Ingólfur - 30.05.1855, Blaðsíða 4

Ingólfur - 30.05.1855, Blaðsíða 4
160 5að skuldbindur sig til aft veita hernum, |>ar sem hann nú er, eða livar sem hann kann að verða allt að 200 enskum mílum frá sjó, þrjár fullkomnar máltíðir á hverjum degi, sem skuli verða tilreiddar og aflientar í herbúðum sjer- hvers herflokks: til morgunmatar skuli hver maður fá tevatn eða kaffi, eptir því sem hver kjósi helzt, og nýbakað brauð; til miðdegis- matar brauð, kjöt og jarðepli, hálfan pott af öli og vanalegan skammt af rommi; tvisvar um vikuna skuli verða veitt nýtt kjöt, og auk jarðepla ýms önnur aldini; svo skuli og verða sjeð fyrir góðum kvöldmat. Verzlun- arhúsið áskilur sjer alls enga hjálp af stjórn- inni, biður hvorki um skip, hesta, vagna nje menn, sættir sig við vegina eins og f>eir eru, og lofarþó aðsjá hverjuin manni fyrir daglegum vistum. En það vill fá bjer um bil 1 rdl. 48 sk fyrir læði hvers manns um daginn, og þykist þó geta grætt allt að 32 sk. Enn freinur býðst það til að sjá hernum fyrir þjettum og hlýjum tjöldum, efstjórnin vilji bæta svo sem 10 sk við hin 9 mörkin. Með þessum hætti gæti her, er væri 30,000 menn, fengið bæði fæði og skýli um heilt ár fyrir hjer uin bil 1,900,000 pund sterlíng, og er það ekki nærri því fimmt- ungurinn af því íje, sem nú er til kostað. jþar sem blaðið Tæms minnist á þetta tilboð, kveður það svo að orði.„ Lanðið hefði þó altjend það gott af þessu, að hermenn þess fengi að minnsta kosti eins gott viðurværi og hundarnir heima.* — Jess verða menn samt að gæta, að margt kann að hamla stjórninni frá að þiggja tilboð þetta, hve aðgengilegt sem það kann að þykja, þvi svo gæti farið að þeir fjelagar gæti einhvern daginn, og ef til vill, íleiri daga í röð ekki staðið í skilum við herinn með það sem þeir hefði lofað, og þá ætti stjórnin það á hættu, að allur liðsafli hennar dæi út af í hungri. Hinn nýi kirkjngarðnr Iiimd- nnaborg'ar. Fyrir nokkrum árum hefði það ráð þókt ógjörningur að byggja kirkugarð i meir enn 20 enskra mílna fjarlægð frá Lundúnum. En nú hefur grafmannafjelag nokkurt komið þessu til leiðar; hefurþað keyptnýtt og betra kirkju- garðsstæði,enn áður var kostur á að fá i forstöð- um borgarinnar. Jafnvel þó gömlu kirkjugarð- arnir tækju til samans yfir 282 ekrur, (ekra er eins dags pógland,) og væru sjö sinnum stærri enn kirkjugarðar í nokkri annari höfuðborg, þá þókti þó grafmannafjelaginu farið að verða heldur þröngt í þeim; líka bafði heilbrigðis- ráðið í Lundúnum lýst því yfir, að enginn af kirkjugörðunum þar læi svo hentugt, að menn yrði jarðsettir þar, þegar frá liði, því ekki var bægt að færa þá út. Grafmannafjelagið hefur þess vegna keypt og hátiðlega látið vígja heiði nokkra, er beldur 1700 ekrur; húner20 enskar mílur frá Lundúnum, og járnbraut liggur fram hjá henni. Jarðvegurinn er þar þur og sendinn og þykir hinn bagkvæmasti til greptrunar. Jað er nú auðskilið mál, að stærsta borg í heimi hlýtur og að hafa hinn stærsta kirkjugarð; en mörgum kann að koma til hugar að spyrja: hvernig geta menn kostn- aðarins vegna notað þann kirkjugarð, sem liggur allt að 24 enskuin mílum frá höfuð- borginni? En grafmannafjelagið hefur sjeð um að gjöra mönnum hægt fyrir með það. Fjelag þetta stendur í sambandi við járnbrautarfjelag, sem nú á hverjum morgni flytur likfylgdir frá Lundúnum út til kirkjugarðsins. Sjerstakir vagnar eru tilbúnir til þess bæði fyrir líkin og fyrir alla, sem fylgja; og svo er búið að byggja í grend við garðinn hús og herbergi til að taka á móti öllum, sem koma; graf- mannafjelagið hefur og vissa menn til þess að bera líkið úr húsinu, þar sem dauðsfallið liefur orðið, til járnbrautaripnar, svo þetta þyngir ekki útfararkostnaðinn á hlutaðeig- endum; lika hefur fjelagið fengið kirkjugarðs- stæðið með svo góðu verði, þar sem það liefur gefið 25 pund fyrir hverja ekru á heiðinni, en í grend við borgina mundi hver ekra hafa kostað í hið minnsta 480 pund. Jetta gjörir þá legkaupið jieim mun minna. Jað eru líkur til að borgirnar Southhampton og Portsmouth, sem liggja næstar kirkjugarðinum og eiga járnbrautir að honum, fari líka að láta jarða þar, því heldur sem þær eru fjölmennar, og farið rnjög að þrengjast í kirkjugörðum þeirra. Jað hagar líka svo til þessum nýja kirkju- garði, að hann má enn mikið stækka, svo menn sjá fram á það, að þar þarf ekki að þrengjast um lángan aldur. GrafmannaQelagið er þegar nægilega búið að sýna það, að þó að

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.