Íslendingur - 08.07.1861, Blaðsíða 3

Íslendingur - 08.07.1861, Blaðsíða 3
59 ari skýrslur út af þegnlegri bœnarskrá alþingis um betri stjórn og afnot kristfjárjarða, þá hefur dómsmálastjórn vor skrifað biskupinum á íslandi um þetta mál. 18. Útafþví, að til alþingis höfðu komiðtvær umkvart- aniryflrþvi, að amtmaðurinn í suðurumdœminu hefði neit- að að endurgjalda úr jafnaðarsjóði amtsins þann kostnað, samtals 697 rd. 56 sk., sem íbúar Skaptafellssýslu og Rangárvallasýslu höfðu greitt árin 1857 og 1858 til fjár- varða vegna fjárkláðans, þá hefur alþingi sent stjórninni þegnlegabœnarskrá um, að þettaðfje verði sem fyrst end- urgoldið hlutaðeigendum. En um þetta efni skal þess getið, að alþingi hefði ekki átt að taka málefni þetta til umrœðu, því eptir tilskipun 8. marzm. 1843, 77. gr., á alþingi ekki að gefa gaum bœnum og umkvörtunum ein- stakra manna, og undantekning sú, sem gjörð er frá tjeðri ákvörðun í 2. lið greinarinnar, getur ekki átt við, þegar eins stendur á og hjer er; því ekki getur verið umtals- mál, að með þessu hafiverið órjetturgjör einstökum mönn- um, og þarf ekki að leiða önnur rök að því, en að ráð- stafanir þær, sem varið var til því fje, sem amtmaður hef- ur neitað að endurgjalda, voru sumpart gjörðar án hans samþykkis og sumpart jafnvel eptir að hann var búinn að lýsa því yfir, að þess væri eigi að vænta, að kostnaðurinn yrði endurgoldinn. Samkvæmt því, sem ákveðið er í 1. lið í þeirri grein alþrngistilskipunarinnar, sem að ofan er nefnd, hefði því þingið átt að skjóta málinu frá sjer til úrlausnar hlutaðeigandi yflrvalds. Til staðfestingar allramildilegustum úrskurðum vor- um, þeim er nú hefur verið getið, höfum vjer sent yður þessa auglýsingu vora, og heitum voru trúa alþingi hylli vorri og konunglegri mildi. Gefið í Slcodsborg, 1. d. júním. 1861. Undir vorri konunglegu hendi og innsigli. Frlðrik R. (L. S.) _____________ Casse. Rœða lconungsfidltra, er hann setti alþingi 1. d. júlím. 1861. Háttvirtu alþingismenn, fulltrúar íslendinga. Eins og yður er kunnugt, er hjer orðinn sá atburð- ur, að sá maður, sem konungur vor hafði kjörið til full- trúa síns á alþingi í þetta skipti, amtmaður Melsteð, er liðinn, og að kringumstœðurnar ekki hafa leyft, að skýra stjórninni frá, hvernig komið væri, svo tímanlega, að hún gæti skipað annan í lians stað, og hef jeg því eptir stöðu minni og eptir samkomulagi við yður, heiðruðu þingmenn, tekið að mjer að gegna þessum vandasama starfa, svo þingstörf yðar geti nú þegar byrjað, eins og til stóð, fyrir- stöðulaust, og treysti jeg því, að þjer takið af mjer viljann fyrir verkið, og styðjið mig í öllu því, er miðar að því, að þingið geti gegnt verki köllunar sinnar, þrátt fyrir þau mœðulegu atvik, sem hjer eiga sjer stað. þingiö hefur misst mikils, er það liefur orðið að sjá á bak þeim manni, sem svo lengi hafði gegnt konungsfulltrúastörfum á þessu þingi, og gegnt þeim með þeirri hyggni, stillingu og lip- urleik, sem vjer allir svo opt dáðumst að, og urðum að- njótandi, og er oss skylt, að geyma slíkt í þakklátri og virðingarfullri minningu. * Frumvörp þau, sem í þetta skipti verða lögð fyrir þingið af hendi stjórnarinnar, eru að vísu ekki mörg eða mjög umfangsmikil, en þau heimta eigi að síður allan at- luiga yðar og yfirvegun, og jeg er líka sannfœrður um, að þjer sameiginlega munið láta hvorttveggja í tje, eptir mæli þeirrar þekkingar, sem hverjum yðar fyrir sig er gefinn; en þegar allir þannig leggjast á eitt, mun góður