðu lagi eins og þegar skothriðin byrjaði. 3>etta er hið siðasta sem vjer vitum um ástandið á Krim; en það er auðsjeð, að bandamenn ætla að gjöra alvöru af því að reyna til að ná Sebastópól, því nú liggur líka floti þeirra bú- inn til bardaga fyrir utan höfnina, svo hann getur tekið. þátt í skothríðinni, ef áliggur. Jað lítur einnig svo út, sem bandamenn vilji koúiast í leik við Rússa á víðavangi, og bjóða þeim þar út í bardaga. Verði nokkuð úr þessu, mega menn bráðum vænta mikilla tíð- inda hvorju megin sem svo sigurinn hallast“. Jegar vjer lítum á þessar aðfarir suður við Svartahaf, sem nú hefur verið drepið á, og heyrum svo getið um hinn mikla skipa- flota,sem Englendingar eru nú farnir að senda inn í Austursjóinn, þá má oss virðast sem eigi líti enn friðlega út. Blaðið Tæms kemst svo að orði í grein, sem það eins og fylgir með flotanum á stað: „Flotinn hefur nú ný- jan foringja. Hvað sem svo nú er Iagt fyrir Dundas foringja að afreka, og þó ekkert sje um það tiltekið, þá veit hann, að honum er ætlað að vinna meir enn Napíer. Hann hlýt- ur að leggja meir á hættu, og má ekki horfa í menn nje skip, þegar hann einungis getur skaðað óvinina. I einu orði að segja, flotin er sterkari og starfi hans óttalegri enn í fyrra. Hver má annars vita nema floti sigli á stað í Austursjóinn í mörg ár enn. Allt bendir á það, að stríð þetta muni verða langvinnt.“ Margir hugsuðu, þegar Nikulás keysari dó í vetur2.marz, ogvístmunubæði Englendingarog Frakkarhafa hugsað sjer að nota það tækifæri, tilað koma fram kröfum sínuin og uppástungum » við Alexander, sem tók við ríki'eptir föður

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.