Íslendingur - 25.01.1862, Qupperneq 8

Íslendingur - 25.01.1862, Qupperneq 8
144 YÍn 20—24 sk. pt., eptirgœðum; steinkol tunnan á 2rd.; salt tunnan á 2 rd. Við nóvemb.mán.lok var í útlöndum mikil eptirsókn eptir rúgi, og goldið fyrir hann eptir gœðum frá 8 rd. 24 sk. til 9 rd. 8 sk. fyrir tunnuna, og leit út fyrir, að mundi hækka í verði sökum misbresta á uppskeru og lít- illa kornbyrgða. íslenzh vara í Kauprnannahöfn í nóvemberm. 1861 seldist: Saltaður flskur spd. 22—23—24 rd., og úrval úr Spánarfiski á 25 rd.; söltuð ísa skpd. 13rd.; saltaðar löng- ur skpd. 18—19rd.; harður fiskur skpd. 36—42 rd. eptir gœðum; hákallslýsi með tunnu 29—31rd.; meðalljóst lýsi 25—27 rd. með tunnu; dökkleitt lýsi 21—25 rd. með t.; tólg pd. 24—25 sk.; æðardún velhreinsaður 5—6rd.; hvít ull er fallin í verði, og seldist eigi nema með miklum aíföllum, og lágu lijer um bil 900 skpd. óseld. IMfs- og þorskalýsi og æðardún þótti nú svo illa verkað, að erfitt gekk að fá kaupendur að þeirri vöru,því að menn urðu að þurrka og hreinsa dúninn að nýju,og sjóða lýsið upp aptur. |>að er merkilegt og jafnvel hörmulegt, hve skamm- sýnir og hirðulausir landar vorir almennt geta verið í þeim efnum, þó víða gefist, sem betur fer, Iofsverðar undan- tekningar. Menn ættu þó að láta sjer skiljast, hvílíkan ómetanlegan skaða þeir gjöra sjer og öllu landinu með því, að vanda eigi vöruna, sem bezt þeir geta. Annað eins og þetta ætti þó eigi að þurfa að segja mönnum opt — en það vantar eigi, að hinir mestu og beztu Islend- ingar liafa bæði fyr og síðar prjedikað þennan lærdóm hjer á landi; hvers eins hagsmunir og ábati ætti að nœgja til að knýja menn á fram, þó aldrei væri um aðrar œðri hvatir að tala. Menn mega til að manna sig upp, og vanda vörur sínar sem bezt, eins og aðrar þjóðir gjöra. Frjettir. Með mönnum, sem fyrir skemmstu komu norðan úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu, höfum vjer frjett, að veturinn hafi verið heldur góður nyrðra; að norð- an-ihlaupið, sem gjörði í nóvb.mán., hafi orðið mjög hart, enþó hvorki týnzt menn eður fjenaður. Um þær mundir hafði víða borizt mjög mikill rekaviður á land, bæði þar nyrðra og vestur í Strandasýslu. Bœrinn á Ilofi á Höfða- strönd hafði brunnið til kaldra kola, og á 3 öðrum bœj- um í Norðurlandi hafði eldur gjört meira og minna tjón. Fullyrt ernú, að skúta sú, er Ólsen kaupmaður fráBíIdu- dal kom á hingað suður í haust, hafi týnzt á vesturferð- inni (að líkindum við Látrabjarg) með mönnum og öllu, og eitthvað rekið af henni inn á Barðaströnd. Sömuleiðis að hákallaskip eitt úr Flatey á Breiðafirði með mörgum mönnum á hafi farizt i norðanveðri og blindbyl eða nátt- myrkri fram undan ltifsós undir Jökli. — Núerbúið að prenta 80 arkiraf alþingistíðindunum, og þar að auki 16% arkar atkvæðaskrár og niðuriagsat- riði, m. fl.; og er nú komið aptur í 38. fund, en þeir eru alls 49. — Síðan hið minnisstœða sorgartilfelli varð í haust eð var, er þeir brœður Jón og Magnús Egilssynir á J>óru- stöðum drukknuðu, hafa þau höfðingshjón, sjera Stefán Thórarensen á Kálfatjörn og kona hans, húsfrú Steinunn, sýnt ekkjum þeirra framúrskarandi veglyndi bæði í fjárút- látum til þeirra, sem þíti hafa óverðskuldað látið af hendi rakna við þessa sorgbitnu einstœðinga, og með þeirri al- úð og viðmótsblíðu, sem hefur verið og er til mikillar huggunar í raunum