vilji, eins og optar, verða sigursæll. Hagur þessa lands er eins og nú stendur, þegar á allt er litið, miður en óskandi væri og fremur sorglegur; atvinnubrestur er því miður allt of almennur, og eigi fyrir að sjá, livernig fram úr því rœtist, en úti í Danmörku vofir yfir, að brœður vorir þar muni neyðast til að draga sverðið úr sliðrum og leggja út í stríð við ofurefli, til þess að halda uppi þjóð- erni sínu og landsrjettindum. Vjer erum á hólma vorum lausir við útvortis ófrið; gætum því varhuga við, að innvortis misklíð og tvídrœgni ekki læðist inn i hið litla þjóðfjelag vort, heldur vinnum í stöðu vorri hver með öðrum í andans eindrœgni að því augnamiði, sem oss öllum hlýtur að vera mjög annt um, að vaxandi hagsæld og framförum fósturjarðar vorrar. Látum oss einnig með þessum einlæga ásetningi ganga að því verki köllunar vorrar, sem nú liggur fyrir, og biðjum guð, sem ávöxtinn gefur, að blessa þessi störf vor, svo þau geti borið góða og heillaríka ávexti fyrir vora ástkæru fósturjörð, bæði í bráð og lengd. Að svo mæltu lýsi jeg því yfir í nafni vors konungs, að alþingi er sett. Atluigasemdir um landbúnaðinn á Islandi. (Eptir faktor Möilbye, átiur i Vopnaftríli). Snúi'& úr döusku. Sá helzti atvinnuvegur íslendinga er nautpenings- og sauðfjárrœkt. Af nautpeningi hafa menn því nær eingöngu mjólkurkýr, en aptur á móti af sauðfje bæði ær og geld- fje, eða geldsauði. þessi peningur ásamt fleiri eða færri lirossum, er allur búfjenaður bóndans. Enda þótt innigjöf á sumar hvergi sje tíðkanleg á íslandi, en bæði hestar og sauðfje gangi jafnaðariega úti á vetrum, þegar verður fyrir harðindum, þá verður þó að gefa kúnum inni því nær í 8 mánuði, lömbum 3 og 4 mánuði hinn fyrsta vetur, en fullorðnu fje og hrossum lengur eður skemur, eptir því sem veturinn fellur, eður tímabilið frá byrjun nóvemher til maímánaðarloka. það er þó hartnær ómögulegt, að ákveða með vissu, hve mikið fóður þurfi, því bæði eru fóðurgœðin svo misjöfn og gjafa- tíminn mjög mislangur á hinum ýmsu stöðum landsins, og það enda opt á litlu svæði. En það, sem maður með fullri vissu veit, er það, að fóðurmegnið er allajafna of lítið, og að fóðurskortur þráfaldlega hefur valdið miklum peningsfelli, bg þar af hefur aptur leitt hungurdauða á landsmönnum. þar nú heyið erhið eina fóður, sem íslendingar hafa handa skepnum sínum, en korn og aðrar fóðurjurtir geta að öllum líkindum ekki elnazt til fullnustu, nema þegar vel árar og í einstöku góðsveitum, þá er auðsætt, hve mjög heyafiinn er áríðandi fyrir landið. En samt sem áður er þó grasrœktin mjög skammt á veg komin hjá landsmönnum. það hey, sem er ætlað hrossum og sauð- fje, er slegið á órœktaðri útjörð eða engjum, t. a. m. blautum mýrum, tjörnum og foræðum, á árbökkum og valllendi. Er heyskapur þessi opt langt í burtu frábœj- um, og þar ineð eigi að eins örðugur og seinlegur, heldur líka Ijettur og lítill, einkum þegar illa árar. Á hverri jörð er þar að auki meira eður minna graslendi í kring- um bœinn, sem frá aldaöðli hefur verið rœktað með því, að bera á það áburð á svörðinn ofan. þetta eru hin svo kölluðu tún; eru þau vissari að spretta og gefa hið krapt- hezta hey, sein einungis er ætlað mjólkurkúm. þessi túnarœkt, með áhurði ofan á grasrótina, er þvi nærhin eina jarðrœkt, sem talin verður að eigi sjer stað á íslandi. Hve lakleg og ófullkomin þessi grasrœktmuni vera, geta menn ráðið af því, að 3 dagsláttur eður 2700

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.