Íslendingur - 28.05.1861, Síða 2
34
ráðaneytis um hvert vandamál þessa lands, er til stjórnar
og lagasetningar hefur komið. |>að, sem hann hefur þar
um ritað eða rœtt, er margt kunnugt, en bæði það, og
hitt, sem fæstum er kúnnugt, mun bera vott urri hans
miklu glöggskyggni, revnslu og þekkingu, úm þá afbragðs-
stillingu og jafnvægi hugarins, og um þann frábæra li.ptir-
leik í skýringu og útlistun málanna, sem honum var gefin.
I daglegri umgengni var ltann hinn viðfelldnasti, ætíð sam-
ur og jafn, hvað sem fyrir kom, og smáskemmtinn í við-
rœðum, blíður í skapi og viðkvæmur í lund. Ilann var
með hæstu mönnum á vöxt, allt að 3 álnum, og grann-
vaxinn lengi fram eptir æfi, en farinn að giklna, eptir því
sem á leið; manna höfðinglegastur í sjón og framgöngu
allri.
Brjef
frá sjera Sv. Eyjólfssyni á Árnesi í Strandasýslu til júst-
izráðs J. Hjaltalíns, dags. 21. d. jan. 1861.
(Framhald). 4. Hafísinn kemur hjer optast nær úr
norðvestri, þó ber það við, að hann kemur hjer að Strönd-
unum úr austnorðri, og segja menn þá, að ísinn komi
austan fyrir; þegar ís kemur þannig bjer að Iandi, eru
það ætíð hafþök, svo ekki sjer út yfir, og mun standa
þannig á því, eptir því sem menn halda lijer, að ísinn
reki Iengra frá landi frá vestri til austurs, en svo komi
straumbreytingar, sem hjálpi stormum til að reka hann
að landi.
5. Flatur ís og borgarís eru, að öllum jafnaði, ekki
samfara, lieldur optast nær hvor fyrir sig, það er að
segja: sum árin kemur borgarís því nær eingöngu, en
aptur sum árin flatur ís, þó er það alltítt, að borgarísjakar
miklir eru innan um hinn ílata ís, einkum þá mikil ísa-
lög eru, og ekki minnist jeg þess, að jeg haö sjeð hjer
svo flatan ís, að ekki haft verjð innan um hann mjög
stórir. borgarísjakar hingað ogþangað; borgarís kemur
bjer yfir höfuð optar en flatur ís.
6. þegar ísinn kemur að landi seint á vetrum, þá
koma ætíð hvalir á undan honum inn á firði og víkur;
en komi hann þar á móti að landi á gói og þorra, og
fyr á vetrinum, þá mun það vera mjög sjaldgæft, að hvalir
komi á undan ísnum; af þessu eru líka komin hin gömlu
máltœki lijer á Ströndum: »Opt eru æti í einmánaðarís«,
og »sjaldaner gagn að góuís«; því þá eru ekki hvalir eða
þess kyns æti með ísnum, en miklu heldur með þeim ís,
sem kemur að landi á einmánuði og seinna; það nmn
reynast svo, að meira sje hjer af hvölum fyrir landi í ísaárum,
67
dapur yfir dauðum ná
dœgur lifði Bjarni.
Aðrir kunna svo:
dagana þrjá yfir dauðum ná
dapur sat hann Bjarni.
Er þetta sögn systkina Bjargar; sagt hefur og verið, að
Jón á Ilryggjum dreymdi, að Einar sveinninn llalldórsson
kœmi að sjer og kvæði þetta, en hann mundi síðan:
í klettaskoru krepptir erum við báðir,
en í tjöldum áður þar
allir vorum fjelagar.
21. Frá þingi, Jóni og Fáli Halldórssgni.
það var enn, að þau Itagnheiður fengu mann sunnan,
er sagður var fjölkunnugur; sá hjet Páll Halldórsson, frá
Mógilsa á Kjalarnesi; liann var gamall Skagfirðingur, laun-
son Halldórs lögrjettumanns á Seilu,"er annálinn reit, J>or-
bergssonar sýslumanns á Seilu, llrólfssonar hins sterka,
Bjarnasonar; hafði Páll átta Hildi Ólafsdóttur hins lærða
lögrjettumanns; voru þau bæði Páll og Hildur haldin fjöl-
heldur en þá ekki hafa komið ísar vetrinum áður; þegar
íshroði rekur lijer iun seint á vetrum eða á vorin, þá
kemur einatt mikið af hvölum með honum, en þeir fara
þá aptur með ísnum, þegar bannfer, um stund, en koma
þá aptur upp að landi undir og um mitt sumarið; annars
hef jeg sjeð hjer merki til þess, að hvölum mun vera
mjög gjarnt að halda sjer við ísinn, þegar hann er ekki
mjög mikill, því jeg hef tekið eptir því, að þegar land-
fastur hafís fvllir víkur allar og flóa út fyrir yztu nes, þá
er einatt mikið af hvölum með ísnum að framanverðu, og
það lengi, þegar íslaust er þá fyrir framan.