þeirra. Fyrir allt þetta þakka jeg af hjarta þessum góðu hjónum, en bið guð, sem er forsvar ekknanna, að endurgjalda ríkulega þessar velgjörðir. I janúarmánutji 18H2. Einn af náungum ekknanna Ang'lýsing'ar. — Vilji einhver laglegur piltur á 17. eí)a 18. ári, sœmilega lesandi, gefa sig til aí) læra prentaraíþrúttina, verí)ur hann tekinn til prent- smilbjunnar í Reykjavík. Námstíwinn er 4 til 5 ár, er fer eptir því, hvai) pilturinn er laginn til þessa starfa; um þann tíma, sem piltur- inn er aí) læra, Jeggur prentsmií)jan honum til fœ<t)i og klæfci. Reykjavík, 22. janúar 1862. E. Pórðarson. — peir búkasölumenn prentsrniíijunnar, sem jeg lief sent eyln- bliií), til þess uí) ekrifa í bókareikninga og bókaeptirstmbvar, óska jeg lijer meb aí) vildu senda mjer þau til baka meb fyrstu feríium, eptir ab þeir hafa innfœrt í þau þab tiitekna. Iteykjavík, 17. d. janúarmáii. 1862. E. Þórðarson. — Brún hryssa, þrjevetur, með mark: tveir bitar framan liœgra, hefur ei komið af fjalli í haust; þeir, sem kynnu að fmna hana, eru beðnir að gjöra skil fyrir henni að Reykholti í Borgarfirði. B. Bjarnarson. — I nr. 17 hjer á undan, bls. 186, stendur, ab herskip norburfylkj- anna í Ameríku hafl verib 27, en á aí) vera 47. Útgefendur: Benidiht Sveinsson, Einar Pórðarson, Halldór Friðriksson, Jón Jónsson Hjaltalín, Jón Pjetursson, ábyrgþarmaW. Páll Pálsson Melsteð, Pjetur Gudjohnson. Prentabur í prentsmibjimni í Keykjavík 1862. Einar þdrtlarson. 159 borg. Allir fulltingjendur hans voru tveir liersveita-for- ingjar, er þegar áður höfðu gengið í málið; stefndi hann til húsa þeirra, þar sem 4. sveit stórskotaliðsins var; töluðust þeir fáein orð við, hann og sveitarforinginn Vaudrey, og að því búnu kölluðu liðsmenn: »Vive V Empereur« (lifi keisarinn). Nokkrir af fulltingismönnum konungssonar, og segjamargir, að hann hafi verið sjálfur í förinni, hjeldu þegar til yfirherforingjans þar í borginni og bœjarstjórans, en það tókst eigi að koma þeim í mal- ið, og voru þá höfð varðhöld á þeim í ráðhúsinu; en eigi vom þau varðhöld styrk mjög. |>ví næst hjelt Louis konungsson til húsa 46. deildar fótgönguliðsins; hjet sá Finckmat, er fyrir henni rjeð; ætlaði hann að fá hana til liðs við sig, en lionum var þar eigi eins vel tekið og af stórskotaliðinu áður. Sveitarforinginn Talandier hafði fengið vitneskju um fyrirætlun konungssonar áður, og þverneitaði, að eiga nokkurn þátt í nokkurri tilraun til nppreistar, og hvatti liðsmenn sína til trúfesti. Sveitar- 160 foringinn PaiUot og aðrir fyrirliðar hersveitarinnar komu þar að, og voru þeir eins hollir konungi sínum og ein- beittir. Konungssonur og fylgdarmenn hans voru þegar í stað settir í varðhald. Fregnin um þetta barst fljóttút, og linnti þá þegar í stað öllum tilraunum, sem gjörðar höfðu verið til að fá ýmsar hersveitir til uppreistar, og það víða í bœnum. Yfirhershöfðinginn og bœjarstjórinn vorn leystir úr varðhaldinu, og gjörðu þær ráðstafanir, er nauð- syn bar til. J>að var að eins einn af fylgismönnum Louis konungssonar, sem uppvísir urðu, og átt höfðu þátt í fyrirtœki þessu, er undan slapp; það var de Persigny, hinn mesti trúnaðarmaður hans og alúðarvinur. \ fir- völdin í Strasborg sendu stjórnarherrunum skýrslur sín- ar og spurðust fyrir, hvernig fara ætti með bandingjana. (Framhald síðar.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.