Ingólfur - 30.05.1855, Blaðsíða 6

Ingólfur - 30.05.1855, Blaðsíða 6
162 mörs; ár hef haftskipti vift, fyrir alla þá góft- viltl, sem þeir bæöi í oröi og verki hafa sýnt mjer, og sem jeg á það að jiakka, að mjer hefur liðið vef, meðan jeg hef lifað þessu hlaða- lífi. Og vona jeg að þessir menn sýni mjer framvegis hið sama vinfengi, meðan jeg á í nokkrum skiptum við þá. $ví svo getur far- ið, að jeg enn þá einhvern tíma sendi yður í riti kveðju mína, vinir minir! ef mjer verður eins vel til með blek og hrafnsfjaðrir á Norð- urlandi, eins og mjer hefur orðið það hjer syðra. jþangað til kveð jeg yður í vinsemd og bið yður alla vel að lifa. Útgefarinn. 3. Landið Hanada. Framhald. Mjög kátlegir eru ýmsir siðir villimanna þessara við brúðkaup, hjónaskilnað og (/reptranir. Hjónaefnin trúlofast opt þegar á 8. ári, gefa þau þá hvort öðru margs konar gjafir, og vottar eru hafðir við. Jieir brjóta þá í sundur spítu í eins marga parta og vott- arnir eru, og tekur hver sitt spítubrot. Komi það nú fyrir að hjónin skilji, þá verður fyrst fullur skilnaður þeirra, er búið er að brenna upp öll spítubrotin fyrir augum þeirra. Ann- ars er hjónaskilnaður mjög sjaldgæfur hjá þeim. Jeim er heimilt að hafa meir enn eina konu, en fáir gjöra það samt, því flestir þykjast hafa nóg með að forsorga eina. Útför hinna dauðu framfer á þann hátt, að líkið er strokið yfir með litum, þá er það klættifullan fatnað og látið sitja uppi; eru vopn hins dauða lögð við hlið hans. Harmatölur og lofræður eru haldnar, og konurnar hljóða en karlmenn aldrei; endar sorgin optast með þvi, að þeir setjast að veizlu, sem veitt er í óspart bæði matur og drykkur. Átrúnaður þessara villimanna í Kanada pr að sönnu hreinni enn Eskimóanna, en blandinn er hann enn þá mikilli hjátrú. 3?eir trúa á eina veru æðsta, andann mikla, sem þeir blóta; líka trúa þeir á mörg goð óæðri, bæði góð og vond, og bera þeir á sjer myndir þeirra útskornar í trje; þá trúa þeir líka á (jaldramenn og lifi eptir dauðann, þar er aptur finnast allir góðir drengir. 4. Eldlandið og Eldlending'ar. Land þetta liggur fyrir sunnan Patagóníu, sem vjer höfum að nokkru lýst hjer að framan, og er það einhver hinn óyndislegasti bústaður á öllum jarðarhnettinum. Sund nokkurt, sem kennt er við Ma/elhaen, er fyrstur inanna fann það og sigldi í gegnum það árið 1520, skilur Eldlandið frá meginlandi Vesturálfunn- ar, eða Patagóníu. Sund það er 80 rnílna langt og 3 eða 4 mílur á breidd; mjög erþað sjaldgæft að skip sigli í gegnum það, því sigling er þar næsta hættuleg bæði vegna storma, sem opt bresta þar á, þegar minnst varir, og svo líka vegna sandrifa; þar að auki er leiðin nijög krókótt og skerjótt, og strandirnar að suridinu ineð þverhnýptum klettum, er viða hvar gnæfa 5000 fet í lopt upp. Eldlandið er 1522 ferliyrndar mílur á stærð, og eru taldar mcð því nokkrar eyjar minni, er liggja við suðurendann á Vesturálf- unni. Aðaleyjan er talin 50 mílna löng og 40 inílna breið; en eigi hafa menn enn kannað landið svo vel, að þeir viti, nema það á ýmsum stöðum kunni að vera gegnum skorið afsund- um. Landslag er þar mjög grýtt og fiöllin graslaus og ber; fjall eitt, sem heitir Sar- mientó, þykir líta út fyrir að vera eldfjall. Norðanvert á Eldlandinu eru fjöllin bæði há og brött, en austurströndin er aðgengilegri, og eru þar sumstaðar birkiskógar. Loptslag er þar svo kalt, að á sumrin fellur þar opt snjór í sunnanátt, enda er þar og lítið um allan gróður. Staðir, sem menn helzt þekkja til á Eldlandinu, er Jölahöfnin á suðvestur- ströndinni og Hornhöfði, sem er svo óttalegt og þverhnýpt bjarg, að jafnvel fuglinn fljúg- andi byggir þar ekki lireiður. Enskur skip- herra að nafni Fitzroy, sem kannaði víða strandirnar á landi þessu fyrir nokkrum árum, skiptir innbúunum í 6 flokka, er hann segir að hver tali sitt túngumál og sjeu samtals hjer um bil 2300 fullorðnir menn. Hann lýsir þeim, eins og nú segir: rHin helztu einkenni í skapnaði Eldlendinga eru þessi: ennið óvenju- lega lítið og lágt, kinnbeinin framstandandi, nasaholurnar viðar, munnurinn stór og ófríður, varirnar þykkar, augun litil og liggja djúpt; þeir eru dökkeygðir og snareygðir eins og flestir villimenn, voteygðir og rauðeygðir af sífeldri svæluikofum þeirra; nefið er næstum

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.