Íslendingur - 12.11.1861, Page 3

Íslendingur - 12.11.1861, Page 3
99 aði Itennimönnum að Ttvongast. |>ær fríkennaliann skýrt | og skorinort fyrir áburði sjera B., að hann liafi nokkurn tíraa boðið kennimönnum að lifa ókvæntum, með því post- ulinn kallar og slíka kenningu djöflalærdóm, og þá sem bera hana fram »kennandi lygar af fláræði og brenni- merkta á samvizkunni«. |>að er því þrennt á móti því, að sjera B. og ka- tólskir segi satt á Pál postula, ef þeir eru svo djarflr, að segja hann sje höfundur einlífis-lögmálsins. Það fyrst, að í þessum greinum, sem sjera B. notar til sönnunar máli sínu móti mjer, eða rjettara sagt móti sjálfum sjer, er engin skipun, heldur heilræði, sem lieimila allt eins klerkum og leikmönnum að kvongast — því liver mundi geta tekið fyrir, að þau ósköpgætu eins komið að klerki, syndugum manni, eins og að leikmönnum, að brenna af losta. Það annað, hvílíkur varlífshagur kristinna á þeim tímum, er postulinn skrifaði þetta, og pað liið þriðja, að sami postuli kennir skýlaust á öðrum stöðum, s. s. þess- um, er jeg hef tekið fram, að kennimenn skuli kvongast, og kallar djöflalærdóm að banna mönnum að giptast. Svo liitt gat engan veginn verið vilji hans, að það yrði al- mennt lögmál i kristninni, að klerkar mættu ekki ganga í helga hjónabandsstjett. tlann, sem segist »álíta, að hann hafi guðs anda«, og vjer trúum að hafi verið sannur post- uli drottins, gat ekki boðið það á einni stundu um sama hlut, er liann baunaði á hinni. Katólskir eru því sannlega sekir um þessa einlífis- villukenningu, en ekki postulinn Páll — þeir eru sekir um, að þeir hafa tekið luma eptir heiðingjum og »villiöndum« valdi klerkdómsins til hagnaðar, góðum siðum og hrein- lífi kennilýðsins til niðurdreps, en engan veginn eptirboð- um postula drottins. Yið þá — katólska — er þvi rjett vjer sennum um þetta mál, vjer sem virðum og hrósum með Páli postula kristilegu skírlífi, og berum skyn á og þekkjum, að hreinlífi og einlífi er ekki hið. sama, og fer ekki ætið saman. J>að er eptirtektavert að sjera B. skyidi helzt fara að reyna að reka til baka það, sem páfaveldisþátturinn í »Ið- unni« segir um Gregorius páfa hiun 7., sem þar er þó lirósað að mörgu leyti, og velja til þess þau orðin um þennan páfa, sem klerknum var alls óvinnandi að gjöra ó- gild, að liann skyidi heldur búa sjer til málsgreinir, sem hvergi stóðu í þættinum, til að hafa eitthvað að glíma við, en taka ekki heldur svari sumra annara páfa, sein þáttur- inn talar hraklega um, t. a. m. Jóhannes páfa hinn 12., Jóhannes páfa hinn 23., Alexander 6., Júiíus 2. og fl. Sutnum mun detta i hug, að hann hafi ekki treyst sjer að verja þessa páfa ilfum ámælum, og hafi því valið sjerhitt umtalsefnið, sem hann ætlaði sjer mundi lánast betur, að sanna. En jeg vona allir, sem athuga vel, verði að kenna í hrjósti um hann, hvernig honum hefur tekizt þetta ætl- unarverk, er hann setti sjer og byrjaði fyrst á að rita um hjer hjá oss. Að endingu kveð jeg í kristilegri ástsemi sjera Bau- doin bróður minn, og hugkvæmist mjer ekki þessa stund hollari ósk lil hans, en að hanu láti sem fyrst sannfœrast um það, að harðla mikið muni vera veilt og móti heilagri ritningu í einlífislögmáli katólskra, og að hann láti þessa sannfœringu í Ijósi með því, að fá sjer bráðum konu og janga í helga hjónabandsstjett eptir boðum drottins og postulans Páls, »svo lianngeti veitt sínuheimili góða for- stöðu og haldið börnum sínum í hlýðni með allri siðsemi. J>ví hver, sem ekki hefur vit á að veita sínu heimili for- stöðu, hvernig má hann umsjón veita söfuuði guðs«. Skrifaí) 12. ágústm. 