Íslendingur - 10.01.1862, Blaðsíða 7

Íslendingur - 10.01.1862, Blaðsíða 7
127 því nær geta keypt hverja bók, er þá lystir að lesa; hversu mikla þörf höfum vjer þá ekki íslendingar á þvílíku bóka- safni, þar sem menn geti fengið bœkur ljeðar, án þess að þurfa að kaupa þær? því vjer erum fátœkir, og hver ein- stakur af oss getur ekki aflað sjer margra bóka, sízt er nokkru verði nemi. En hvernig fara menn nú með bóka- safn þetta hjer á landi? Menn skyldu halda, að þeir, sem eiga að ráða yfir því, gjörðu sjer allt far um að efla það, og láta það ná tilgangi sínum, sem mest þeir gætu; því þó þeir ekki fyndu hjá sjer sjáifum neina löngun til að út breiða menntun og vísindi hjer á landi, svoleiðis sem lrinn útlendi maður, þá virðist þó svo, sem sómi þeirra ætti að bjóða þeim, að láta sem minnst á þessu bera, og því gjöra allt sitt til, að efla bókasafnið, bæði með góðri stjórn, og eins með því, að fá útlenda og innlenda vísindavini til að gefa fje og bœkurtil þess, er víst ihundu gjöra það, ef þess væri farið á tlot við þá, og þeim að öðru leyti geðjaðist að gjörð- um stjórnanda bókasafnsins. En hvað er nú gjört til að efla bókasafnið? og hvernig er ástand þess? þetta held jeg að fáir viti, því menn fá aldrei neitt um það að heyra; því er haldið sem leyndardómi fyrir almenningi. Almanna- rómurinn er sá, að hefði bókasafnið ekki verið svo hepp- ið, að fá eins duglegan og ágætan bókavörð í alla staði, sem herra stúdent Jón Árnason er, mundi stjórn þess verða næsta lítilfjörleg, eins og líka ljósasti votturinn upp á það, að þetta muni satt vera, er sá, að þrátt fyrir það, að þó stjórnendur bókasafnsins eigi að vera 4, eru þeir þó nú búnir að týna svo tölunni, að ekki eru orðnir eptir nema tveir af þeim, nefnilega prófessor P. Pjetursson og skólakennari II. K. Friðriksson, og hefur ekki verið höfð rœna á, að út nefna neina í stað þeirra etazráðs Jónas- sens og kanselíráðs V. Finsens, þegar þeir fóru út úr stjórninni. þetta er mikið rœnuleysi; ogþó stiptsyfirvöld- in, sem hafa yfirstjórn bókasafnsins á hendi, og líklega eiga að út nefna menn í stjórnina, hafi nú gleymt þessu, þá er hitt óskiljanlegt, hvernig það hefur getað til gengið, að þeir tveir, sem eptir eru í stjórninni, skuli ekki hafa orðið varirvið það, þegar hinir hurfu úr henni; því hefðu þeir orðið varir við það, og haft nokkurn áhuga á bóka- safninu, mundu þeir hafa fundið skyldu sína, að minna stiptsyfirvöldin á þetta. þelta atriði, meðal margra ann- ara, virðist vera ljósasti vottur þess, að stjórnin á bóka- safninu og eplirlitið með því muni vera lítil, og langtum minni, en vera skyldi. Og vjer álítum það skyldu stipts- yfirvaldanna, og vonum svo góðs til þeirra, að þau sem fyrst útnefni tvo menn til í bókasafnsstjórnina, er menn 125 tekið eptir því, að faðir minn var endur og sinnum held- ur hnugginn á svipinn. Hann var fríður sýnum, og svo virtist, sem birti í stofunni, er hann kom inn; svo var yfirbragð hans glaðlegt, og svo var hann unglegur á- sýndum, er engin ellihrukka var komin á andlit hans. Frá því jeg fyrst gat munað hann, hafði hann allajafna verið eins í mínum augum og óbreyttur, og hafði jeg ein- att furðað mig á jafnlyndi hans og glaðlyndi. Mjer kom það því á óvart, að sjá hann svo þögulan og utan við sig, þótt