7. |>að fer ekki nærri því ætíð eptir vöxtum íssins,
hvað lengi hann liggur við landið, þvi opt ber það við,
að hafíshroði liggur mjög lengi, einkum þegar hann rekur
inn seint á vetrum eða á vorin; þó er það almenn trú
manna hjer, að þegar mikill ís rekur <að landi, og liggi
hann þá landfastur i 3 nætur, þá muni hann að minnsta
kosti liggja í 3 vikur, og liggi hann í 3 vikur, þá muni
hann liggja mjög lengi, ef straumar ekki fara að hreifa
honum, þegar 3 vikur eru liðnar; þetta segja menn hjer
að reynslan sanni; það eru allajafna vissir straumar, sem
fœra isinn í burtu, eins og jeg að nokkru leyti hef getið
um, undir nr. 3. J>á vil jeg einnig geta þess lijer, að
þegar hafís rekur bjer inn til muna, þá gjörir hann ætíð 3 rek
á ísinn, áður hann er að fullu landfastur; þetta staðfestir
reynslan fullkomlega; jeg hef getið þess áður, að hafís
reki bjer jafnaðarlega að landi með norðanstormum og
kafaldshríðuin, en fyrst kemur að eins íshroði að öllum
jafnaði, og eptir fáa daga kemur aptur norðanstormur,
sem rekur meiri ís að landi, en er þá opt hœgur útsynn-
ingur eða logn þess á millum, og eptir þriðja norðan-
storminn er ísinn fullrekinn, og koma þá opt langvinnar
kyrrur og logn og heiðbjart veður á eptir, sem einatt vara
í 14 til 20 daga.
8. Ilafísinn rekur hjer optast fyr að landi við Ilorn-
bjarg; þó mun það bera til, að hann reki fyrst upp að
Aðaivík, þegar mikill ís er í vesturhafinu.
9. Hafisinn kemur opt og einatt austur fyrir Horn og
inn í Húnaflóa, þó ekki sjáist hafþök af honum fyrir vest-
an, en vel getur það skeð, og er enda mjög líklegt, að
mikill ís sje þá að öllum jafnaði í norðvesturhafinu, því
sjáist mikill ís i vestur-útnorður undan Aðalvík, bregzt
það sjaldan, eða, ef til vill, aldrei, að hann komi þá tals-
verður hingað austur fyrir Ilorn og inn á Húnaflóa með
Ströndunum.
13. (10., 11., 12. kemur mjer ekki við að svara).
68
vitur, bjuggu fyrst á Esjubergi, síðan á Árvelli; voru börn
þeirra: Halldór á Mógilsá, átti Iíristínu Jónsdóttur; voru
þeirra börn: Páll, Guðmuudur á Glóru, og svo á Keldum,
Yigfús á Syðri-Reykjum í Mosfellssveit, Oddur lausamað-
ur, þórður, er úti varð á Hellisheiði og fleiri. Ingibjörg
Pálsdóttir, systir Halldórs, átti Lárus Jóhannsson, fógeta-
fullvaldsmanns Jörginssonar; síðan átti hún Símon á Kjal-
arnesi, og síðast Guðmund Jónsson á Eilífsdal. Páll Hall-
dórsson var gamall, er hann kom norður til Staðar; átti
hann að vita, hvað af líkunum væri orðið, en kom þó
engu til leiðar, að vísari mætti hann þess verða eptir en
áður; fyrir því var það, að þess heldur hjeldu menn Jón
Egilsson mundi margfróður, og víst mun tilhœft, að slíkt
hefðihann með höndum. Nú var það tveim vetrum siðar
(1783), að þingað var hinn 28. maí að Stóru-Seilu; voru
þeir á þingi Jón Egilsson, Sigurður sonur hans og Bjöm
Illugason; þar var og Páll hinn fjölkunni, er ætlað var, og
gekk rangsœlis urn þinghúsið um daginn; þótti það galdra-
mannaháttur; ei er þess getið, að þeir Jón Egilsson mælt-