1861. Sigurður Gunnarsson. (Aðsent). það er nú orðið heyrum kunnugt, að aðalfulltrúinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Guðmundur Brandsson, er fallinn frá, það er því spurningin, hvort kjósa eigi að nýju aðalfulltrúa til næsta þings, eða varaþingmaðurinn eigi að taka sæti á þinginu; því að eigi fara almennar kosningar fram fyr en haustið 1864. Vjer vitum það reynd- ar, að sumir hjer á landi munu hafa litið svo á hingað til, að óvíst væri, hvort fulltrúakosning ætti fram að fara, þótt aðalfulltrúinn fjelli frá, ef varafulltrúi væri til, og því var kanselíið sæla spurt um það hjerna um árið; það mun engan úrskurð hafa á það lagt, hver væri tilætlun laganna, en svaraði því einu, að það virtist óþarfi, og hefði auk þess kostnað í för með sjer. Vjer játum það og, að ákvarðanir alþingistilskipunarinnar 8. marz 1843 um þetta efni eru eigi svo ljósar, sem óskandi væri, enda þótt 8. greinin í tilskipun þessari, að minnsta kosti í snöggu bragði og út af fyrir sig, virðist benda til þess, að nýja kosningu þyrfti eigi fram að hafa, þótt aðalfulltrúinn fjelli frá eða missti kjörgengi að fullu, ef varafulltrúi væri til. Á hinn bóginn munu standaþingin í Danmörku hafa vilj- að fylgja hinni reglunni, að láta'nýja kosningu farafram, undir eins og aðalfulltrúans missti við; og eins er það öllum kunnugt, hvernig stjórnin fór að í fyrra, er kanselí- ráð V. Finsen, er verið hafði konungkjörinn aðalþingmað- ur á alþingi, hætti að vera alþingismaður, þar sem kon- ungur kaus nýjan aðalþingmann í lians stað, og varaþing- mann líka, enda þótt konungkjörinn varaþingmaður væri til. Ef oss minnir rjett, nnin og stjórnin hafa farið eins að hjerálandi 1847. þetta sýnir ljóslega, hvernig stjórn- in hefur skilið og skilur tilskipuna, að því er hina kon- ungkjörnu þingmenn snertir, og vjer viljum eigi vefengja að neinu þennan skilning hennar; en oss virðist líka auð- sætt, að saina reglan eigi að gilda um hina þjóðkjörnu menn, sú, að ef konungur á að kjósa aðalfulltrúa, ef hinn fyrri fulltrúi fellur frá, eða kemst í þá stöðu, að hann geti eigi liaft rjett til þingsetu, þá eigi og lands- búar, er missa aðalfulltrúa sinn, að kjósa sjer aðal- fulltrúa að nýju, enda þótt varafulltrúi sje til; og vjer játum það, að sú aðferðin þykir oss rjettust, eðlilegust og frjálslegust, hvað sem skilningi á orðum alþingis- tilskipunarinnar líður. Vjer ætlum engan frekari dóm á þetta mál að leggja, en vildum að eins vekja athuga hlut- aðeiganda á því; því að vjer viljum eigi, að íbúar Gull- bringu- og Iíjósarsýslu missi rjettar sins, og varafulltrú- inn taki setu á næsta þingi, ef hann hefur eigi rjett til þess, eða að sýslan verði, ef til vill, fulltrúalaus á þing- inu. Og að minnsta kosti væri það œskilegast, að endi væri á gjörður þeim vafa, sem á er þessu máli fyrir oss, ólöglærðum bœndum. I novemberm. 1861. Steinþór bóndi. Anslýsing. |>egar jeg var á ferð fyrir sunnan í fyrra haust, önd- verðlega í októbermánuði, afhenti einhver í Reykjavík mjer 1 alin af klæði og 1 alin af flöieli, án sendibrjefs, og laus- lega vafið innan í gulan pappír, en mjer Ieið á eptir úr minni, bæði hver mjer afhenti þetta, og líka hvert það átti að fara; síðan hef jeg með öllu móti leitazt við að uppgötva það, en ekki getað; eru því vinsamleg tilmæli mín, að sá, sem fjekk mjer þetta, skrifi mjer til, og láti mig vita, hverjum þessi 1 alin klæðis og 1 alin flöiels átti að afhendast, því það er enn geymt lijá mjer. Steinnesi 25. október 1861. Arni Erlendsson.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.