Íslendingur - 19.02.1862, Blaðsíða 4

Íslendingur - 19.02.1862, Blaðsíða 4
156 ekki, en tala að eins lauslega um hana á tveim stöðum í ferðabók sinni, og þannig flnnum vjer, að í síðari partinum af ferðabókinni bls. 816 stendur, að »geitaskófm er og til matar höfð í austursveitum, og er af henni til biiinn sœtur grautur, sem bæði er hollur og nœrandi«. í mat- jurtabók (Lachanoloc/ia) Eggerts Ólafssonar er hún ná- kvæmlega tekin til greina og henni lýst þannig: »Geita- skóf víknr mest frá grösum at allri ásýnd og skapnaði, því hún er kringlótt og biksvört, optast á lit svo ósjeleg, að enginn maður skyldi ætla hún væri manna-matur, en um hana má vel segja, að hjer verði oss íslendingum brauð af steinum1, því hún vex einasta á hörðum klett- um. Hún gefur sœta og saðningssama fœðu, sem álíka og fjallagrös hleypur við suðuua og rennur í lím sem þang. Tilbúningurinn er þessi: mosi þessi er upp þveg- inn, afvatnaður, saxaður, soðinn í vatni eða drykkjarblandi; verður sá grautur samfelldur, sœtur og vel nœrandi, þó betri úr mjólk. Stundum seyðist hún smátt söxuð með sjóblendnu vatni og lítilli mjólk, þar til vel hlaupin í köku og þykk er orðin; síðan er allt látið kólna og skorið í sneiðir í pottinum. Af þessari köku er tekið nokkuð í hvert sinn og látið í málamjólk, nær flóað er; rennur sneiðin þar í sundur og gjörir mjólkina við-lifrauða, þykka og sœta, og er hún með þessu móti til saðningar höfð og sælgætis í Breiðafjarðardölumu. þessi nákvæma lýs- ing á meðferð geitnaskófarinnar til manneldis sýnir, hve almennt hún má liafa verið við höfð hjer á fyrri tímum, og virðist aðferðin á slíkri matreiðslu svo góð og hag- kvæm, að þar sje litlu við að bœta, nema ef menn vildu hafa maukið til sælgætis, en þetta er hverjum einum inn- an handar, með því að strá yfir það muldu hvítasykri og kaneldusti. Oss rekur enn þá minni til þess frá ungdœmi voru, að geitnaskófarmjólk var þá talin ágætt ráð við brjóst- 1) Oss dettur vit) petta tœkifœri í hug or?) próf. Liebigs í hans sot&iistu efnafrœíiisbrjefum, er snúit) hefur verib á diinsku og prentuf) eru í Kaupmannahöfn 1854, en þar stendnr bls. 238: »Alstaðar par, sem mannsins veilcu skilningarvitum er leyft að Hta niður í sköpunarverksins ómcelanlega djúp, par getur hann sjeð skaparans milda veldi og vísdóm, og pað mesta undr- unarverk, er vjer getum skilið, erupau óbrotnu ráð, er við peirra samverkun pessi fasta regta í hlutunum við helzt, eigi síður í hinum lifandi líkömum, en i alheiminum, svo að hfinu alstaðar er fullborgiðH. Sannarlega megum vjer og veikbyggílar mannskepnur prísa almætti skaparans, þegar vjer sjáum, af) hann í sinni mikiu náf) iætur braubii) spretta af steinunum, mönnum og dýrum til fœílu, og ætti þat> at) minna oss á, aí> þat) er ábyrgílarhluti, aí) nota þat) eigi eptir tilætluu hans. 183 auðmjúk í anda þegar um þá hluti er að rœða, sem skap- arinn virðist að hafa hulið mannasjónum. J>annig var hinn mikli Newton; hann 'tók ofan og hneigði sig, í hvert sinn og hann nefndi nafn hins heilaga, enda var liann og jafnan langt frá því, að fram bera nokkuð það í skoðun- um sínum, er líkjast kynni guðlasti, eða motsœðilegt væri ritningunni, eða þeirri náttúrusjón, sem heimtandi er af hverjum gáfumanni, þá er hann talar um verk hinnar œðstu veru. »það er ólíklegto, sagði þessi mikli stjörnu- spekingur, »að tunglið eða nokkur annar hnöttur sje án lífs, því í hverjum vatnsdropa eru lifandi verur». J>að, að ímynda sjer, að guð hafi skapað stóra linetti án lífs, er ósamboðið hverjum kristnum manni, og gengur næst guðlasti. Ekki hugsar samt tunglferðamaðurinn hans »Norðra» svona, því hannsegir: »IIjer erfullkomin kyrrð og aldauði. Hvað er kyrrð grafarinnar gegn slíku?» og enn fremtir: »En nú er nóg talið af slíkum skelfingum, þar sem hvorki er líf nje tilbreyting; ekkert á jörðunni getur við slíkt jafnazt», þetta köllum vjer ganga næst veiki; vjer munum og eptir því, að hún var í því skyni við höfð í kvefsóttinni, sem gekk 1825, og reyndist vel, enda var og mjólkin, sem hún var soðin í, sœt og hljóp í mauk, þá er hún kólnaði; vjer höfum því eigin reynslu fyrir oss íþví, að hún sje bæði holl og nœrandi, ogverð- skuldaði að notast til manneldis langtum almennar, en gjört er. Dr. Lindsay getur þess í rnosafrœði sinni, að vjer Islendingar við höfum hanatil manneldis, líkt og fjallagrös, og mun hann liafa fundið það i ferðabók Hendersonar prests, og telur hann geitaskófinni það enn fremur til gildis, að hún optar en einu sinni hafi frelsað norðurfar- endur frá hungursðauda. Ilann getur þess enn fremur, að þetta sje mjög skiljanlegt, af því að hún hafi i sjer mikið af hveitisefni, og gefi því rjett álíka og fjallagrösin nœrandi hlaup, hvort heldur hún sje soðin i mjólk eða vatni; bitraefnið, sem í henni er, ætlar liann að hafi opn- andi áhrif á þarmana, og það svo, að stundum verki um of *. Norðurferða-menn þeir, er voru með Franklin á fyrri ferðum hans til heimskautalandanna, voru opt neyddir til að lifa á eintómri geitnaskóf um hríð; og fjekk hún hjá þeim og fleirum norðurferðamönnum nafnið „Trip de ]ioche«, sem áttti að þýða innmat úr steinum. í ferðabók þeirri, er gjörð var út af hinni fyrstu ferð Franklíns, er hann fór um norðurhöfin, stendur svo: »Vjer máttum þá lifa á eintómum geitnaskófategundum, sem kallast „Gyrophorœ«, en almennt heita Trip de Hoche“, en þær voru þó eintómar naumast fœrar um að seðja hungrið»; og á öðrum stað stendur: «Með því vjer gátum með engu mótifundið neina geitaskóf, urðum vjer að láta oss nœgja með nokkra bita af steiktu leðri til miðdegisverðar«. þetta sýnir, í hvilíkar raunir menn komast á þessum norður- ferðum. Geitnaskófin vex hvervetna mest á grásteinum, sem eru ljósleitir að lit, langtum sjaldnar er hana að finna í hraun- um eða á stuðlabergssteinum, og aldrei lief jeg sjeð liana á móhellum eðá þussabergsklettum. Hennar er því helzt að leita i grásteinaklettum og holtum, og virðist hún al- mennust á þeim steinum, sem eru Ijósleitastir. Menn ná henni bezt af steinum með íviðboginni þunnri sköfu, að lögun fyrir endann eins og sporjárn. Hún vex bráð- um aptur, þar sem hún er tekin. [>að er auðvitað, að bæði þarf að þvo og afvatna fjallagrösin og geitnaskófina vandlega, áður en hvort um sig er til matar haft, en mest 1) Sj» dr. L. Lindsay’s Popular History of British Lic- hens. London 1856, bls. 125. 184 guðlasti, og jafnvel það hinu argasta. Tunglferðamaður- inn lætur guð hafa búið til hnött, þar sem ekkert er nema eyðilegging, skelfing og dauði. [>á hafði vor djúpsæiguð- hræddi spekingur það öðruvísi; því hann segir: »Auða hnetti ei til bjó alvaldur svo stóra», og það má með sanni segja, að væri tunglið autt að Iífi, þá mætti líkt um það segja, og hinn sami rithöfundur sagði, er hann kvað: »hnígur dýrðleg vizkan veik í vitskerðinga glingur*. Yjer skulum láta aðra dœma um það, hversu »heimpeki- lega og rjett það sje gjört af þeim, sem telstmeð mennt- uðum mönnum, að bera á borð fyrir fáfróða landa sína annað eins og »ferðina til tunglsins.» En það var nú eigi það, sem vjer ætluðum að tala um, heldur um hitt, hvort náttúruvísindin nú á dögum gætu svona bláttáfram trúað því, að jarðarhnötturinn sje eintóm logandi leðja að innan, eins og tunglferðamaðurinn heldur, og vjer svörum því þá lireint og beint með nei. En hvaðan koma þá eldsumbrotin, fyrstþau koma eigi úr þessari glóandi leðju jarðarhnattarins, sem á að vera? ,Já,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.