það bæri sjaldan að. Allt brosti við oss; það horfð- ist vel á fyrir systrum mínum, og sjálfur ætlaði jeg að eiga dóttur góðs vinar hans, og allar líkur til, að jeg, einkasonur hans, mundi ryðja braut gáfum mínum og hygggjuviti. En því óskiljanlegri var mjer þessi breyting hjá honum, og einhver órói gagntók mig, sem jeg gat eigi losazt við, enda þótt engin væri ástœðan til hans. Fyrir meir en mánuði hafði jeg einhverju sinni sjeð tvo menn, er vildu fá að tala við föður minn; var úllit þeirra heldur undarlegt, og nær því tortryggilegt; stóð samtal geti vonazt til að bæði sjeu þess fœrir að vera í henni) og líka hafi áhuga á safninu. S. T. — 9. dag nóv.mán., árið sem leið, andaðist að Dysjum í Garðahverfi, eptir 8 klukkustunda harðar þjaningar af kól- eru, þorbjörg húsfreyja Jóhannsdóttir, 37 ára, konaMagn- úsar Brynjólfssonar, sáttagjörðarmanns í Álptaneshrepp. Hún var dóttir sjera Jóbanns Tómassonar á Hesti, giptist Magnúsi árið 1844, og áttu þau saman 8 börn, og eru 7 af þeim á lífi. Sóknarprestur hennar, sjera Ilelgi Ilálf- dánarsson, minntist þessarar heiðurskonu í eptirfylgjandi ljóðum: Ó þú beitta banasigð I margopt þar, er sárast svíður, sundur jarðnesk bönd þú sníður, beiskri veldur hjörtum hryggð; hörðum kulda-þyt af þínum þrávallt slokkna vonarljós; vinir sviptast vinum sínum, visnar fögur gleði-rós. Svo er enn sem optar hjer: sorgir þungar hjörtu hrella, hlýtur elskan tár að fella, tryggðin harm í brjósti ber; ekkill sút af sárri hljóður, syrgir horfinn förunaut; börnin gráta blíða móður, byrgt er þeim hið kæra skaut. Iiver fær þerrað þeirra brár? stirðnuð liönd er móður mjúka, megnar ekki burt að strjúka barna sinna trega-tár. Ilver má greiða götu myrka, gefa særðu hjarta frið, hans, er lífs í stríði styrka stoð hjer missti sjer frá hlið? Ó þú beitta banasigð ! sá er þig í hendi hefur, hann er faðir vor, sem gefur börnum sínum bót við hryggð. Hjer á jörð þó skýrt ei skilji skepnan drottins hulið ráð, hans er ætíð allur vilji eilíf speki’ og föður-náð. Innlendar frjettir. Síðan vjer hjer næst á undan gátum nokkuð um veðuráttu og vetrarfar, hefur tíðarfarið mátt heita hið bezta, svo langt sem vjer höfum 126 þeirra yfir meir en heila klukkustund. En er jeg hafði engan sjeð eptir það, eða orðið neins þess áskynja, er gæti verið honum til ama, gleymdi jeg heimsókn þessara tveggja manna, er jeg í fyrstunni hafði ímyndað mjer að greti átt einhvern þátt í angursvip föður míns. Stundum var hann þó kátur, og því nær ofsakátur; en það fór svo fjærri, að það veitti mjer hugarrósemi, að það gjörði ó- róann, sem í mjer var, þótt jeg vissi eigi, hvernigáhon- um stóð, enn verri en áður. 22. dag nóvembermánaðar, síðari hluta dagsins, sat jeg í herbergi mínu; var mjer órótt í skapi, og sárkvald- íst af þessari ástœðulausu hugsun; því að ástœðulausa kallaði jeg hana, og gat þó eigi losazt við liana. Faðir minn og jeg höfðum setið einir að miðdegisverði; hann hafði verið mjög þegjandalegur, og sökum þess hafði liræðsla mín vaknað að nýju, og aldrei verið jafnmikii sem þá. Áð eins í eitt skipti hafði jeg tekið eptir því, að hann starði á mig, og var augnaráð lians heldur kvnlegt; en það var að eins svipstund, cr liann ætlaði að jeg mundi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.